Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 10

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 10
554 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 verða eftirsóknarverðari en önnur fagleg áhugamál, af því sprettur áðurnefndur aka- demískur andi. Ýmsir fleiri þættir koma til álita og auðvitað eru þarfir og áherslur mismunandi eftir sér- greinum. Ljóst er þó að við þurfum að treysta meira á okkur sjálf í nánustu framtíð og þeir tímar eru að líða, að við getum treyst öðrum þjóðum eingöngu fyrir sérmenntum lækna. Við höfum hins vegar allar forsendur til að gera vel sjálf að því marki sem okkur hentar. Meira að segja er ekki fráleitt að halda fram að við getum komið upp besta framhaldsnámi á Norðurlöndum í stærstu sérgreinum. Slíkt ger- ist hins vegar ekki af sjálfu sér, til þess þarf áhuga og þátttöku allra lækna. Sigurður Guömundsson Ritstjórnargrein Sláum vörð um málfrelsið Læknablaðið vekur athygli á málfrelsinu sem einum af hornsteinum mannréttinda. I nágrannalöndum okkar, Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru nýleg dæmi um að vinnuveit- endur lækna eða yfirvöld hafi reynt að hefta tjáningarfrelsi lækna sem af ýmsum ástæðum hafa gagnrýnt sparnað í heilbrigðiskerfinu og afleiðingar takmarkaðra fjárveitinga til heilsu- gæslu og umönnunar sjúklinga og aldraðra. Þó að dæmin séu ljós erlendis um að reynt hafi verið að þagga niður í læknum sem blöskrað hafi niðurskurðurinn gætu tilvikin verið fleiri en þau sem komast í hámæli. Hvernig er þess- um málum háttað hér á landi? Þetta mál kom til umræðu á fundi ritstjórna norrænu læknablaðanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í júní síðastliðnum. Lyktir þeirrar umræðu urðu að ritstjórarnir voru sam- mála um að birta eftirfarandi til varnar mál- frelsi lækna: „Lœkni sem tekur eftir aðstœðum, sem hann telur lœknisfrœðilega óverjandi, ber að láta í Ijósi skoðun sína um þetta með þvi að taka þátt í opinberri umrœðu um málið. Pátttaka lcekna í opinberri umræðu skal eiga sér stað í Ijósi almennrar ábyrgðar um málfrelsi. Petta málfrelsi má ekki takmarka þannig að beitt verði skerðingum eða refsingum af hálfu opinberra yfirvalda eða við stöðuráðn- ingar. Norrœnu læknablöðin vilja eins og hœgt er stuðla að því að tryggja lœknum tjáningar- ábyrgð og málfrelsi með því að œtla þeim sérstakt rými í blöðunum. “ Að sjálfsögðu eru gerðar kröfur um fram- setningu og sannleiksgildi mála sem flutt eru á opinberum vettvangi. Þegar læknar tjá sig um heilbrigðismál í fjölmiðlum þarf að gæta þess að almenningur hefur ekki þá sérþekkingu sem læknar hafa á heilbrigðiskerfinu eða sjúkdóm- um en það kallar á nákvæmni og alúð í fram- setningu. Til þess að koma í veg fyrir misskiln- ing getur læknir þurft að taka fram að hann sé að tjá eigin skoðun á málum en sé til dæmis ekki talsmaður sjúkrahúss eða heilbrigðis- stofnunar sem hann vinnur við. Stíll og rithátt- ur lækna er ýmiss konar, stundum bókstaflegur en annað veifið í ádeiluformi og dæmi eigum við hér á landi um að sumum þyki kímni eða kaldhæðni ótilhlýðileg. Ritstjórar norrænu læknablaðanna vilja leggja málfrelsinu lið með því að ráðstafa rými fyrir greinar og bréf lækna. Slíkt kemur engan veginn í stað umfjöllunar í fjölmiðlum sem hafa stærri útbreiðslu svo sem dagblöðum og ljós- vakamiðlum. Læknisfræðileg sjónarmið eru nauðsynleg forsenda heilbrigðispólitískrar um- ræðu. Vilhjálmur Rafnsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.