Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 70

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 70
738 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 benda á leiðir til að bœta okkur upp hin lágu laun. Það er alkunna að mörgum opinberum starfsmönnum erséð fyrir bílakosti af þeim stofnun- um, sem þeir vinna við. - Það er œtlast til, að við mœtum á spítal- anum á vaktdegi okkar, hvort heldur á nóttu eða degi, með sem styztum fyrirvara. Viljum við því mælast til, að Landspítalinn greiði bílakostnað okkar í sam- rœmi við það, sem margar aðrar ríkisstofnanir gera. Okkur er greiddur húsaieigu- styrkur, sem nemur kr. 450,00 á mánuði, eða sem svarar leigu eins sœmilegs herbergis. Eðli- legast vœri, að fastráðnir iœknar spítalans hefðu embœttisbústað á lóðinni, en fyrst svo er ekki, œtti að greiða húsaleigu þeirra að fullu. Þá viljum við mœlast til, að okkur verði veitt leyfi frá störf- um með fullum launum nokkra mánuði, t.d. þriðja hvert ár, ásamt styrk til utanfarar, enda vœru ferðirnar að sjálfsögðu farnar til að kynnast nýjungum í lœknisfræði. Virðingarfyllst. Sigurður Samúlesson (sign.) Friðrik Einarsson (sign.)“ Okkur er kunnugt um, að stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hefir haft bréfþetta til meðferðar áfundi sínum. Þann 7. þ.m. fór- um við því til fundar við for- manns nefndarinnar, Vilmund landlœkni Jónsson, til þess að grennslast eftir undirtektum nefndarinnar. Landlæknir lét ótvírœtt í Ijós, að hann mundi ekki leggja til við nefndina, að hún kæmi sérstaklega til móts við nein af tilmælum okkar, heldur vísaði hann okkur til heil- brigðismálaráðherra og fjár- málaráðherra með erindið. Við viljum því hér með leyfa okkur að senda yður, herra heil- brigðismálaráðherra, erindi þetta með ósk um, að reynt verði á sanngjarnan hátt að leysa úr þessari málaleitun. Jafnframt höfum við sentfjár- málaráðherra, hr Eysteini Jóns- syni, samhljóða bréf. Virðingarfyllst. Sigurður Samúelsson Friðrik Einarsson. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Reykjavík 3. september 1953. Eftirviðtöku bréfsyðar, herra lœknir, og Sigurðar Samúels- sonar, dags. 11. jan. þ.á., þar sem þið farið fram á kjarabætur, m.a. mánaðarlaun ykkar verði hækkuð um kr. 2.000,00, tekur ráðuneytið fram, að það getur eigi orðið við þessari málaleitan, en hefur hinsvegar ákveðið, að greiða ykkur hvorum um sig kr. 12.000,00 á ári í bílastyrk og mun skrifstofu ríkisspítalanna falið að annast þœr greiðslur frá 1. jan. sl. að telja. Steingrímur Steinþórsson (sign.) Gústav A. Jónasson (sign.) Til hr. læknis Friðrik Einarssonar, Reykjavík Um 100 krónurnar sem Sig- urður segist hafa fengið greidd- ar fyrir næturvaktir, er það ekki rétt. Sjá eftirfarandi yfirlýsingu: „Það vottast hér með aðfrá og með 1. janúar 1953 samþykkti dóms- og kirkjumálaráðherra greiðslu á bílastyrk kr. 12.000, - á ári til lœknanna Sigurðar Samú- elssonar dr. med og Friðriks Einarssonar dr. med. Þeir gegndu þá hvor um sig stöðu 1. aðstoðarlœknis á lyflœkninga- og handlækningadeildum Landspítalans. Engar aðrar breytingar urðu á launum þeirra á þessum árum (þ.e. 1950 til 1955). Reykjavík 21. ágúst 1996 f.h. launadeildar Ríkisspítala, Guðlaug Björnsdóttir, starfs- mannastjóri (sign.)“ Sigurður segir (bls 35) „Frumkvæðið kom ekki frá læknafélögunum“. Þetta errétt. í stjórn L.R. 18.4. 1950 til 11.3. 1953 voru: Kristinn Stefánsson formaður, Sigurður Samúelsson ritari, Friðrik Einarsson gjaldkeri. Aldrei var imprað á launamál okkar Sigurðar á stjórnarfund- um eða þau rædd. GLÆTAN! Þemadagur um unglinga verður haldinn á veg- um umboðsfyrirtækja THORARENSEN LYF þann 16. nóvember 1996 í samvinnu við fræðslunefnd Félags íslenskra heimilslækna. Thorarensen Lyf Dr. Friðrik Einarsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.