Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 353 40.000 Skr. (225.000 - 360.000 íslenskar) og borga 30% í skatt + 20% af tekjum yfir 170.000 íslenskum. I Englandi fær reyndur aðstoðarlæknir (senior registrar) miðlaun 2100 pund á mánuði (225.000 íslenskar) og sérfræðingur (consultant) á bil- inu 3300 til 4300 pund (350.000 til 460.000 íslenskar) og skattur er um 25% + lágt útsvar (council tax). Sérfræðingslaun á Islandi sem mér skilst að séu kringum 150.000 íslenskar krón- ur eru með öðrum orðum lægri en aðstoðarlæknislaun í grann- löndunum. Fyrir sérfræðing sem flytur heim til starfa á sjúkrahúsi virka launakjörin náttúrulega eins og ískalt sturtubað sem menn láta sér þó lynda því römm er taugin... Nokkru öðru máli gegnir fyrir heimilislækna sem jafnframt fullum sömu lélegu laununum vinna í akkorði fyrir sjálfa sig og sjúkrasamlögin innan fasts vinnutíma. Er mér það minnis- stætt hve ljúft manni var að fylla út viðamikil pappírsfargön í lok vinnudags þegar ég leysti af á heilsugæslustöðvum hvort sem það var á Akranesi, Blönduósi, Þórshöfn eða Egilsstöðum, því á þann hátt gátu launin orðið þannig að mann munaði um þau. En það er líka til annar, ekki hagstæðari samanburður á launum og það er við aðrar stéttir til dæmis innan heilbrigð- iskerfisins. Kemur þá í ljós að mun styttra bil er milli íslenskra lækna og annarra stétta en er- lendis. Þetta kemur að hluta til vegna þess að læknar hafa hlut- fallslega staðið sig verr en aðrar stéttir í sinni launabaráttu. Vegna eins konar dómínó áhrifa er útilokað við núverandi aðstæður að sjúkrahúslæknar geti fengið laun í samræmi við menntun, ábyrgð og mikilvægi, án umfangsmikilla breytinga á læknisþjónustunni sem krefst pólitísks vilja sem ekki virðist fyrir hendi, eða hefur það verið kannað? Á ég þar við einhvers konar afkastabundið kerfi inn- an veggja spítalans svipað og heimilislæknar starfa við og/eða að rekstur göngudeilda innan spítalans verði færður í hendur lækna sem hefði eðli málsins samkvæmt í för með sér aukna hagkvæmni eins og sjá má á einkareknum læknastöðvum. Það vill nefnilega oft gleymast að það erum við læknarnir sem erum framleiðendurnir í heil- brigðiskerfinu. Stofuvinna margra sérfræð- inga er við núverandi fyrir- komulag óhjákvæmileg. Hætt- an er að þeir starfi þar einangr- aðir þannig að þekking þeirra nýtist síður til dæmis til kennslu læknanema og unglækna þar sem göngudeildarlækningar eru einn mikilvægasti þáttur læknis- starfsins. Þennan þátt þjálfun- arinnar vantaði nær alveg þegar ég var í deildinni fyrir um 10 árum og í aðstoðarlæknisstörf- um þar sem sérfræðingarnir voru út um allan bæ á sínum stofum. I flestum löndum er umfang eða aðgangur að niðurgreiddri sérfræðiþjónustu takmarkaður á einn eða annan hátt. í Svíþjóð hefur höftunum að miklu leyti verið aflétt með upptöku svo- kallaðs „fri etableringsrátt“. í Englandi er mjög öflugt tilvís- anakerfi þar sem heilsugæslu- stöðvar á sama svæði mynda fjárhagslega sjálfstæða einingu „fundholding practice" sem get- ur síðan með samningum við sérfræðisjúkrahúsin ákveðið hversu mikla sérfræðiþjónustu hún vill kaupa. í slíkum samn- ingum eru jafnan skýr ákvæði um með hvaða hætti samskiptin milli heimilislækna og sérfræð- inga skulu vera og hótað með að borga ekki reikninga ef skrifleg- ar upplýsingar berast ekki á til- skyldum tíma! Samskiptin eru með öðrum orðum mjög virk. Sveigjanleiki er samt þó nokkur innan kerfisins og getur sér- fræðingur að öllu jöfnu vísað á annan sérfræðing, en ætlast er til að heimilislæknir sé hafður með í ráðum. Sú staðreynd að íslensk sér- fræðiþjónusta er ódýr saman- borið við önnur lönd hlýtur að vega þungt og smáþjóð sem við eigum að fara varlega í að líkja eftir kerfum annarra landa. Osennilegt er að tilvísanaskylda minnki kostnað í heilbrigðis- kerfinu, ekki síst í Ijósi afleið- inga þeirrar ósamstöðu sem upp er komin og enn síður að hún bæti samskiptin. Ábyrgðin hlýt- ur að falla á heilbrigðisráðherra sem ekki hefur viljað skoða aðr- ar leiðir að ofangreindum mark- miðum heldur látið önnur póli- tísk sjónarmið ráða ferðinni. Því miður óttast ég að heilbrigð- isyfirvöld taki ekki afleiðingum ástandsins nógu alvarlega og að sá fleygur sem rekinn hefur verið í læknaraðir sé grátinn þurrum tárum þar á bæ. Hætt er við að vopnin snúist í höndunt þeirra kollega sem í hita augna- bliksins höggva mann og annan og það undir formerkjum bættra samskipta og minni kostnaðar. Birmingham 12. mars 1995 Ólafur Ó. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.