Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1995, Side 41

Læknablaðið - 15.04.1995, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 321 enda sjúklingur orðinn septiskur með hitatoppa yfir 40°C. Fékk sjúklingur Chloramphenicol en leit að fókus bar ekki árangur. Batnaði sjúklingi einkenni í fyrstu en fljótlega fór að bera á sömu einkennum og hún innlögð aftur. Var nú hafin ennþá ítarlegri leit að uppsprettu sýkingar. Að lokum var tekin ang- iografia sem sýndi 3 cm breitt aneurysma í art.iliaca communis dxt. og mestu líkur til að þar væri hreiðr- ið. Var því ákveðið að nema það brott. Farið var retroperitonalt og inn á stóran harðan bólguhnút í slagæðinni og geysilega þandar bláæðar enda reynd- ust þær erfiðar viðfangs. Sjúklingur missti mikið blóð og fékk 12 poka af blóði í og eftir aðgerð. Aneurysmað var síðan tekið. Það var næfurþunnt á parti og við að springa. Settur var 8 mm Dacron- graftur og saumaður enda við enda ofan og neðan. Sjúklingur fékk áfram sýklalyfjameðferð (Ampiciil- in 3 g x4 daglega) í allt fjórar vikur. Síðan hafa engin einkenni komið fram. 9. Exostosa veldur pseudo-aneurysma Páll Gíslason Handlækningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Isiands Sautján ára karlmaður kom á Landspítalann 1977 og hafði þá tveggja mánaða sögu um vaxandi verki og bólgu rétt ofan við hægra hné. Þetta olli og bjúg á fætinum og daufari púlsum í hægra fæti. Lærið var um 7 cm gildara þarna. í fyrstu var haldið að um æxli frá beini væri að ræða en angiografia sýndi að rof var á art.femoralis og þar hnefastórt pseudoaneurysma. Þar sást einnig exostosa á lærlegg, um 4 cm að lengd. Fleiri exostos- ur sáust á Iærlegg og sköflungi. Sjúklingur var því tekinn til aðgerðar. Slagæðar frílagðar fyrir ofan og neðan og haematomið síðan tæmt út og reyndist það um 1 kg að þyngd. Exostosa var meitluð af og venu- biti frá ökklaæð saumaður í ríflega 1 cm langt gat í slagæðinni. Sjúklingnum heilsaðist vel á eftir og púlsar urðu eðlilegir og oscillometria sömuleiðis. Bókasafnið hefur reynt að upplýsa hvað skráð hefur verið um slík tilfelli frá 1966 og gat fundið tvö tilfelli, annað frá Englandi 1975 en þar hafði hliðar- grein rifnað en hitt frá Sviss 1993. Bæði þessi sjúk- dómstilfelli voru með svipuðum hætti og okkar. Ég hef haft samband við sjúkling nýlega og var hann heill heilsu í starfi bónda. 10. Carotis endarterectomy — reynsla taugaskurðlæknis á Borgarspítala Þórir Ragitarsson Heila- og taugaskurðdeild Borgarspítala Umfangsmiklar rannsóknir í Norður-Ameríku og Evrópu hafa sýnt óyggjandi að ávinningur sjúklinga með carotis stenosu, sem fengið hafa ischemisk einkenni, er mjög mikill við carotis endarterectom- iu. Nýlega voru niðurstöður rannsóka á einkenna- lausum sjúklingum með carotis stenosu kynntar með sömu niðurstöðu. Forsenda þess að ávinningur sé af aðgerðinni er að áhætta aðgerðar sé lág. Til að kanna hvort tekist hafi að ná sambærilegum árangri, hvað varðar áhættu aðgerðar og lýst er í þessum erlendu rannsóknum, voru fylgikvillar að- gerða höfundar skráðir. Frá okt. 1987 til feb. 1995 hefur höfundur fram- kvæmt 36 carotis endarterectomiur á 30 sjúklingum á Borgarspítalanum, 24 unilateralt og sex bilateralt, á 17 körlum og 13 konum á aldrinum 48 til 82 ára. Ellefu af 36 (31%) stenosanna höfðu leitt til TIA einkenna, átta (22%) höfðu leitt til amarosis fugax, 16 (44%) til minor stroke og einn (3%) lesionanna var einkennalaus. Stuttlega verður gerð grein fyrir þeirri skurðtækni sem höfundur notar. Fylgikvillar aðgerðar voru: Mortalitet enginn; major stroke enginn; minor stroke einn (2,7%) sjö dögum eftir aðgerð sem gekk algjörlega til baka; myocardial infarct enginn; en einn (2,7%) sjúkling- ur fékk óstabila anginu og var lagður í nokkra daga á hjartadeild; eftir þrjár af 36 (8,3%) aðgerðum myndaðist hematoma í skurðsári sem tæma þurfti út, í öllum tilvikum án eftirkasta. Þessar niðurstöður standast fyllilega samanburð við þá tíðni fylgikvilla aðgerða sem lýst er í ofan- nefndum erlendum rannsóknum. Þvf má ætla að ávinningur sjúklinga höfundar sé sambærilegur og lýst er í hinum erlendu rannsóknum. 11. Æðagúlar á 25 ára tímabili á Borgarspítala og Landakotsspítala í slagæðum öðrum en ósæð og í höfuðkúpu Agúst Örn Sverrissonl>, Theodór Sigurðsson11, Gunnar Gunnlaugsson'1, Sigurgeir Kjartansson2> "Skurðdeild Borgarspltala, 2>Landakotsspítali Notaðar voru sjúkdómsgreiningaskrár áranna 1970-1994 til að finna þá sjúklinga sem greinst höfðu með æðagúla utan ósæðar og heilabús. Undanskildir voru þeir sem höfðu gúla í lendarslagæðum (iliaca) með ósæðargúl, æðagúlar eftir læknisaðgerðir eða áverka, og allir gúlar sem mynduðust við græðlinga- mót eftir hjáveituaðgerðir (fölsk aneurysma). Alls fundust 16 sjúklingar, 11 karlar og fimm kon- ur, sem uppfylltu skilyrðin og í þeim 24 gúlar. Þrett- án gúlanna voru í lendarslagæðum eða neðar, fjórir voru íhálsæðum eða greinum frá ósæð í brjóstholi og átta í slagæðum í kviðarholi, þar af fimm í nýrnaæð- um. Aldur sjúklinga við greiningu var á bilinu 31 árs til 86 ára og miðaldur var 52 ár. Langoftast var æðagúll- inn greindur með æðaröntgenrannsókn eða 19 gúlar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.