Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 42
322 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 af 24. í öðrum tilvikum var notuð ómun, sneiðmynd- un eða að gúllinn kom í ljós við aðgerð. Níu sjúkling- ar gengust undir aðgerð á 16 gúlum og árangur hjá átta þeirra var góður. Enn er verið að kanna afdrif þeirra sem ekki fóru í aðgerð. Aðeins einn sjúkling- ur gekkst undir bráðaaðgerð vegna rofs á gúl sem var á hægri nýrnaslagæð. 12. Miltistökur á Landspítalanum 1985-1992 Skúli Gunnlaugsson, Jónas Magnússon Handlcekningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Islands Áverkar á milta eftir slys eru vel þekktir og milt- istökur í kjölfar þess vel rannsakaðar. Ekki liggur fyrir nein rannsókn á miltisbrottnámi hér á landi hjá sjúklingum, sem ekki hafa undangengna áverka- sögu, en hafa sjúkdóm þar sem tilvera miltans gæti skipt máli. Helsta markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða ábendingar miltistöku liggja að baki slíkra aðgerða og algengi þeirra. Farið var yfir allar sjúkraskrár sjúklinga er geng- ust undir miltistöku þar sem enginn áverkasaga lá að baki. Jafnframt var kannað hvaða sjúklingar gengust undir aðgerð vegna annars sjúkdóms, en þörfnuðust engu að síður miltisbrottnáms. Auk ábendinga fyrir aðgerð voru skráð klínísk einkenni, blóðrannsóknir, myndgreingarannsóknir, meðferð fyrir aðgerð, fylgikvillar aðgerða, blóðtap og langtímaárangur með tilliti til upprunalegs sjúkdóms. Á rannsóknartímabilinu gengust 58 einstaklingar undir miltistöku vegna ofantaldra ástæðna. Sjúkra- skýrslur fundust fyrir 48 sjúklinga. Af þeim hafði 21 sjúkdóma tengda milta (hópur A) og 27 sjúkdóma utan rnilta (hópur B). Mjög fjölbreyttar ástæður lágu að baki miltistöku hjá hópi A en algengastar voru blóðflögufæðar purpuri (ITP) (24%) og mergvaxtar- kvilli (19%). Hvað hóp B varðar þá voru algengustu aðgerðirnar magabrottnám (18%) og brisaðgerð (18%). Ábendingar að baki miltistöku hjá hópi A voru blóðflögufæð (29%) og blóðfrumnafæð (24%). Hjá hópi B var lang oftast um að ræða áverka á milta í aðgerð (63%). ísótóparannsókn var algengasta myndgreiningaaðferðin við rannsókn á miltanu fyrir aðgerð. Fyrir aðgerð fengu fjórir sjúklinganna bark- stera en sex fengu bióðgjafir, allir í hópi A. Að jafnaði varð 600 ml blóðtap (miðtala, bil 0-7000) í aðgerð hjá hópi A og þurftu þeir 0-12 einingar (mið- tala 0) af rauðkornaþykkni auk 0-20 einingar (mið- tala 0) eftir aðgerð. Hjá hópi B varð að jafnaði 2500 ml blóðtap (bil 500-13000) og þörfnuðust þeir að jafnaði 0-26 eininga (miðtala 4) í aðgerð auk 0-17 á eftir (miðtala 0). Langtímaárangur hvað varðar upp- runalegan sjúkdóm var góður hjá 12 sjúklingum (60%), sæmilegur hjá fjórum (20%) en lélegur hjá fjórum (20%) í hópi A. Fylgikvillar hjá sama hópi voru óverulegir. Sjúkdómar eða sjúkdómsástand tengd milta eru ekki óalgeng. í mörgum tilvika má ná ágætum ár- angri með miltisbrottnámi og eru slíkar aðgerðir yfirleitt hættulitlar. Langtímaárangur er þó verulega háður grunnsjúkdómi. 13. Aðgerðir við lifraráverka 1968-1993 - yfirlit frá Borgarspítala Auðun Svavar Sigurðsson, Jónas Magnússon, Gunnar H. Gunnlaugsson Fjörtíu og einn sjúklingur gekkst undir aðgerð vegna lifraráverka á þessu tímabili, 28 karlar og 13 konur. Sjúklingarnir voru á aldrinum fimm til 78 ára, flestir ungir, miðtala aldurs 20. Fjórðungur sjúklinganna voru börn undir 10 ára aldri. Lokaðir áverkar voru 34 (84%) og umferðarslys algengasta orsökin en næst algengast var fall. Af sjö opnum áverkum voru sex stungur og eitt skotsár. Sautján sjúklingar (42,5%) voru í blæðingarlosti við komu á spítalann (efri blóðþrýstingsmörk undir 90) og 12 (29%) voru enn í losti við upphaf aðgerðar. Flestir sjúklinganna höfðu viðbótaráverka af ýmsu tagi. Að meðaltali hafði hver iifraráverkasjúklingur 2,22 viðbótaráverka. Algengustu ábendingar fyrir aðgerð voru lost, vökvi í kviði, sem sýnt hafði verið fram á með ómun, og merki um lífhimnuertingu. Aðrar ábendingar voru opinn áverki, frítt loft í kviði og vökvi í kviðar- holi við ástungu. Áverkakvarði útgefinn 1990 (abbreviated injury severity scale, AIS-90) var notaður til að flokka lifrarmeiðslin. Sjötíu og eitt prósent sjúklinganna reyndust hafa vægan eða miðlungsáverka í lifur (I eða II) en aðrir höfðu meiri háttar áverka af gráðu III eða IV. Þegar inn var komið var lifrin blæðandi í 51,3% tilfella en hjá tæplega helmingi sjúklinganna hafði hætt að blæða. Blæðingu tókst oftast að stilla með saumum en þrír sjúklingar gengust undir meiri háttar lifrarhögg (resection) og lifðu þeir allir. Að- gerðartími var frá 50-560 mínútum (miðtala 100) og blóðgjafir í aðgerð 0-19,5 L (miðtala 1,4 L). Legu- dagafjöldi var frá fimm og upp í 150 daga (miðtala 15). Margir þurftu á viðbótaraðgerð að halda vegna annarra áverka, annað hvort í kviðarholi eða utan þess. Meiri háttar áföll (complications) teljast hafa verið 20. Heildaráverkastigið (injury severity score, ISS) var reiknað út fyrir hvern sjúkling. Tuttugu og þrír sjúklingar (56%) voru með heildaáverkastig undir 16, þ.e.a.s. með vægan, miðlungs eða lífshættulegan en þó yfirleitt læknanlegan áverka. Einn sjúklingur í þessum hópi dó en sá hafði óskurðtækt illkynja æxli í lifur sem rifnaði við högg á kviðinn. Aðrir sjúklingar sem dóu voru með heildaráverkastig upp á 41 eða meira. Alls dóu sjö sjúklingar (17%). þar af tveir á skurðarborðinu en aðeins annar þeirra þó úr blæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.