Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 447 Melvin G. Mclnnis Meint samþykki þjóöar Erfðasiðfræði og ísland Alþingi íslendinga sam- þykkti nýlega lög sem leyfa stoi'nun miðlægs gagnagrunns byggðum á heilsufarsupplýs- ingum þjóðarinnar, ásamt ákvæðum um að veita líftækni- fyrirtæki einkaleyfi til að stofnsetja hann og nota hann til læknisfræðilegra og erfða- fræðilegra rannsókna (1). Yfirlýst markmið með lög- gjöfinni er að bæta læknis- þjónustu og leggja grunn að þróun nýrra og bættra lækn- ingaaðferða. Væntanlegur handhafi einkaleyfisins verð- ur að líkindum nýstofnað fyr- irtæki, DeCode Genetics Inc (2) en áætlað markmið þess er að leita að genum sem tengj- ast margvíslegum heilbrigðis- vandamálum manna. Lyfja- fyrirtækið Hoffman-LaRoche (3) styður við bakið á fyrir- tækinu með miklu fjármagni, með það að markmiði að þróa lyf gegn þessum sjúkdómum. Höfundur greinarinnar Melvin G. Mc- Innis, M.D., MRCPsych. er Associate Professor of Psychiatry í Department of Psychiatry and Behavioral Sciences viö Johns Hopkins University School of Medicine í Maryland í Bandarikjun- um. Hann er kunnugur á íslandi en kemur aö gagnagrunnsmálinu sem óháöur aöili. Greinin birtist á ensku undir heitinu The assent of a nation: genethics and lceland í Clinical Genetics. (Mclnnis MG. The assent of a nation: genethics and lceland. Clin Gen 1999; 55:234-9. Hún er birt hér í þýöingu Árna Björns- sonar meö leyfi ritstjóra Clinical Gene- tics. Látið er að því liggja að ís- lenska þjóðin muni njóta góðs af starfseminni með því að fá þau lyf ókeypis, sem kunna að finnast. Frekari fjárhagslegur ávinningur er fólginn í þeim atvinnumöguleikum sem starfsemin skapar mörgum ís- lenskum vísindamönnum sem annars hefðu ekki getað snúið heim til starfa í þeim greinum sem þeir hafa menntað sig í. En sá er galli á gjöf Njarðar, að lögin krefjast ekki upplýsts samþykkis einstaklinganna, um að upplýsingar um þá verði látnar í grunninn og það er alvarlegt brot á siðareglum um læknisfræðilegar rann- sóknir. Eg er kunnugur á Islandi. Erfðafræðilega séð er ég Is- lendingur að þrem fjórðuhlut- um og ættartalan mín er skráð í nokkrum bókum, sem fjar- skyldur ættingi minn hefur rit- að (4). Eg nam þar og vann í nokkur ár og tók þátt í hluta af byrjunarvinnu við erfðarann- sóknir á tvíhverfum á Islandi. Eg heimsæki Island reglulega og síðastliðinn haust veittist mér sú ánægja að skoða rann- sóknarstofur DeCode Gene- tics Inc. með eigin augum. Stofnun þessa fyrirtækis felur í sér óhemjumikla möguleika fyrir vísindi á Islandi. Sjálfur hef ég engin vísindaleg eða viðskiptaleg tengsl við ísland. Eg lít á umræðuna á Islandi og annars staðar, um íslensku löggjöfina um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, í ljósi þess að á alþjóða- vettvangi hafa menn vaxandi áhyggjur af rétti einstaklings- ins við veitingu og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Lögin Þrjú meginatriði skera sig úr varðandi lögin eins og Al- þingi samþykkti þau í desem- ber 1998. Þau leyfa söfnun heilsutengdra upplýsinga um einstaklinga án þess að upp- lýst samþykki þeirra sé fyrir hendi, kóðun persónuein- kenna einstaklinga í óper- sónugreinanlegu formi, og veitingu á einkaleyfi til einka- fyrirtækis til að nota og hag- nýta gagnagrunninn. Lögin voru samþykkt í þeirri góðu trú að þau væru innan marka Evrópulaga um upplýsinga- vemdun. Markmið laganna skýrist best í fyrstu grein þeirra: „Markmið með lögum þessum er að heimila gerð og starf- rœkslu miðlœgs gagnagrunns með ópersónugreinanlegum heilsufarsupplýsingum í þeim tilgangi að auka þekkingu til þess að bœta heilsu og efla heilbrigðisþjónustu. “ Eðli og umfang gagna- gmnnsins er ekki skilgreint sérstaklega og enn óljósara er hvaða upplýsingar eiga að fara í grunninn en gert er ráð fyrir bæði afturvirkri og fram- virkri upplýsingasöfnun. Áhersla er lögð á að einungis verði safnað heilbrigðisupp- lýsingum sem hægt er að setja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.