Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 62
444 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 gegn því að sjúklingur greiði fyrir sína heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa! ísland sker sig einnig úr fyrir það að óheimilt verður og ekki gerlegt að ná út upp- lýsingum um einstaklinga. Olíkt því sem gerist í öðrum sambærilegum gagnagrunn- um, þar sem starfsfólk með- höndlar heilsufarsupplýsingar tengdar persónuauðkennum, þá mun starfsfólk miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði aldrei hafa aðgang að persónuauðkennum. Af þessu öllu má draga þá ályktun að hugmyndin um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði er síður en svo ný af nálinni og hefur víða verið hrint í framkvæmd. Hvergi er þó gengið eins langt í að tryggja persónuvernd, eftirlit og siðfræðilega umfjöllun en einmitt í íslensku lögunum um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Ein spurning að lokum. Tel- ur stjórn LI það góða meðferð á árgjöldum telagsmanna að senda fulltrúa félagsins alla leið til Chile á fund WMA með þannig málatilbúnað af hálfu stjórnar, að svörin, sem veitt eru, snerta lítið eða ekk- ert þau álitamál, sem mest hafa brunnið á mönnum? ■CXELON (rivastigmine) Novartis, 970336 HYLKI; N 07 A A 06 R 0 Athugið: Þetta erstytt útgáfa af sérlyfjaskrártexta. Heildartexta má nálgasthjá umboðsaðila. Hvert hylki inni-heldur: Rivastigmine INN, tartrat 1,5 mg, 3 mg, 4,5 mg eða 6 mg. Ábendingan Meðferð sjúklinga með væg eða meðal alvarleg vitglöp af Alzheimer gerð. Skammtar: Gjöf lyfsins: Lyfið skal gefa tvisvar sinnum á dag, með morgunverði og kvöldverði. Upphafsskammtur: 1,5 mg tvisvar sinnum á dag. Sjúklingar sem vitað er að eru sérlega næmir fyrir áhrifum kólínvirkra lyfja ættu að byrja með 1,5 mg einu sinni á dag. Aðlögun skammta: Ráðlagður byrjunarskammtur er 1,5 mg tvisvar á dag. Ef þessi skammtur þolist vel í a.m.k. tvær vikur, má auka skammtinn í 3 mg tvisvar sinnum á dag. Áframhaldandi aukning í 4,5 mg og síðan 6 mg tvisvar sinnnum á dag á einnig að byggjast á því að viðkomandi hafi þolað vel fyrri skammt í a.m.k. tvær vikur. Ef óæskilegar aukaverkanir gera vart við sig á meðan á meðferð stendur t.d. ógleði, uppköst, kviðverkir eða lystarleysi eða þyngdartap á sér stað, gæti dugað að sleppa einum eða fleiri skömmtum. Ef aukaverkanimar hverfa hins vegar ekki, ætti að minnka daglegan skammt í það sem áður þoldist vel. Viðhaldsskammtur: 1,5-6 mg tvisvar sinnum á dag; til að ná mesta mögulega árangri ættu sjúkingar að vera á stærsta skammti sem þeir þola vel. Ráðlagður hámarksdagskammtur: 6 mg tvisvar sinnum á dag. Notkun hjá sjúklingum með skerta nýma- eða lifrarstarfsemi: Engar breytingar á skömmtum eru nauðsynlegar hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Frábendingar: Þekkt ofnæmi fyrir rívastigmíni (karbamóýlatíni), öðrum karbamatafleiðum eða öðrum innihaldsefnum lyfsins. Sérstök varúð og varúðarreglur varðandi notkun: Exelon er ekki tengt aukaverkunum á hjarta- og æðakerfi. Engu að síður á það sama við um Exelon og önnur kólínvirk lyf, að varúðar verður að gæta hjá sjúklingum með sjúkan sínus hnút og sjúklingum með alvadegar hjartsláttartruflanir. Kólínvirk örvun getur aukið seytingu magasýru. Þó að niðurstöður úr klínískum rannsóknum hafi ekki bent til marktækrar aukningar á einkennum sem benda til sármyndandi áhrifa, skal gæta varúðar við meðferð sjúklinga sem hafa tilhneigingu í þá veru. Hjá sjúklingum sem eru á meðferð með lyfinu hefur ekki orðið vart einkenna frá öndunarfærum og ekki heldur versnunar á öndunarfæraeinkennum sem sjúklingar hafa haft fyrir meðferðina og á það einnig við um sjúklinga sem hafa, eða hafa haft, sjúkdóma í öndunarfærum. Engu að síður skal, likt og með önnur kólínvirk lyf, gæta varúðar hjá þessum sjúklingum. Engin reynsla er fyrir hendi af meðferð hjá sjúklingum með bráðan astma. Kólínvirk lyf geta aukið á þvagtregðu og krampa. Þó að þess hafi ekki orðið vart í tengslum við Exelon skal gæta varúðar ef um slíkt hefur verið að ræða. Milllverkanin Rívastigmín umbrotnar að langmestu leyti með vatnsrofi af völdum esterasa. Lágmarksumbrot verður fyrir tilstilli helstu cýtókróm P450 ísóensímanna. Því er ekki að vænta neinna milliverkana við önnur lyf sem umbrotna fyrir tilstilli þeirra. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum komu engar milliverkanir fram milli Exelon og dígoxíns, warfaríns, díazepams eða fluoxetíns. Það truflar ekki áhrif warfaríns á lengingu prótrombíntíma. Þegar Exelon og dígoxín voru gefin samhliða, komu ekki fram nein óæskileg áhrif á leiðni í hjarta. Gjöf Exelon samhliða algengum lyfjum hjá Alzheimers sjúklingum, s.s. sýrubindandi lyfjum, uppsölustillandi lyfjum, sykursýkilyfjum, blóöþrýstingslækkandi lyfjum með miðlæga verkun, B-blokkum, kalsíumgangalokum, lyfjum sem auka samdráttarkraft hjartans, lyfjum til útvíkkunar kransæða, bólgueyðandi gigtarlyfjum, estrógenum, verkjalyfjum, bensódíazepínum og andhistamínum, hafði hvorki áhrif á lyfjahvörf þess né aukna hættu á klínískt marktækum óæskilegum verkunum. Með tilliti til verkunar og verkunarháttar lyfsins ætti ekki að gefa það samhliða öðrum kólínvirkum lyfjum. Af sömu ástæðum gæti það truflað verkun andkólínvirkra lyfja. Þar sem Exelon er kól ínesterasahem i 11 gæti það aukið vöðvaslakandi áhríf súxametóns í svæfingu. Aukaverkanln Almennt eru aukaverkanir vægar eða í meðallagi og hverfa yfirleitt af sjálfu sér án sérstakrar meðferðar. Tíðni og alvarleiki aukaverkana eykst almennt með stærri skömmtum. Algengar (>1%): Almennar: Þreyta, þróttleysi, þyngdartap, aukin svitamyndun. Taugakerfi: Svimi höfuðverkur, skjálfti. Meltingarvegur: Ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir, lystarieysi. Geð: Svefnleysi, svefnhöfgi, vanlíðan. Sjaldgæfar (<1%): Geð: Órói, þunglyndi. Konur reyndust fremur finna fyrir ógleði, uppköstum, lystarleysi og þyngdartapi, en karlar. Þar sem meðferð með Exelon tengist ekki breytingum á niðurstööum blóðrannsókna, þ.m.t. lifrarprófa, né hjartalínurits, er ekki þörf á sérstöku eftirliti með þeim. Pakkningar og hámarksverð, 1. april 1999: Hylkl 1,5 mg: 28 stk. (þynnupakkað): 6743 kr.; 56 stk. (þynnupakkað): 12393 kr; 112 stk. (þynnupakkað): 22669 kr. Hylki 3 mg: 28 stk. (þynnupakkað): 6743 kr.; 56 stk. (þynnupakkað): 12393 kr.; 112 stk. (þynnupakkað): 22669 kr. Hylki 4,5 mg: 28 stk. (þynnupakkað): 6743 kr.; 56 stk. (þynnupakkað): 12393 kr.; 112 stk. (þynnupakkað): 22669 kr. Hylki 6 mg: 28 stk. (þynnupakkað): 6743 kr.; 56 stk. (þynnupakkað): 12393 kr.; 112 stk. (þynnupakkað): 22669 kr. Lyfið er lyfseðllsskylt og 0-merkt. Að ákveðnum skllyrðum uppfylltum og að fenglnni umsókn frá sérfræðlngum í geðlækningum, taugalæknlngum og öldrunarlækningum getur Tryggingastofnun ríklslns gefið út lyfjaskírteini sem veltlr heimild til grelðsluþátttöku samkvæmt merklngunnl E. Handhafi markaðsleyfis: Novartis Europharm, Englandi Innflytjandi: Thorarensen Lyf ehf., Vatnagörðum 18, Reykjavik, sími: 530 7100 Helmildir 1) . Lyfjatíðindi, 5. tbl. 5. árg. 1998; bls. 48-52. 2) . J Corey-Bloom et al. A randomized trial evaluating the efficacy and safety of ENA 713 (rivastigmine tartrate), a new acetylcholinesterase inhibitor, in patients with mild to moderately severe Alzheimer's disease. Int. Joumal of Geríatríc Psychopharmacology 1998;1:55-65.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.