Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 23

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 785 Gtista Forssell (1876-1950). Forssell var einn virtasti braut- ryðjandi og baráttwnaður röntgenfrœðanna á Norðttrlönd- wn. Claessen og Forssell bundust snemma traustum vináttu- böndum sem héldust meðan báðir lifðu. ákveðinni kennsluskyldu við læknadeild. Það virðist ekki hafa verið skoðun deildarinnar, að kennsla í geislalækningum hefði forgang og var Claessen settur kennari í lífeðlisfræði frá 1915 til 1918 og síðar frá 1923 til 1928. Röntgenstofnun Háskóla íslands 1914 Fljótlega eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin að veita 6000 dönskum krónum til tækja- kaupa fór Claessen á stúfana að leita uppi besta búnað, sem unnt væri að fá fyrir þá upp- hæð. Hann fór til Berlínar og heimsótti hinn þekkta Charité spítala, og hvort sem það var vegna áhrifa starfsbræðra hans þar eða fyrir tilstilli vinar hans og kennara Gösta Forssell, þá tókust hagstæð kaup með honum og fyrir- tækinu Siemens & Halske. Fékk hann þar nauðsynlegan grunnbúnað. Um var að ræða geislalampa af nýrri gerð og virðist sá hafa verið framleiddur af mjög þekktu fyrirtæki þess tíma, Reiniger, Gebers & Schall, auk há- spennubreytis, sem samkvæmt því sem Claes- sen hefur skráð hjá sér, gat framleitt frá 20 til 120 kílóvolt. Viðbótarbúnaður, sennilega skoðanabekkur og skyggniskermur, fengust frá tveimur dönskum fyrirtækjum í Kaup- mannahöfn. Þótt háskólinn hefði aðstoðað við fjármögn- un og væri í fyrstu fús til að styðja framkvæmdir og rekstur, lenti Claessen í nokkrum vandræð- um með að finna geislabúnaði sínum húsnæði. Af ástæðum sem síðar greinir varð að leita að húsplássi á tiltölulega takmörkuðu svæði í hin- um litla miðbæ Reykjavíkur. Ekki er ljóst hvort fordómar eða geislahræðsla áttu þar hlut að máli. Að lokum bauð Guðmundur Hannes- son prófessor Claessen aðstöðu í nýbyggðu íbúðarhúsi sínu við Hverfisgötu 12. Húsplássið sem hann fékk leigt var á tveimur hæðum, á jarðhæð var aðstaða fyrir litla dimmstofu til framköllunar filma, en á fyrstu hæð eitt her- bergi 4,4 x 4 m:, ásamt lítilli biðstofu. Claessen skýrir frá því, er hann síðar lýsir þessum húsakynnum, að þrengsli hafi verið svo mikil að ekki var hægt að koma sjúklingi á börum að tækjunum, og hefur slíkt vissulega verið starfseminni nokkur Þrándur í Götu. Á þessum árum voru háspennuleiðslur í besta falli heldur illa einangraðar og þrengdi það enn að nýtilegu plássi. Enginn orkugjafi fylgdi með tækjunum. Engin rafstöð var komin upp í Reykjavík, ef frá er talinn gufudrifinn rafall í eigu timbur- verkstæðis Völundar, en það var staðsett um 300 metrum austan við hús Guðmundar Hann- essonar. Claessen náði samkomulagi við frændur sína á þeim bæ og rafstrengur var lagð- ur frá Völundi að Hverfisgötu 12. Hverfisgata 12, hús Gudmundar Hannessonar prófessors. Hér hóf Claessen röntgenstarfsemi sína. Fyrsta myndin var tekin 3. febrúar 1914.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.