Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 75

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 455 Læknaskorturinn - önnur grein / A að fjölga í læknadeild og auka starfsþjálfun kandídata í heilsugæslu? Er það nóg? í aprílblaði Læknablaðsins hófum við umfjöllun um læknaskortinn sem mikið hefur verið til umræðu að und- anförnu. Þar reyndum við að gera okkur grein fyrir því hversu mikill skorturinn er og reyndum að spá í það hvernig hann muni þróast á næstu árum. Nú er röðin komin að úrræðunum en að sjálfsögðu hafa menn sett fram ýmsar hugmyndir um það hvernig best væri að bregðast við skorti á læknum. Eins og fram kom í fyrstu greininni er hægt að skipta þessum vanda í þrennt. I fyrsta lagi er það sá skortur sem nú er orðinn að staðreynd og snýr að heilsugæslunni. Þar eru 17 af 85 stöðum ósetn- ar eða fimmta hver staða. Önnur gerð af læknaskorti er sú sem snýr að unglæknum og aðstoðarlæknum á sjúkrahús- unum en þar stefnir í alvarleg- an vanda þegar vinnutímatil- skipun ESB tekur gildi. 1 þriðja lagi er það almennur læknaskortur sem vinnuhópur á vegum norrænu læknasam- takanna sér fyrir að gæti orðið hér á landi á næstu 10-15 ár- um. Við þessu þarf náttúrulega að bregðast með mismunandi hætti. Þegar Sigurður Guð- mundsson landlæknir var spurður að því hvað væri til bragðs að taka til þess að draga úr hinum tilfinnanlega skorti á heilsugæslulæknum á lands- byggðinni sagði hann að til þessa hefðu stjómvöld bmgð- ist við með ýmsum skamm- tímalausnum, svo sem að fá læknanema og eldri lækna til að hlaupa í skarðið. Það væri hins vegar orðið tímabært að huga alvarlega að framtíðar- lausnum á þessum vanda. Fimm hugmyndir um aðgerðir „Að sjálfsögðu hafa menn hugað að lausnum á þessum læknaskorti og það má segja að komið hafi fram einar fimm hugmyndir sem gætu dregið eitthvað í þá veru að auka áhuga manna á því að starfa í heilsugæslunni. Sú fyrsta og augljósasta er að kynna starfið í heilsugæsl- unni betur og fyrr í lækna- náminu en nú er gert, sýna læknanemum fram á að þetta sé heillandi starf sem býður upp á sjálfstæði og faglega vídd. Þetta þarf að gera helst á fyrsta eða öðru ári. I öðru lagi er að kynna ung- um læknum* heilsugæsluna á kandídatsári með því að láta hluta af starfsþjálfun þeirra fara fram í heilsugæslunni með sama hætti og á handlækn- inga- og lyflækningadeildum sjúkrahúsanna. Þessa starfs- þjálfun þarf að skilgreina sem nám. Það er ekki verið að tala um að senda unga kandídata út á land þar sem þeir starfa einir allan tímann. í þriðja lagi hafa menn spurt hvort við útskrifum nógu marga lækna. Fyrir því eru ýmis rök að svo sé ekki og því hefur verið samþykkt að víkka numerus clausus í lækna- deild, fjölga nýnemum úr 36 í 40 á ári. Svo má deila enda- laust um það hvort talan 40 sé nægilega há en þetta er í það minnsta skref í þá átt að fjölga nemum. Það má líka spyrja um réttmæti þess að nota numerus clausus sem aðferð við að velja inn í háskóla. Eg var sjálfur mikið á móti því þegar ég var í námi og er það enn. Eg hef alltaf talið rétt- látara að miða við lágmarks- einkunn sem má vera há. í fjórða lagi er ljóst að það þarf að bæta vinnuskilyrði og kjör lækna á landsbyggðinni. Heimilislæknar sætta sig ekki við að vera sífellt á vakt og einyrkjabúskapurinn heyrir sögunni til. Þar er verið að gera spennandi tilraun á Aust- urlandi þar sem búið er að setja allar heilbrigðisstofnanir undir einn hatt. Það auðveldar mönnunt að hreyfa fólk til og flytja það milli staða, það er hægt að stækka vaktsvæðin og skilgreina þarfir umhverfisins betur. Einnig er hægt að taka upp nýjungar sem lyftir mönnum faglega, um það eru nokkru dæmi eystra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.