Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 26
412 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 (löglegra og ólöglegra lyfja) og jafnvel búsetu í borg eða sveit. Hingað til hefur þó ekki verið unnt að sjá skýrt samhengi þarna á milli. Ein rannsókn hefur sýnt möguleg tengsl milli notk- unar salísýlata, sýndar- (pseudo-) efedríns og fenýlprópanólamíns og kviðarklofa, en ekki neyslu getnaðarvarnapillu eða andhistamín- lyfja (7). Önnur rannsókn sýndi tengsl við neyslu salísýlata og getnaðarvarnarpillu (8). Neysla kókaíns og amfetamíns hefur einnig verið tengd kviðarklofa. Athyglisvert er að fyrstnefndu lyfin þrjú hafa öll áhrif á æðar, því sú kenning um myndun kviðarklofa sem flestir aðhyllast er sú að blóðrásartruflun verði í byrj- un meðgöngu, sem valdi því að kviðurinn lok- ist ekki. A sama hátt er talið að þrengsli og lok- anir á görn, séu til komnar vegna blóðrásar- truflunar til garnahlutans sem þrýstist út um þröngt kviðarholsgatið (9). Garnir barna með kviðarklofa eru oft með fíbríni og bandvefsskánum. Þetta gerist seint á meðgöngunni, eða eftir 30. viku, og er í bein- um tengslum við breytingu á efnasamsetningu legvatns eftir að nýru fóstursins taka að starfa (9). Einnig er oft langvarandi garnalömun hjá þessum börnum, sem er ýmist talin vera vegna súrefnisþurrðar í garnaveggnum á síðustu vikum meðgöngu eða vegna langvarandi ert- ingar af legvatni eftir að nýrnastarfsemi fóst- ursins er byrjuð (5,10). EUROCAT, skráning á fæðingum í Evrópu, 1980-1990 leiddi í ljós að tíðni á kviðarklofa var 0,94 á 10.000 fæðingar. Kviðarklofi var eini galli í 79% tilfella, en þess má geta að fjórðungi meðgangna lauk með fóstureyðingu (26,5%) (11). Það máþó geta þess, að tíðni inn- an Evrópu er mismunandi eftir landsvæðum, sem bæði getur verið vegna umhverfisáhrifa og erfða. Tíðni hér á landi var því tæplega þrefalt hærri en annars staðar í Evrópu, eða 2,59/ 10.000. Börn sem fæðast með kviðarklofa eru oft léttburar (12), meðalþyngd í okkar rann- sókn var 2615 g, en meðalmeðgöngulengd 37 vikur. Meðalþyngd fullburða barna, það er eftir 38-40 vikna meðgöngu, var 3115 g. Þessi vaxt- arskerðing hefur ekki verið skýrð. Konum sem ganga með börn með kviðar- klofa hefur ekki verið boðið upp á fóstureyð- ingu hér og er rannsóknin því óvalin. Má því álykta að árangur hér sé vel ásættanlegur. Dán- artíðni var 10,7% (95% vikmörk 2,3-28,2), sem er að fullu sambærilegt við það sem best gerist erlendis (4-30% dánarhlutfall) (2,3,13). Hér á landi var tekin upp reglubundin óm- skoðun á 19. viku árið 1985. Frá þeim tíma hafa níu börn greinst við ómun á 19. viku og eitt barn greindist skömmu fyrir fæðingu á röntgenmynd. Utan Reykjavíkur greindist ekk- ert barn með ómun. Frá því að reglubundin óm- un hófst hefur eitt bam ekki greinst fyrir fæð- ingu í Reykjavík. Fyrra tímabilið greindust börnin við fæðingu og þau fæddust með eðli- legum hætti, utan eitt sem tekið var með bráða- keisara. Frá því ómskoðun hófst hafa einungis tvö börn, sem greindust fyrir fæðingu, fæðst með eðlilegum hætti, hin hafa verið tekin með keisaraskurði, ýmist val- eða bráðakeisara. Samanburður á tegund fæðingar, það er keis- araskurði eða eðlilegri fæðingu, hefur ekki sýnt fram á mun á árangri (13-15). Jafnvel hefur verið sýnt fram á verri árangur eftir keisara- skurð (16). Arangur hér er sambærilegur, með- allegutími eftir keisaraskurð er 75 dagar (mið- tala 28 dagar), en 50,5 dagar eftir eðlilega fæð- ingu (miðtala 31 dagur). Legutími eftir aðgerð- artegund er einnig sambærilegur. Meðallegu- tími eftir lokun strax er 68 dagar (miðtala 26 dagar), en eftir lokun að hætti Schusters 49 dag- ar (miðtala 31 dagur). Meðallegutími fullburða barna (meðgöngulengd 37 vikur eða meira (n=19)) var 33 dagar (14-77 dagar, miðtala 26 dagar), en meðallegutími fyrirbura (börn fædd eftir 36 vikna meðgöngu eða skemmri (n=9)) var 109,5 dagar (24-351 dagur; miðtala 105 dagar). Meðalþyngd fyrirbura var 1849 g (bil 1500- 2670 g). Fjögur þeirra höfðu þrengsli eða lokun á görn (2+2), tvö höfðu drep í görn við fæð- ingu, hvorugt þó með lokun eða þrengsli á görn. Fjögur fengu blóðsýkingu og/eða heila- himnubólgu og tvö þeirra dóu. Því má álykta að þessi börn séu veikari í upphafi og um leið er þeim hættara við fylgikvillum. Ætti því að forðast að láta þessi börn fæðast fyrir 38 vikna meðgöngu þrátt fyrir vaxtarskerðingu, ef blóð- flæði til fylgju er nægilegt. Eina fullburða barnið sem dó fékk neðri hol- æðarheilkenni vegna of mikils kviðarhols- þrýstings eftir lokun á kviðveggnum. Ýmislegt bendir til þess að koma megi í veg fyrir slíka fylgikvilla með því að mæla þrýsting inni í þvagblöðru. Ef hann fer yfir 20 mm kvikasilf- urs er talin hætta á blóðrásartruflun, með eða án neðri holæðarheilkennis, sem leiði til dreps á görn, truflunar á nýrnastarfsemi og losts (17). Mælingin gæti því verið leiðbeinandi bæði inni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.