Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 80
460 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 lands og jafnvel fleiri landa. Sveinbjörn gerir ráð fyrir að vélin verði rekin í samstarfi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem myndi skipu- leggja læknavakt á vélinni, ekki ósvipað því sem gert er við þyrlu Landhelgisgæslunn- ar í Reykjavík. Auk þess myndu sjúkraflutningamenn af Slökkvistöðinni á Akureyri vera með í vaktteymi vélar- innar. Læknablaðið heimsótti Sveinbjörn á Akureyri og bað hann að segja frá þessari hug- mynd sinni og ástæðu þess að hún kviknaði. Sjúkraflutningamenn fylgja sjúklingum Sveinbjörn sagði að hug- myndin hefði þróast út frá reynslu hans af sjúkraflutn- ingum. Hann hefði fylgst með erfiðleikum lækna af lands- byggðinni sem fylgdu sjúk- lingum til Akureyrar og þurftu kannski að bíða þar dögum saman eftir að komast heim aftur. Á meðan væri héraðið læknislaust og öryggi fbúanna stefnt í tvísýnu. „Ég fór að skoða málið og komst fljótlega að þeirri nið- urstöðu að mun skynsamlegra væri að senda sjúkraflutninga- mann héðan til að ná í sjúk- linginn. Það er í flestum til- vikum nóg að hafa slíkan fylgdarmann, auk þess sem það er ódýrara að senda hann í útkall heldur en að láta lækn- inn koma hingað og koma sér svo einhvern veginn heim aft- ur. Og í þeim tilvikum sem læknir þyrfti að vera með væri hægt að fá hann hér á Akur- eyri. Það gerði minna til þótt einn af mörgum læknum færi héðan í nokkra tíma heldur en að eini læknirinn í viðkom- andi héraði færi í ferðalag sem jafnvel stæði dögum saman. Ég færði þetta í tal við yfir- menn mína hér á slökkvistöð- inni, lækna og stjórnendur hjá FSA og Flugfélagi Norður- lands og fékk alls staðar góðar viðtökur. Það gerðist þó ekk- ert í tvö ár en loks féllst Tryggingastofnun á að gera tilraun sem hófst í ársbyrjun 1997. Þróunin síðan hefur orðið sú að við förum með í langflest sjúkraflug héðan frá Akureyri. Ég fæ ekki betur séð en að bæði flugmenn og læknar séu ánægðir með þetta fyrirkomulag því við erum sérhæfðir í sjúkraflutningum og kunnum á þau tæki sem eru í vélunum, þetta eru sömu tæki og í sjúkrabílunum.“ Flestir fluttir til Akureyrar f framhaldi af þessu og í Ijósi þeirrar þróunar sem orð- ið hefur í sjúkrafluginu var Sveinbjörn beðinn að setja fram hugmyndir um fyrir- komulag sjúkraflugs fyrir áð- urnefnda úttekt verkfræðing- anna. Skilaði Sveinbjörn skýrslu í nóvember í fyrra þar sem hann leggur til að sjúkra- flugvél verði höfð á Akureyri. „Helsta ástæðan fyrir því að ég legg til að hún verði stað- sett á Akureyri er sú að flug- völlurinn hér liggur mun betur við landsbyggðinni en aðrir staðir. Héðan er styttra en frá Reykjavík til allra flugvalla allt frá norðanverðum Vest- fjörðum austur og suður um að Fagurhólsmýri í Öræfum. Hér er góður flugvöllur sem fljótlegt er að opna þótt snjór sé á brautinni. Hér er öll að- staða til flugrekstrar og við- halds. Auk þess er bæði skyn- samlegra og öruggara að veita svona þjónustu víðar en á einu landshomi. Ég hef orðið var við að flestir halda að allt sjúkraflug sé frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Það er mesti misskilningur. Ég skoðaði fyrstu 10 mánuði ársins í fyrra en á þeim tíma voru 68 sjúk- lingar sóttir með sjúkraflugi frá Akureyri á vegum Trygg- ingastofnunar ríkisins. Af þeim voru 58 sjúklingar fluttir til meðferðar á FSA, níu til Reykjavíkur og einn til Stykk- ishólms. Sjúkraflugvél á Ak- ureyri myndi að sjálfsögðu styrkja stöðu FSA og hver svo sem verður afstaða stjórn- valda til sjúkrahúsrekstrar hér á landi þá kæmi mér ekki á óvart að hún muni felast í því að skynsamlegt sé að efla FSA sem mótvægi við sjúkra- húsin í Reykjavík, ekki síst til þess að þjóna fólki á lands- byggðinni. Ég held líka að það geti skipt verulegu máli um það hvernig gengur að manna læknisstöður á lands- byggðinni að þeir geti reitt sig á greiðan aðgang að þjónustu og stuðningi hér á Akureyri." Hraðfleyg vél með jafnþrýstibúnaði En hvernig flugvél sér Sveinbjörn fyrir sér? „Ég nefni ekki neina sér- staka tegund í tillögum mín- um en velti fyrir mér hvaða kröfur svona vél þarf að upp- fylla. Hún þarf að sameina það að vera nokkuð hraðfleyg en jafnframt að geta tekið á loft og lent á stuttum flug- brautum. Hún þarf að vera bú- in jafnþrýstibúnaði svo hún geti flogið ofar verstu veðr- um. Þetta er líka nauðsynlegt vegna þess að margir sjúk- lingar þola ekki breytingar á þrýstingi. Það er erfitt að segja til um stærð vélarinnar, til þess þarf að svara ýmsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.