Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 64
572 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Lyfjamál 39 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlækni Viðmiðunarverð (reference price) - Breyttar reglur um greiðsluþátttöku almanna- trygginga í lyfjum, sem leitt geta til lækkunar á lyfjakostnaði sjúklinga og al- mannatrygginga. Þann 1. ágúst 1992 var sett í reglugerð ákvæði um hlutfalls- greiðslur sjúklinga í lyfjakostn- aði og fjölnotalyfseðla auk þess sem læknum var gert skylt að taka afstöðu til þess hvort af- greiða mætti ódýrasta samheita- lyf (svokallað R/S-kerfi). Þessar breytingar voru sam- ræmdar að því leyti að hlutfalls- greiðslu sjúklings fylgdi sú kvöð á lækna að taka afstöðu til af- hendingar ódýrasta samheita- lyfs á nýhönnuðum lyfseðli sam- fara þeirri kvöð lyfsala að af- henda ávallt ódýrasta samheitalyfið, ef læknir heimil- aði það. Nýtt form lyfseðils- eyðublaðs tók einnig gildi. Hinni nýi lyfseðill gaf kost á allt að fjórum afgreiðslum á sama lyfseðli. Þetta sparaði sjúklingi ekki einungis ferðir til læknis, heldur gaf honum einnig mögu- leika á að dreifa greiðslum fyrir lyf á lengri tímabil. Að undanförnu hefur árang- ur vegna R/S- kerfisins nokkuð fjarað út. Ráðherra hefur því undirritað tvær meðfylgjandi reglugerðir sem báðar miða að sama tilgangi og ætlunin var með R/S-kerfinu, það er að gefa sjúklingum og almannatrygg- ingum kost á ódýrari samheita- lyfjum, sé um slíka valmögu- leika að ræða. Fyrri reglugerðin tekur gildi 1. júlí 1995 en sam- kvæmt henni verður lyfjafræð- ingum gert skylt, með samþykki útgefanda lyfseðils, að kynna fyrir sjúklingum valmöguleika þegar ávísað er lyfi og samheita- lyf þess er skráð. Á þetta við um samsvarandi samheitalyfja- pakkningar þegar verðmunur á þeirri pakkningu sem ávísað er og þeirri ódýrustu er meiri en 5%. Sjúklingar geta þá sjálfir tekið ákvörðun um hvort þeir vilji dýrari eða ódýrari samsvar- andi samheitalyfjapakkningu. Vilji læknirinn af einhverjum ástæðum ekki að lyfjafræðingur kynni fyrir sjúklingi þessa val- möguleika verður hann að rita ® fyrir aftan heiti lyfsins. Þetta fyrirkomulag kemur í stað R/S- kerfisins. Síðari reglugerðin, sem er breyting á reglugerð um greiðslu almannatrygginga vegna lyfjakostnaðar, tekur gildi mánuði síðar en sú fyrri eða 1. ágúst næstkomandi. Breytingin hefur það í för með sér að tekið verður upp svokall- að viðmiðunarverð (reference price) sambærilegra samheita- lyfjapakkninga. Viðmiðunar- verðið er fundið út frá ódýrustu samsvarandi samheitalyfja- pakkningunni að viðbættum 5%. Greiðsluþátttaka almanna- trygginga miðast við viðmiðun- arverðið og verður óbreytt frá því sem nú er fyrir þær pakkn- ingar sem eru undir viðmiðun- arverðinu. Hins vegar er gert ráð fyrir að sjúklingar greiði þann mismun sem er á verði dýrari pakkninga og viðmiðun- arverðsins. Sjúklingurinn tekur sjálfur ákvörðun um hvort dýr- ari eða ódýrari kostur er valinn nema í þeim tilvikum sem lækn- irinn ritar ® fyrir aftan heiti lyfsins. Tekið skal fram að litið er á næstkomandi júlímánuð sem aðlögunartíma að breyttum reglum. Rétt er að undirstrika að á lista samsvarandi samheita- lyfjapakkningar sem gefinn verður út af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eru eingöngu þau lyf sem enginn ágreiningur er um að eru fylli- lega samsvarandi að gæðum. Á listanum eru bæði lyf sem sjúk- lingar greiða að hluta og að fullu sjálfir. Því getur breytt greiðslu- fyrirkomulag bæði lækkað kostnað sjúklinga og almanna- trygginga. Reynslan hefur einn- ig sýnt að í þeim löndum (til dæmis Danmörku, Noregi og Svíþjóð) sem hafa tekið upp svona fyrirkomulag hefur verð dýrari samheitalyfja lækkað fljótlega niður á viðmiðunar- verðið. Þetta hefur jafnvel gerst áður en reglur um viðmiðunar- verð hafa verið settar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.