Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 737 Misminni í æviágripi? Út er komið hjá Læknablað- inu Fylgirit 30, júlí 1995, og er það æviágrip dr. Sigurðar Sam- úelssonar prófessors. Ekki ætla ég að ritdæma ritling þennan, en aðeins leiðrétta missagnir um baráttu okkar Sigurðar í desember 1952 og janúar 1953 við að fá kaup okkar hjá Land- spítalanum hækkað. Skulu því birt þau bréf sem fóru á milli heilbrigðisyfirvalda og okkar Sigurðar þessu viðvíkjandi. Til upplýsingar fyrir einkum yngri lækna er rétt að fara nokkrum orðum um kjör og að- stöðu lækna, sem óskuðu að vinna aðallega á spítala. Þegar sú kynslóð lækna, sem við Sigurður tilheyrðum, kom heim frá framhaldsnámi (ég starfaði í Danmörku frá 1. júlí 1937 til áramóta 1945-46. Um Sigurð vísast til fylgiritsins) var engin hefð komin á hér á landi um aðstöðu og kjör þess hóps lækna, sem kaus að vinna á spít- ala. I stuttu máli virtust viðhorf heilbrigðisyfirvalda, flestra lækna sem fyrir voru og alls al- mennings þessi: Þú átt að opna læknastofu og stunda heimilis- lækningar, safna eins mörgum sjúklingum (númerum í sjúkra- samlaginu) eins og þú getur og treystir þér til að sinna og hafa af því lífsviðurværi fyrir þig og fjölskyldu. Ef þú vilt vinna á spítala ber að líta á það sem „hobbý“ og þú getur ekki ætlast til að fyrir það sé greitt neitt að ráði. Okkur Sigurði líkaði ekki þetta fyrirkomulag og vildum fá því breytt. Ræddum við mikið um þetta, bæði á spítalanum og líka kvöldstundir á heimili Lov- ísu og Sigurðar eða heima hjá okkur Ingeborg. Fleiri „ung- læknar“ voru svipaðs sinnis, nefni ég til dæmis Theodór Skúlason, sem ég met einna mest þeirra lækna sem ég hefi unnið með. Eftirfarandi bréf milli okkar Sigurðar og viðsemjenda okkar svna hvernig þessi barátta gekk. Oskhyggja og bollaleggingar nærri hálfri öld síðar breyta þar engu um (sjá blaðsíðu 35 í fylgi- ritinu): Reykjavík 11. janúar 1953 Herra heilbrigðisráðherra Steingrímur Steinþórsson Reykjavík Þann 10. desember 1952 send- um við undirritaðir bréf það, sem hér fer á eftir í afriti. „Til stjórnarnefndar Ríkisspít- alanna Reykjavík. Við undirritaðir leyfum okkur hér með að fara fram á, að kaup okkar fyrir spítalavinnu við Landspítalann verði hækkað. Teldum við sanngjarnt, að tekj- ur af spítalavinnu okkar vœru það háar, að við gœtum lifað af þeim einum, án þess að hafa önnur launuð störf. Efekki er talið fœrt að hœkka kaup okkar það mikið, viljum við stinga upp á til vara kr. 2.000,00 - tvöþúsund króna - hœkkun á mánuðifrá þvísem nú er, auk fríðinda sem síðar munu nefnd. Til stuðnings þessari málaleit- an skal bent á eftirfarandi. Störfum okkar á spítalanum er þannig háttað, að dagleg vinna hefst kl. 8-9 og stendur til kl. 14-15 (án þess að tekinn sé matmálstími), og 1-2 klst. kvöldstofugangur annan hvern dag. Aukþess vakt annan hvern sólarhring með þeirri vinnu, sem tilfelst utan reglulegs vinnu- tíma. A lyflœknisdeildinni er föst vakt annan hvern sunnu- dag. A handlœknisdeild er föst vakt einn sunnudag af hverjum fjórum, en bakvakt einn sunnu- dag af hverjum fjórum, með því að prófessorinn og 1. aðstoðar- lœknir skiptast á um að vera til- tœkir þá sunnudaga, sem 2. að- stoðarlœknir hefir vakt. Prófessorarnir á handlœknis- og lyflœknisdeild hafa fyrir nokkru gefið skýrslu tilforstjóra Ríkisspítalanna um starfstíma lœknanna. Taldist þeim svo til, að við hefðum starfstíma sem hér segir: 1. aðstoðarlœknir lyflæknis- deildar: 38 klst. fasta vinnu + 65 klst. vaktskyldu á viku. 1. aðstoðarlœknir handlœkn- isdeildar: 45 klst. fasta vinnu + 56 klst. vaktskyldu vikulega. Engir opinberir starfsmenn í sama launaflokki hafa þvílíkan vinnutíma eða vaktþjónustu. - Pessa yfirvinnu verður að okkar dómi að meta til fjár. íþessu sambandi þykir rétt að benda á, að við höfum árum saman dvalið erlendis við sultar- kjör, og beinlínis stofnað til skulda, meðan við stunduðum framhaldsnám í læknisfræði, og er því enn meiri ástœða til að launa þessi störf sómasamlega. Þessi vanborgun, sem hingað til hefir tíðkast, neyðir okkur til að stunda meiri privatprakis, en œskilegt vœri. Tími verðurþvíof naumur til lesturs tímarita og annarra frœðiiðkana, sem nauð- synlegar eru starfi okkar við spítalann. Okkur er fyllilega Ijóst, að það er ekki á valdi stjórnar- nefndar Ríkisspítalanna að flytja okkur í hœrri launaflokk. Viljum við því leyfa okkur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.