Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 565 greining. Meðferðin getur verið að teygja vöðva, liðka eða losa liði. Aðferðingefuroftótrúlega góðan árangur, jafnvel hjá fólki með langvinna bakverki (3). Forsenda fyrir því að geta veitt slíka meðferð er að sjálfsögðu góð líffærafræðileg kunnátta og skilningur á samspili vöðva, taugakerfis og andlegra þátta. í skilgreiningu á ortópedískri medisín felst sjúkdómsgreining, meðferð og það að fyrirbyggja sjúkdóma í stoðkerfi, sem ekki eru gigtarsjúkdómar eða sjúk- dómar sem krefjast skurðað- gerða. Þar er átt við lækningu verkja í stoðkerfi með því að bæta vinnuaðstöðu og notast við vöðvateygjur, liðkun, losun, þjálfun, lyf, sprauturoghjálpar- tæki svo sem bakbelti. Síðast en ekki síst er mikilvægt að fá sjúklinginn sjálfan til þátttöku. Því hefur oft verið haldið fram að fólk með bakverki eigi við andleg vandamál að stríða. Að sjálfsögðu breytist andleg líðan fólks sem þjáist af verkj- um, en til að það sé sjúkdóms- greiningin þurfa geðræn vanda- mál að hafa greinst áður en bak- verkir komu fram. Það er nánast óþekkt fyrirbæri að geð- heilsa orsaki bakvandamál. Finni læknir ekkert að við skoð- un sjúklings er það oftar vegna þess að skoðun og sjúkrasaga er ekki nægjanlega nákvæm. Aðferðin Með því að skoða sjúklinga á þennan hátt komumst við að því að langflestir sjúklingar með bakverki hafa augljós líkamleg vandamál sem hægt er að með- höndla með einföldum aðferð- um. Skoðun er framkvæmd á sama hátt og hjá öðrum sjúk- lingum: Sjúkrasaga, skoðun, þreifing, hreyfi- og starfræn próf. Þegar sjúkdómsgreining er tilbúin er næsta stig: * Meðferð eftirsjúkdómsgrein- ingu. * Endurkoma eftir nokkra daga - ný skoðun og mat á meðferð. * Skipulagning áframhaldandi lengri meðferðar ef með þarf. * Tilvísanirefáþarfaðhaldatil dæmis geislagreining eða sjúkraþjálfun. Dæmi um bakverki sem unnt er að lækna með ortópedískri medisín Flestir læknar og sjúkraþjálf- arar sem hafa tileinkað sér þessa aðferð nota hana lang- mest við verkjaástandi í baki, til dæmis við brjósklosi. Segjum sem svo að vöðvi milli tveggja hryggjarliða sé sífellt spenntur í langan tíma. Þetta veldur eymslapunkti sem getur verið mjög viðkvæmur fyrir hreyfing- um. Vöðvinn getur þróað slíkt ástand vegna slitbreytinga. Það hefur síðan mest áhrif á smáliði hryggjarins. Við það aukast stöðu- og hreyfiskynsskilaboð til miðtaugakerfis sem síðan veldur aukinni vöðvaspennu í viðkomandi hluta hryggjarins. Ef slík aukning er öðrum megin verður afleiðingin að sjálfsögðu hryggskekkja. Smám saman koma sambærilegar breytingar ofar í baki vegna þess að hrygg- skekkjan veldur sömu breyting- um á öðrum hryggjarliðum. Á þennan hátt getur minniháttar slitbreyting á smáliðum L4-L5 leitt til verkja eftir endilöngu baki. Almenn vanlíðan sjúk- linga eykst og mjög algengt er að sjúklingar með slíka verki verði þunglyndir þar sem með- ferð er oft ábótavant og halda hinir sjúku þá að eitthvað alvar- legt sé að. Margar rannsóknir á slíkum sjúklingum sýna að með nákvæmri skoðun og mati er hægt að lækna þá á tiltölulega einfaldan hátt, eða að minnsta kosti bæta líðan verulega (3-6). Meðferðin skal beinast að upp- runalega skaðanum en ekki að síðkomnu spennuástandi nema í litlum mæli. Auka þarf hreyfi- getu þeirra liða sem hafa skerta hreyfigetu og styrkjandi æfingar eiga við þar sem hryggjarliðir hreyfast of mikið. Hér hjálpa al- menn þjálfun og heilbrigt líf- erni. Upplýsingar til sjúklings um ástand líkamans eru ntikil- vægar og við nákvæmar vel gefnar skýringar léttir sjúklingi oft. Þetta er aðeins dæmi um eina mögulega orsök fyrir bak- verkjum en fjölbreytnin er mik- il. Það gefur auga leið að því fyrr sem sjúklingur fær góða með- ferð því minna verður vanda- málið og kostnaður þjóðfélags- ins þar með. Nýjar kennslubækur Á síðastliðnum árum hafa komið út nýjar kennslubækur í faginu. Má þar nefna ntjög góð- ar bækur eftir Bernt Ersson í Svíþjóð. Um þessar mundir koma út eftir hann fjórar bækur sem fjalla um mismunandi hluta líkamans. Fjallar fyrsta bókin um öxl, hnakka og brjóstkassa, önnur bókin um neðri hluta hryggjar og mjöðm, sú þriðja um olnboga og hendi og fjórða um hné og fót. Bækurnar eru skýrar og auðlesnar og henta vel sem uppflettirit. Þeir sem hafa vefið á námskeiðum í greininni hjá Bernt þekkja eflaust bæk- urnar, þar sem hér er um að ræða endurbætta útgáfu á því kennsluefni sem dreift er á nám- skeiðunum. Höfundi hefur tek- ist vel við gerð kennslubókar sem er ekki einungis góð fyrir menntun og endurmenntun lækna heldur einnig sjúkraþjálf- ara, hnykklækna, nuddara og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.