Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 54
332 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 þessa sjúklings hefur ekki fundist en í sjúkraskýrslu sjúklings á Landakoti frá janúar 1976 segir: „Þegar sj. var 8 ára gamall grófí nefi hans, að talið er eftir högg. Féll miðnesið saman og lœkkaði nefið mikið. 1937 var gerð aðgerð á Landakoti þar sem tekin var beinflís úr tibia og sett í nef. Var nefið þokkalegt útlits um tíma, en beinflísin rýrnaði ogféll nefið aftur niður. Hefur nú nefið verið eins í mörg ár. “ Aðgerð sem sjúklingur gekkst undir 1976 var brottnám á beini sem sett hafði verið f nefi hans 40 árum áður (1937), ný beinspöng var nú tekin úr mjöðm og sett í dorsum nasi en gamla spöngin var sett í columella til þess að tryggja betur stöðu nýju spangarinnar. Engin framkvæmd hafði orðið úr ásetningi mínum að koma myndum Matthiasar á framfæri þegar ég rakst á sjúklinginn af tilviljun 1992. Nef sjúklings leit enn vel út og röntgenmyndir teknar 1992 sýndu eðlilega beingerð í beininu frá 1976 og enn mátti greina beinflísina í columella nasi þó svo hún væri greinilega brotin. A þessum tímum „of- ursérfræði" (super- eða sub-speciality) þykir mér hollt að skoða eigin verk með nokkurri hógværð og halda til haga þeirri vitneskju sem við höfum um vel gerð verk „eldri skurðlækna" og því hef ég viljað sýna þessar myndir af lýtalækningaaðgerð (rhinopla- sty) Matthiasar Einarssonar. 35. Aðgerðir á ósæð í brjóstholi á Landspítaia 1991-1995 Elín Laxdal, Bjarni Torfason, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítala, lœknadei/d Háskóla íslands Ör þróun hefur orðið á sviði aðgerða vegna sjúk- dóma í brjóstholshluta ósæðar á síðustu árum. Að- gerðir á ósæð í brjóstholi voru fátíðar á Landspítal- anum fyrir árið 1991. Fyrir þann tíma voru skurðtæk- ir sjúklingar gjarnan sendir til aðgerðar í London, en þeir sem taldir voru óskurðtækir létust af völdum sjúkdóms síns. Við leit í skráningarkerfi Landspítalans fundust 24 sjúklingar sem greinst höfðu með gúl, flysun eða rof á ósæð í brjóstholi frá árinu 1984 til 1995. Samkvæmt sjúkraskrám greindust sex sjúklingar með sjúkdóm- inn á tímabilinu 1984-1991, þar af voru tveir sendir í aðgerð til London og létust báðir af völdum fylgi- kvilla aðgerðar. Tveir þeirra sem ekki voru skornir létust af völdum rofs á ósæð og einn af hjartabilun. Gerð var aðgerð á einum sjúklingi hér á þessu tíma- bili og lést hann af völdum blæðinga skömmu eftir aðgerð. Frá árinu 1991 til 1995 voru gerðar 20 aðgerðir á ósæð f brjóstholi. Aðgerðartengdur dauði var 15%. Einn sjúklingur lést af völdum hjartabilunar sem ekki tengdist ósæðaraðgerðinni. Tíðni alvarlegra fylgikvilla, svo sem hjartadreps, meiriháttar lamana eða nýrnabilunar var 0%. Minniháttar fylgikvilla, svo sem röskunar á lungnastarfsemi, lítilsháttar og tímabundinnar lömunar eða tímabundins rugls varð vart hjá 55,5%. Sextán sjúklingar eða 84% útskrif- uðust af sjúkrahúsi í góðu ásigkomulagi án meina eftir aðgerð. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að hér á íslandi séu aðgerðir á ósæð í brjóstholi gerðar með mjög góðum árangri. 36. Fjölgreinasjúkrahús í dreifbýli með Reykjavík í sjónmáli Magnús E. Kolbeinsson, Ari Jóhannesson Sjúkraliús Akraness Utan Reykjavíkursvæðis og Akureyrar er Sjúkra- hús Akraness eina fjölgreinasjúkrahús landsins. Saga og orðspor stofnunarinnar byggir á gömlum merg. I tengslum við sjúkrahúsið starfa rúmlega 20 sérfræðingar, flestir í hlutastöðum. Á skurðstofu eru tveir svæfingalæknar og aðgerðir eru framkvæmdar af sjö sérfræðingum úr mismunandi sérgreinum. Gert er ráð fyrir að árið 1995 verði gerðar um 2000 aðgerðir. Eftirfarandi atriði eru reifuð: Hvaða aðgerðir skulu gerðar? Hvaðan koma sjúklingarnir? Er stað- setning stofnunarinnar þjónustulega hagkvæm? Samstarf við önnur sjúkrahús. Áhrif breyttra sam- gangna í framtíðinni. 37. Reynsla af 807 botnlangatökum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1974-1990 Fjölnir Freyr Guðmundsson, Valur Pór Marteinsson, Shreekrishna Datye Handlœkningadeild F.S.A. Botnlangataka vegna bráðrar bólgu er ein algeng- asta aðgerð sem framkvæmd er á handlækninga- deildum. f þessari rannsókn var farið yfir sjúkraskrár 807 sjúklinga sem höfðu farið í botnlangatöku vegna gruns um bráða botnlangabólgu á árunum 1974-90. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: Útlit botnlanga, aldur og kyn, tímalengd einkenna, bið eftir aðgerð á sjúkrahúsi. legudagafjöldi, hvít blóðkorn, hiti, sýklalyfjanotkun, fylgikvillar og hver framkvæmdi aðgerðina. Sjöhundruð þrjátíu og þrír (90,83%) botnlangar voru bólgnir á mismunandi stigi; 495 (61,34%) voru bólgnir, 96 (11,9%) voru með drepi og 142 (17,6%) voru sprungnir. Af þeim 74 (9,17%) sem höfðu eðli- lega botnlanga, voru 28 (3,5%) með aðra kvilla í kviðnum sem gátu skýrt bráða kviðverki. Þannig fannst ekkert óeðlilegt hjá 46 (5,71%) sjúklingum. Karlar voru 435 (53,9%) og konur 372 (46,1%).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.