Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 54
686 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Lyfjamál 41 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlækni Um notkun geðdeyfðar- lyfja (NA 06 A) íslendingar nota sem kunn- ugt er tvíhringlaga afbrigði geð- deyfðarlyfja (N 06 A B) mest allra Norðurlandaþjóða. Hér er átt við hin umtöluðu nýju geð- deyfðarlyf í flokki sérhæfðra blokkara serótónín endurupp- töku (SSRI = Selective Serot- onin Reuptake Inhibitors). I þessum flokki eru þrjú lyf: Flú- oxetín, Cítalópram og Paroxet- ín. Samheitalyf sem skráð eru hér á landi og innihalda Flúox- etín eru: Flúoxín frá Lyfjaversl- un íslands, Fontex frá Eli Lilly, Seról frá Omega farma og Ting- us frá Delta hf. Sérlyfið Cipra- mil frá Lundbeck inniheldur Cítalópram og sérlyfið Seroxat frá Novo Nordisk inniheldur Paroxetín. Samkvæmt tölum Hagstofu Islands voru67,4% landsmanna 20 ára og eldri í desember 1994. Ef það hlutfall er reiknað sem hugsanlegir notendur geð- deyfðarlyfja, þá munu um 4,2% landsmanna yfir 20 ára aldri vera að staðaldri á geðdeyfðar- lyfjum, þar af um helmingur eða 2,2% á SSRI miðað við neyslu- tölur á síðasta ársfjórðungi 1994 og skilgreinda meðaldag- skammta WHO (DDD). Kom- ið hefur fram að frá árinu 1988 þegar fyrsta SSRI-lyfið (Font- ex) var skráð hér á landi hafa þessi lyf verið hrein viðbót við notkun annarra geðdeyfðarlyfja (Lyfjamál 33, Læknablaðið 1994; 80:490) og að notkunin hefur stöðugt aukist. Þessi aukning kostar okkur nú um 250 milljónir á ári. Bæði of- og vannotkun í Danmörku hafa SSRI-lyf verið kölluð „hamingjupillan" („lykkepillen“ eða „humörta- bletten“). Danski læknirinn Jens-Ulrik Rosholm hefur rannsakað notkun geðdeyfðar- lyfja í Danmörku og kemst að þeirri niðurstöðu að hluti þung- lyndissjúklinga fái ekki geð- deyfðarlyf en að um helmingur þeirra sjúklinga sem fái geð- deyfðarlyf þjáist ekki af geð- deyfð. Rannsóknin nefnist „Antidepressiva i almen praks- is“ og er doktorsverkefni Ros- holms. Niðurstöður hennar eru birtar í Ugeskrift for læger (1995; 157: 4150-3). Rannsókn- in byggir á viðtölum við 12 starf- andi lækna í Oðinsvéum og 98 notendur geðdeyfðarlyfja valda af handahófi. Af þessum 98 voru aðeins 23 sjúkdómsgreind- ir með eiginlega geðdeyfð, 16 fengu geðdeyfðarlyf sem fyrir- byggjandi meðferð en aðrir vegna tilhneigingar til þung- lyndis. í 23 tilfellum taldi lækn- irinn ávísun á geðdeyfðarlyf vera vafasama eða óþarfa og sjúklingunum væri betur þjónað með því að sleppa lyfjameðferð. I þessum tilfellum hafði hins vegar verið látið undan þrýst- ingi frá sjúklingunum. Rosholm er þeirrar skoðunar að ávísanir heimilislækna á geðdeyfðarlyf séu almennt byggðar á vafasöm- um grunni og það sé meginskýr- ingin á gríðarlegri aukningu á notkun þessara lyfja á undan- förnum árum. Pessi lyf hafi gert svona mikla lukku vegna þess að heimilislæknar sem eiga erf- itt með að greina og meðhöndla þunglyndi ávísi gjarnan að lítt athuguðu máli á „hamingjupill- una“ og að lyfjaiðnaðurinn hafi notfært sér þá staðreynd við markaðssetningu þessara lyfja. Pessi rannsókn vekur upp þá spurningu hvort hamingjusam- asta þjóð í heimi þurfi að nota „hamingjupilluna“ mest allra Norðurlandaþjóða? (Auglýsing)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.