Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1997, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.09.1997, Qupperneq 48
588 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 588-9 Til íhugunar Notkun tölvutækra gagna og margmiðlunar við kennslu í klínískri lyflæknisfræði Ólafur Baldursson, Davíö O. Arnar Kennsla í klínískri lyflæknisfræði er að mestu leyti byggð á því að nemendur hafi um- sjón með sjúklingum í samvinnu við kennara sína og getur fátt komið í stað dýrmætrar reynslu þegar læknar standa frammi fyrir erfið- um tilfellum síðar á ferli sínum. Reynsla læknanema og unglækna á íslandi er ólík reynslu starfsfélaga þeirra við erlend háskóla- sjúkrahús þar sem flókin og viðamikil tilfelli eru gjarnan fleiri. Á síðustu árum hafa verið sett á stofn tölvutæk gagnasöfn til notkunar í kennslu fyrir lækna og læknanema til þess að veita nokkurs konar sýndarreynslu í meðferð erfiðra sjúkratilfella til viðbótar hinni raun- verulegu reynslu. Leiða má að því líkur að þessi kennsluaðferð gæti nýst sérstaklega vel á íslandi þar sem sjúkratilfelli eru hlutfallslega fá og verið góð viðbót við klíníska kennslu lækna- nema og aðstoðarlækna. Tölvutæk kennslugögn (computerized educational programs) hafa ýmsa kosti sem ekki prýða hefðbundnar kennsluaðferðir (1). Nefna má hve auðvelt er að geyma og bæta við nýjum upplýsingum sem er sérlega mikilvægt í læknisfræði þar sem framfarir og breytingar í greiningu og meðferð sjúkdóma eru örar. Hvað notendur varðar, er kostur að geta valið hvenær, hvar og hversu hratt menn fara yfir kennsluefnið. Einnig geta nemendur auðveld- lega valið og farið yfir þá þætti kennsluefnisins sem þeim liggur mest á að stunda á hverjum tíma. Að auki hefur verið sýnt fram á að tölvu- tækt kennsluefni í læknisfræði er að minnsta kosti jafnskilvirkt ef ekki betra til námsárang- urs en hefðbundið fyrirlestrahald og kennslu- bækur (2-6). Kostirnir njóta sín sérlega vel við Frá University of lowa Hospitals and Clinics. kennslu í klínískri læknisfræði þar sem marg- miðlun er ómetanlegt hjálpartæki til skilnings á margþættum sjúkdómstilfellum. Sem einfalt dærni má nefna lungnabólgutilfelli: Fyrst eru sjúkrasaga og skoðun rakin á venjulegan hátt og í kaflanum um skoðun er unnt að setja inn þau lungnahljóð sem búast mætti við að heyrð- ust með hlustpípunni. Röntgenmyndir af til- fellinu er auðvelt að sýna og útskýra, svo og myndir af hrákasýni með þeim bakteríum sem lungnabólgunni valda. Einnig mætti sýna myndband af berkjuspeglun ef lungnabólgan stæði til dæmis í sambandi við æxli í berkjum. Við þetta er kjörið að hnýta umræðu um helstu tegundir lungnabólgu og mætti þá aftur sýna röntgenmyndir og fleira sem við á. Petta gerir nemendum kleift að fá nokkra tilfinningu fyrir sjúkratilfellum, án þess að sjá raunverulegan sjúkling og lesa að auki ýmsan fróðleik um viðkomandi sjúkdóm. Því flóknari sem tilfellin eru, þeim mun betur nýtist ntargmiðlunin. Kennsluefnið má skipuleggja á marga mismun- andi vegu. Dæmi um þetta er að finna við háskólasjúkrahúsið í Iowa, þar sem „The Virtual Hospital" (http://www.vh.org/), eða Sýndarsjúkrahúsið eins og við höfum kosið að nefna það, hefur verið sett saman og birt á veraldarvefnum. Höfundar þess eru frum- kvöðlar á þessu sviði en á síðustu árum hafa fjölmörg gagnasöfn af svipuðu tagi verið tekin saman. Sýndarsjúkrahúsið hefur verið notað talsvert við kennslu læknanema og unglækna með góðum árangri og er nýlegt dæmi að finna í tilfelli um histoplasma lungnabólgu (7). Rétt væri að athuga gaumgæfilega stofnun tölvutæks gagnasafns til kennslu í klínískri lyf- læknisfræði við Háskóla íslands. Höfundar hafa tiltölulega greiðan aðgang að frumkvöðl- urn á þessu sviði hér við háskólasjúkrahúsið í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.