Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 669 Table III. Comparison of the advantages and disadvantages of conventional agglutination tests and class specific methods for detecting RF. Agglutination tests (Rheumaton, RAPA, Latex) Class specific tests (ELISA) Semiquantitative Quantitative Results expressed as titer Results expressed in units Different RF classes can not be measured Different RF classes can be measured Detects preferentially IgM RF Measures all RF classes Detects less than half of patients with only IgA RF and/or IgG RF Detects most patients with elevation of elevation of only IgA RF and/or IgG RF 70-80% of RA patients positive Up to 90% of RA patients positive Með ELISA aðferð er mögulegt að mæla sérstaklega magn einstakra gerða gigtarþátt- anna IgM, IgG og IgA. Fyrst er gert ELISA skimpróf sem greinir jöfnum höndum allar gerðir gigtarþátta (9). Sé það jákvætt er sér- staklega mælt niagn IgM, IgG og IgA gigtar- þátta. Niðurstöður prófanna eru gefnar í ein- ingum (arbitrary units/ml) og teljast sýni með meira en 25 einingar af IgM, IgG eða IgA gigtarþáttum jákvæð. I töflu III eru bornir saman helstu kostir og gallar kekkjunarprófa og ELISA prófsins. Meginkostur kekkjunarprófanna er að þau eru ódýr og einföld í framkvæmd. Ókostur er hins vegar að sjúklingar sem hafa hækkun á IgA eða IgG gigtarþáttum en ekki IgM, eru langflestir með neikvætt kekkjunarpróf (10). Þetta er slæmur ágalli eins og nánar verður vikið að síðar. Helsti kostur ELISA aðferðarinnar er sá að mögulegt er að mæla sérstaklega mismun- andi gerðir gigtarþátta og eru fleiri sjúklingar með iktsýki jákvæðir í ELISA prófinu en kekkj unarprófum. Greining gigtarsjúkdóma Hækkun á gigtarþáttum getur fundist hjá sjúklingum með iktsýki mörgum mánuðum eða jafnvel árum áður en sjúkdómseinkenni gera vart við sig og á það sérstaklega við um IgA og IgG gigtarþætti (3,6,11,12). Faralds- fræðilegar athuganir á iktsýki hafa sýnt að al- gengi sjúkdómsins er um það bil 10 sinnum hærra hjá þeim sem hafa hækkun bæði á IgM og IgA gigtarþáttum, en þeim sem einungis hafa hækkun á IgM gigtarþætti (mynd 1) (6,13). Hækkun á IgA gigtarþætti er þannig sértækari fyrir iktsýki heldur en hækkun á IgM gigtarþætti. Flestir sjúklingar sem komnir eru með ikt- sýki hafa hækkun á gigtarþáttum, bæði í kekkj- unarprófi og með ELISA aðferð. í flestum samanburðarrannsóknum eru 70-80% sjúk- linga með iktsýki jákvæðir í kekkjunarprófum en með ELISA aðferð eru þeir heldur fleiri, um eða yfir 90% (11,14,15). Hins vegar hafa margar rannsóknir sýnt að gigtarþættir eru oft hækkaðir í öðrum gigtarsjúkdómum en iktsýki (tafla IV). Þannig hafa sjúklingar með rauða úlfa, blandaðan bandvefssjúkdóm (MCTD), barnaliðagigt (JRA), heilkenni Sjögren’s og fleiri gigtarsjúkdóma iðulega hækkun á gigtar- þáttum, bæði í kekkjunarprófi og með ELISA aðferð. Hækkun á gigtarþáttum ein og sér er þannig ekki nægjanleg til að skera úr um það hvort sjúklingur sé haldinn iktsýki. Því er gagn- legt að athuga hvort sjúklingur er með hækkun á einni eða fleiri gerðum gigtarþátta. Lang- flestir sjúklingar með iktsýki hafa hækkun á tveimur eða þremur gerðum gigtarþátta, oftast bæði á IgM og IgA gigtarþáttum (13,16,17). 40-i (%) only (n=194) (n=39) (n=62) Fig. 1. Prevalence ofRA in relation to RFfindings (based on information from reference 11).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.