Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 651 var til lægri lagbilsþrýstings (p=0,08). Eftir því sem sykursýkin hafði staðið lengur jukust augnbotnabreytingar (p<0,001), skerðing á titringsskyni (p<0,05), breytingar í ósjálfráða taugakerfinu (p<0,05) og stigun heildar- skemmda í taugakerfi, augum og nýrum (p<0,001), sem hafði þó ekki marktæka fylgni við blóðsykursstjórnun. Rannsóknin sýnir að sjúklingar með insúlínháða sykursýki eru oft með óeðlilega starfsemi í ósjálfráða og útlæga taugakerfinu, er versnar eftir því sem veikindin standa lengur, jafnvel þótt sjúklingar séu ein- kennalausir. Inngangur Sykursjúkir þróa með sér ýmsa langvarandi fylgikvilla í augum, nýrum, hjarta og æða- og taugakerfi, sem geta verið með eða án klín- ískra einkenna. Gæði sykurstjórnunar skipta verulegu máli varðandi tíðni og útbreiðslu fylgikvilla (1,2). Meðal alvarlegra afleiðinga langvarandi sykursýki eru starfsbreytingar í ósjálfráða taugakerfinu og hafa rannsóknir sýnt 27-56% 10 ára dánartíðni hjá sjúklingum með klínísk einkenni frá ósjálfráða taugakerf- inu (3,4). Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á taugaskaða hjá sykursjúkum en þær eru margvíslegar hvað varðar efnivið, aðferðir og niðurstöður. í sumum rannsóknum hefur verið blandað saman sjúklingum með insúlínháða og óháða sykursýki og einnig hafa verið teknir með sjúklingar með háþrýsting, nýrnabilun eða aðra sjúkdóma sem geta haft áhrif á niður- stöður (3,5). Nokkrar rannsóknir hafa þó met- ið skaða í ósjálfráða taugakerfinu hjá vel skil- greindum hópi sjúklinga með insúlínháða syk- ursýki (6,7). Hérlendis hefur aðeins verið framkvæmd ein rannsókn á ósjálfráða tauga- kerfinu hjá sykursjúkum. Var hún gerð með mælingum á sjáaldursvíkkun í myrkri (8). Til- gangur rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að meta algengi og alvarleika starfsbreyt- inga í ósjálfráða taugakerfinu og tengsl þeirra við aðra fylgikvilla og blóðsykursstjórnun hjá körlum með insúlínháða sykursýki. Efniviður og aðferðir Þýöi: í rannsókninni tók þátt 41 karlmaður á aldrinum 18-50 ára með insúlínháða sykursýki (tegund 1). Þeim var skipt í þrjá hópa eftir því hversu lengi þeir höfðu haft sykursýki: Hópur I; skemur en sjö ár (n=12), hópur II; sjö til 15 ár (n=14) og hópur III í 15 ár og lengur (n=15). Enginn sjúklinganna hafði klínísk einkenni um hjartasjúkdóm, háþrýsting (blóðþrýstingur =£140/90 mmHg) eða aðra þekkta sjúkdóma með áhrif á hjartastarfsemi. Til viðmiðunar voru rannsakaðir 18 heilbrigðir karlar er voru sambærilegir hvað varðar aldur, hæð, þyngd og hefðbundna áhættuþætti fyrir æðakölkun (tafla I). Enginn þátttakenda misnotaði áfengi, stundaði mikla líkamsþjálfun eða notaði lyf með virkni á hjarta, æða- eða taugakerfi. Allir gáfu samþykki sitt til þátttöku í rannsókninni eftir útskýringar á því í hverju hún fólst. Ferli sykursýkinnar og fylgikvillar voru skráð og Table I. Baseline characteristics of the study subjects and cardiovascular risk factors. Controls (n=18) All diabetics (n=4l) Age (years) 34 ± 9 34 ± 8 Age at onset of diabetes (years) — 21 ± 9 Duration of diabetes (years) — 13 ± 10 HbA1 (%) 5.5 ± 0.6 11.2 ± 2.7*** Systolic blood pressure (mmHg) 122 ± 10 125 ± 10 Diastolic blood pressure (mmHg) 79 ± 7 81 ± 8 Heart rate (beats/min) 69 ± 11 74 ± 11 Height (cm) 182 ± 7 180 ± 6 Weight (kg) 84 ± 15 82 ± 9 Body mass index (kg/m2) 25 ± 3 26 ± 3 Body surface area (m2) 2.1 ± 0.2 2.0 ± 0.1 Family history of heart disease (n(%)) 5(28) 14 (34) Positive smoking history (n(%)) 8 (44) 23 (56) Current smoker 3(16) 14 (34) Former smoker 5(28) 9 (22) Total cholesterol (mmol/liter) 5.4 ± 1.0 5.2 ± 1.0 HDL-cholesterol (mmol/liter) 1.3 ± 0.2 1.3 ± 0.3 Triglycerides (mmol/liter) 1.1 ± 0.4 1.1 ± 0.4 ***p<0.001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.