Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 319 æxlisvaxtar í andliti, því tilfelli er lýst. Einungis tveir sjúklingar hafa þegið boð um að fá ísettan pinna, sem tengi gerviauga við kúlu. Sú staðreynd er rædd. 3. Æxli í mænum barna — fjögur sjúkratilfelli Gunnar Auðólfssonl>, Bjarni Hannesson", Pétur Lúðvígsson21, Pröstw Laxdal31 11Borgarspítali, 21 Landspítali, 3>Landakotsspítali Frumæxli í mænum barna eru sjaldséð. Nýgengi er um eitt af 1.000.000 börnum. Þannig mætti búast við um einu tilfelli á sjö ára fresti hér á landi. Fyrir vikið er þetta ekki ofarlega á blaði sem sjúkdómsgreinig. Á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans hafa fjögur börn á aldrinum fimm og hálfs til 15 ára geng- ist undir skurðaðgerðir til brottnáms æxla á árunum 1985-93. í öllum tilvikum voru um tíma vangaveltur um hvort einkenni stöfuðu af sjúkdómi af geðrænum toga. Kjörmeðferð er róttæk skurðaðgerð, án geisl- unar vegna skaðlegra áhrifa þeirra á mænu. Fram- farir í rannsóknum, einkum tilkoma segulómunar (MRI), hafa auðveldað mönnum að meta hversu vel afmarkað æxli er. Þetta ásamt bættri skurðtækni svo sem beiting smásjár og hljóðbylgjuhnífs (CUSA) hefur leitt til betri árangurs. 1) Fimmtán ára drengur með vaxandi útlimalömun- arsnert (quadriparesis). Segulómun sýndi stóran mænutumor frá liðþófa C V-VI til Th II, intrad- ural, extramedullar. Æxli fjarlægt róttækt, mæna óskemmd. PAD: High grade astrocytoma. Reyndist með dreifðan æxlisvöxt og því geislaður í kjölfarið. Fjórtán mánuðum eftir meðferð er hann nánast einkennalaus og ekki merki um end- urvöxt. 2) Tíu ára stúlka með bakverki sem leiddu í fætur. Greint æxli Th X-XII sem var numið brott í tveimur áföngum innan tæplega árs. PAD: Fyrra skipti, Astrocytoma gr. I; Astrocyt- oma gr. II í seinna skiptið. Tíu árum eftir aðgerð nánast einkennalaus og ekki endurvöxtur. 3) Átta ára stúlka með verki í hálsi, vöðvarýrnun í hægri handlegg með klaufsku, minni reflexar í handleggjum en fótum, pós. Babinski dxt. Æxli fjarlægt með hljóðbylgjuhníf (CUSA). PAD: Oligodendroglia. Taugaskoðun óbreytt níu árum frá aðgerð og ekki endurvöxtur. 4) Fimm og hálfs árs drengur með verki í baki og fótum ásamt truflun á þvaglátum. Segulómun sýndi vel afmarkað æxli í cauda equina á móts við L II. Æxli fjarlægt róttækt í skurðaðgerð. PAD: Epidermoid tumor. Einkennalaus tveimur árum frá aðgerð og ekki endurvöxtur. 4. Heilastofnsmeinsemdir í börnum Hulda Brá Magnadóttir, Bjarni Hannesson, Ólafur Gísli Jónsson, Pétur Lúðvígsson Heilastofnsæxli í börnum eru mjög sjaldgæf. Þau voru til langs tíma álitin óskurðtæk og einungis með- höndluð með geislun sem hafði slæm langtímaáhrif á börnin vegna vitglapaskerðingar, undirstúku- skemmda o.fl. Með nýrri og betri greiningartækni eins og segulómun hefur komið f ljós að sum þessara æxla eru vel afmörkuð og vaxa jafnvel að hluta út fyrir heilastofninn. Notkun nýrrar skurðtækni með smásjá og CUSA tæki hefur orðið til þess að þau eru nú mörg skurðtæk. Ef tekst að fjarlægja æxlið rót- tækt er oft hægt að komast hjá geislameðferð og þeim óæskilegu áhrifum sem henni fylgja. Við munum kynna tvö tilfelli sem gengist hafa undir aðgerð á heila- og taugaskurðdeild Borgar- spítalans, annars vegar einungis með skurðaðgerð og hins vegar með skurðaðgerð á endurvöxt eftir að geislameðferð hafði verið notuð í upphafi. Tilfelli 1: Fjögurra og hálfs árs drengur greindist með æxli í heilastofni, Astrocytoma pilocyticum gr II, 18 mánaða gamall. Var þá ekki gerð róttæk að- gerð og fór hann í enduraðgerð þriggja ára vegna vaxandi einkenna og hafði þá æxlið vaxið talsvert en tókst að fjarlægja mestan hluta þess. Er einkennalít- ill í dag og engin merki um endurvöxt einu og hálfu ári seinna. Fékk ekki geislun. Tilfelli 2: Nítján ára gamall drengur sem veiktist þriggja og hálfs árs með vinstri helftarlömun og auknum intracranial þrýstingi. Greinist með æxli í miðheila og vatnshöfuð. Álitið óskurðtækt æxli og fékk geislun og V-P shunt (heilahólfs-skinu sam- veitu). Fær aftur vaxandi vinstri helftarlömun 17 ára og segulómun sýnir þá blöðruæxli í hægri miðheila. Var þá tekinn til aðgerðar og reynist hafa astrocyt- oma gr. III. Fékk talsverðar aukaverkanir af upp- haflegu geislameðferðinni en er einkennalaus af æxl- inu í dag. 5. Markviss ísetning digurleggja í miðbláæð — tæknilegar ábendingar Magnús E Kolbeinsson, Sigurður Kr. Pétursson, Hafsteinn Guðjónsson Sjúkrahús Akraness Isetning digurleggja (langtíma miðbláæðarleggja > lOFr. = Dacron-cuffed tunneled silicon elastom- ere central venous catheters) er ein algengasta að- gerð í (æða)skurðlækningum. Digurleggir eru not- aðir til lyfjagjafa, næringar (total parental nutri- tion), blóðtöku og blóðskiljunar (dialysis, plasmapheresis). Notkun digurleggja er sársauka- laus og meðferð getur farið fram í heimahúsum. Á móti þægindum og sparnaði koma fylgikvillar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.