Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 42
676 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Árni Björnsson Hugmyndafræði lækna og lækninga í ágústhefti Læknablaðsins er grein eftir collega Pétur Péturs- son á Akureyri, einskonar eftir- máli eftir tilvísanadeiluna á liðnum vetri og vori. Eins og Pétur á ætt og vanda til segir hann meiningu sína tæpitungulaust og mættu fleiri gera það. Þó held ég að greinin hefði verið betri ef stóryrði hefðu verið notuð í meira hófi, en honum er enn heitt í hamsi. Meður því að mikið er rætt um hagsmuni í greininni, finnst mér ekki úr vegi að hagsmuna- laus collega, sem er nokkuð kunnugur innviðum íslenskrar læknisþjónustu og læknisfræði, láti aðeins til sín heyra. Petta getur meðal annars verið gagn- legt vegna þess að svari einhver Pétri í sama dúr er hætt við að umræðan fari útí skæting, læknastéttinni til lítils sóma, en þeim mun fleiri skröttum til skemmtunar, sérlega misvönd- uðum fjölmiðlum. Ég er mjög sammála Pétri um það að umræður um hagsmuni og hugmyndafræði lækna eigi að fara fram á síðum Lækna- blaðsins, sem ég á ómögulegt með að sjá annað en verði fram- vegis sem hingað til fræðslurit og málgagn allra lækna, þó leið- ir kunnu að skilja í hagsmuna- og félagsmálum. Þcgar rætt er um hugmynda- fræði er nauðsynlegt að hug- myndirnar séu skýrar og byggð- ar á traustum hugmyndafræði- legum grunni. í læknisfræði eru hugmyndir og markmið oft þokukennd. Á þetta ekki síst við um félagslega læknisfræði en þar er hlutverk læknisins ekki aðeins það að lækna sjúk- dóm hjá einstaklingi heldur einnig að sjá sjúkdóminn í víð- ara samhengi svo sem fjölskyldu eða samfélags. Menntun lækna hefur lengst af byggst á því að greina og lækna einstaka sjúk- dóma hjá einstaklingum og sér- hæfing í læknisfræði fremur fal- ist í því að þrengja sjónarsviðið en víkka það. Þær vinnuaðferðir sem sér- fræðingurinn notar beinast að því að leita sjúkdóms, meðal annars með því að útiloka aðra sjúkdóma hjá einstaklingi. Heimilislæknirinn sér sjúkdóm hjá einstaklingi fremur í ljósi umhverfis og félagslegra að- stæðna. Báðar vinnuaðferðirn- ar eiga jafnan rétt og því má spyrja hversvegna læknar sem hlotið hafa sömu eða svipaða grunnmenntun deila um það hvor skuli vera rétthærri. Eru læknar ekki að búa til faglegan ágreining sem byggist á allt öðru en fræðilegum forsendum og er- um við tilbúnir til að kryfja það til mergjar hvort hér er ekki um að ræða ágreining sem tengist hagsmunum, metnaði eða valdastreitu? Það eru mörg atriði í grein Péturs, sem nota má í raunveru- legri hugmyndafræðilegri um- ræðu, en til þess að svo megi verða, þarf að endurskoða ýmis gildi sem hann og aðrir hafa tal- ið sjálfsögð. Pétur byrjar á að nefna „við- kvæmar staðreyndir" og telur þar upp meðal annars oflækn- ingar, faglega vangetu, gróða- fýkn, lýðskrunt, ofnotkun lyfja og fleira. I slíkum tilvikum er í raun um að ræða brot á siðaregl- um. Fyrir slík brot ber að refsa og þar komum við að hug- myndafræðilegu grundvallar- atriði, en það er: Hvernig á að halda uppi aga innan stéttarinn- ar? Eru læknar tilbúnir til að ræða það í alvöru? „Rjómi'1 heimilislæknahóps- ins í LR er á „félagslegum verg- angi". Ljótt ef satt er, en að sjálfsögðu ber okkur skylda til að kryfja það til mergjar ef og þá hvers vegna menn eru svo óánægðir innan læknasamtak- anna, að þeir kjósa heldur „fé- lagslegan vergang". Eru læknar tilbúnir að gera það fordómalaust? Forsenda „vandaðra" heimil- islækninga er að allir landsmenn hafi eigin lækni. Hér eru tvær fullyrðingar. Annars vegar er fullyrt að eitthvað sé til sem heita „vandaðar“ heimilislækn- ingar. Eru heimilislæknar til- búnir í hugmyndafræðilega um- ræðu um „vandaðar" heimilis- lækningar? Hins vegar er fullyrt að allir landsmenn „verði“ að hafa eig- in lækni. Til þess að hægt sé að standa við þá fullyrðingu þarf að skoða hugmyndafræðilega grunninn undir henni, meðal annars með því að kanna hug- myndir neytenda um það hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.