Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 85

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 465 Sjúkrahúsþjónusta við aldraða í Reykjavík • A Landakoti eru liðlega 100 sjúkrarúm fyrir aldraða, • auk þess er rými fyrir 60 manns á dagspítala. • A Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi er öldrunarlækninga- deild með 24 sjúkrarúm og önnur á Landspítalanum með 11 rúm en á síðarnefndu deildinni ættu að vera 20 rúm þannig að jafnræði væri með sjúkrahúsunum í þjónustu við aldr- aða. • A Landakoti er einnig starfrækt minnismóttaka og endur- komudeild. Heimsóknir á þessar deildir voru tæplega eitt þúsund árið 1998 og fer þessi þjónusta vaxandi, ekki síst minnismóttakan. og „kalda“ þar sem bráðaöldr- unarlækningadeildirnar á Landspítalanum og í Fossvogi eru heitar en deildirnar hér á Landakoti kaldar í þeim skiln- ingi að hingað kemur fólk sem ekki þarf lengur á bráða- eða hátækniþjónustu að halda en þarf lengri tíma til að ná sér og njóta meðferðar og endur- hæfingar. Þyrftum að tengjast heilsugæslunni betur Hingað á Landakot koma sjúklingar ýmist af bráða- deildunum eða beint utan úr bæ. Þjónustan skiptist í nokkra þætti. I fyrsta lagi er það þjónusta við heilabilaða sem starfrækt er á tveimur deildum. í öðru lagi eru þrjár deildir sem sinna greiningar- vinnu, endurhæfingu og upp- byggingu á stuðningsneti. Einni þessara deilda höfum við breytt úr sjö daga deild í fimm daga deild. Vegna þess hve stóran hóp við erum með höfum við getað greint þá ein- staklinga sem geta sér að meinalausu verið heima um helgar vegna þess að endur- hæfingin fer eingöngu fram á virkum dögum. Við þetta bætist hjúkrunar- deild sem tekur annars vegar við skammtímainnlögnum en hins vegar höfum við verið að þróa hana sem líknarúrræði við háaldrað fólk sem hefur engan félagslegan stuðning og er með krabbamein á loka- stigi. Þessi hópur hefur því miður orðið dálítið útundan í kerfinu af því hann getur ekki notfært sér heimaþjónustuna. Þá rekum við dagspítala sem tekur við fólki beint utan úr bæ í greiningarvinnu og end- urhæfingu sem byggist á teymisvinnu. Loks er starf- rækt göngudeild sem skiptist í minnismóttöku og almenna móttöku. Minnismóttakan og deildin fyrir heilabilaða eru raunar skilgreindar sem fageining sem sinnir þjónustu við heila- bilaða þar sem Jón Snædal er yfirlæknir. Þær tengjast svo hjúkrunarheimilum og dag- vistum í borginni og við höf- um áhuga á því að koma á samskonar og nánari tengslum við heilsugæsluna." Einn stór Akkilesarhæll - Hverjir eru helstu kostir sameiningarinnar í augum lækna? „Þeir eru ýmsir. Við höfum samþættað þjónustuna hér og það hefur styrkt hana. Það vinna fleiri saman og lækn- amir hafa með sér regluleg samskipti. Við höldum fundi á föstudögum þar sem við för- um yfir helstu mál sem eru í gangi og ræðum nýjustu greinarnar um öldrunarfræði. Fagbókasafnið okkar hefur þróast upp í það að verða öldr- unarfræðasafn sem þjónar öll- um sem áhuga hafa á öldrun- arfræðum. Það má því segja að sameiningin hafi styrkt hina faglegu hlið þjónustunn- ar í víðustu merkingu. Á þessu er einn stór Akkil- esarhæll sem er sá að hér í Reykjavík ríkir alvarlegur skortur á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Það hefur þýtt að hjá okkur bíða 50-70 sjúk- lingar eftir varanlegri vistun á hjúkrunarheimili. Þeir eru það veikir að þeir geta ekki beðið heima hjá sér. Við höfum reynt að þrýsta á að lausn verði fundin á vanda þessara sjúklinga því hann dregur úr afkastagetu okkar sem felst í því að við erum best fallin til að takast á við tímabundin vandamál. Við störfum í sjúkrahúsumhverfi og erum sérhæfð í því að byggja fólk upp til dvalar heima hjá sér eða á hjúkrunarheimili. Aðrir hafa sérhæft sig í að vista fólk varanlega í heimilislegu um- hverfi. En að þessu frátöldu erum við mjög ánægð með það sem við erum að gera. Við erum samstíga og drögum öll í sömu áttina, bæði læknar og aðrir faghópar, og það ýtir okkur fram á við. Mér finnst ríkja mikil sátt um þessa starf- semi, bæði innan sjúkrahús- anna og í samfélaginu. Það gildir líka um starfsfólkið sem hefur lagt á sig mikið erfiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.