Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 52
330 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 öll algengustu axlarvandamálin sem þarf að leysa með aðgerð á að vera hægt að leysa með þessari tækni á dagþjónustugrundvelli. Axlarliðspeglunar- tæknin eykur hagkvæmnina í heilbrigðisþjónust- unni. 30. Stöðluð aðgerðarlýsing fyrir hnéliðspeglanir Vigdís Þórisdóttir, Brynjólfur Jónsson, Ingibjörg Richter*, Stefán Carlsson, Brynjólfur Mogensen** Bteklunarlækningadeild Borgarspítala og Landakotsspítala, *tölvudeild Borgarspítala, **lœknadeild Háskóla íslands Inngangur: Liðspeglunartækninni er beitt í sívax- andi mæli til að greina og lækna sjúkdóma og áverka í ýmsum liðum. Liðspeglun á hné er þó algengust. A síðustu árum hafa átt sér stað miklar framfarir í greiningu og meðferð með liðspegli og liðspeglun- aráhöldum. Fram til þessa hafa verið skrifaðar hefð- bundar aðgerðarlýsingar fyrir liðspeglanir hérlendis. Þann 1. janúar 1994 var tekið í notkun á Borgar- spítala sérhannað tölvutækt eyðublað fyrir hnélið- speglanir. Þetta eyðublað hefur að mestu komið í stað hefðbundinnar aðgerðarlýsingar á Borgarspít- ala og nú síðast á Landakotsspítala. Eyðublaðið gef- ur möguleika á nákvæmri skráningu á áverka-, sjúk- dóms- og aðgerðarlýsingu. Endanlegt markmið slíkrar skráningar er að auka gæði þjónustunnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig til hefur tekist fyrstu 10 mánuðina sem skráningin hefur verið í notkun. Efniviður: Gerð var tölvuleit á öllum eyðublöðun- um sem búið var að tölvufæra fyrstu 10 mánuði árs- ins. Niðurstöður: Á fyrstu 10 mánuðum ársins var búið að tölvufæra 204 hnéliðspeglanir á 198 sjúklingum. Karlar voru 129 en konur 69. Karlar voru að meðal- tali 34,6 ára (11-69), miðgildi 33 ár, og konurnar voru 33,8 ára að aldri (13-82), miðgildi 28 ár. Hægra hné var speglað 107 sinnum en það vinstra 97 sinnum. Fyrir aðgerð var grunur um 103 innri liðþófarifur og 17 ytri. Slitbreytingar voru taldar vera til staðar hjá 16 og 21 talinn hafa fremra krossbandsslit fyrir lið- speglun. Aðrar greiningar voru sjaldgæfari. Eftir að- gerð reyndust 80 hafa innri liðþófarifu en 23 ytri. Slitbreytingar fundust hjá 43, 27 voru með kross- bandsáverka og 23 með liðþelsbólgu. Aðrir sjúk- dómar eða áverkar komu sjaldnar fyrir. í 91 tilviki var að auki gerð liðþófataka. Flestar aðgerðirnar voru gerðar í svæfingu eða 176, 26 voru gerðar í spinal deyfingu, ein í epidural deyfingu og ein í stað- deyfingu. Eitthundrað og tíu liðspeglanir voru gerð- ar á 21-40 mínútum, 57 á innan við 20 mínútum, 26 á 41-60 mínútum og í 11 tilvikum tók aðgerðin meira en 61 mínútu. Aðgerðarlýsingar voru skrifaðar 39 sinn- um til viðbótar stöðluðu skráningunni. Eftir aðgerð fóru 168 sjúklingar heim samdægurs, 33 daginn eftir og þrír síðar. Aukaverkanir voru engar. Umræða: Reynslan af fyrstu 204 skráningunum er mjög jákvæð. Það kom nokkuð á óvart hversu marg- ar aðgerðarlýsingar voru skrifaðar til viðbótar við stöðluðu skráninguna eða alls 39. Þegar að var gáð kom í ljós að hefðbundnar aðgerðarlýsingar voru oft skrifaðar samhliða þegar liðspeglun leiddi í ljós margþætt sjúkdóms- eða áverkamynstur. Svo virtist einnig sem eyðublaðið hafði ekki verið kynnt nægi- lega fyrir nýjum starfskröftum og viðkomandi því gert hefðbundna aðgerðarlýsingu að auki. Ihalds- semi er líkast til einnig nokkuð ríkjandi. Þegar á heildina er litið er þróunin það jákvæð að ákveðið var að þróa staðlaðar aðgerðarlýsingar fyrir fleiri tegundir aðgerða. Ályktun: Sérhannað eyðublað fyrir liðspeglanir á hné gefur möguleika á nákvæmri áverka-, sjúkdóms- og aðgerðarlýsingu. Við teljum að þessi aðferð auki nákvæmni, auðveldi gæðaeftirlit og bæti þjónustu. 31. Offíta og miðlínu magálsskurðir Þorvaldur Jónsson, Leif Israelsson Skurðlœkningadeildir Borgarspítala og Sundsvalls sjukhus, Svíþjóð Offita getur haft áhrif á gróningu sára. Fyrri rann- sóknir okkar benda til þess að saumtækni hafi mark- tæk áhrif á gróningu miðlínu magálsskurða. Gerð var framskyggn rannsókn á gróningu í miðlínu mag- álsskurða sem saumaðir voru með samfellusaumi. Áhrif offitu voru sérstaklega könnuð. Hlutfallið saum/sárlengd var mælt og sjúklingum skipt í hópa eftir body mass index (BMI). Offita var skilgreind sem BMI>25. Alls voru 1023 sjúklingar teknir í rannsóknina. Sársýkingar komu upp hjá 7,1% sjúk- linga með BMI<25 en 12,7% hjá of feitum (p<0,01). Sýkingar voru einnig marktækt algengari ef saum- sárhlutfall var >5, eftir mengaðar aðgerðir, og eftir enduraðgerð innan 15 daga frá fyrri aðgerð. Einu ári eftir aðgerð fannst örkviðslit hjá 19,9% of feitra sjúklinga en 9,8% annarra (p<0,01). Ef saum/sár- hlutfallið var á bilinu 4-4,9 hafði offita ekki áhrif á tíðni kviðslits. Aðrar breytur sem marktækt tengdust aukinni áhættu á myndun kviðslits voru saum/sár- hlutfall <4, aldur og sársýking. Niðurstöður þessar sýna að of feitir sjúklingar hafa verulega aukna tíðni á sársýkingum og örkviðsliti eftir miðlínu magálsskurðar. Jafnframt virðist sem rétt saumtækni geti lækkað umtalsvert tíðni þessara fylgikvilla hjá of feitum. 32. Leysermeðferð við æðamissmíðum í húð á Islandi Kristinn Eiríksson, Ólafur Einarsson Handlœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla íslands í apríl 1994 voru tvö ár liðin frá því leysermeðferð við æðamissmíðum í húð hófst hér á landi. Fyrir þann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.