Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 106

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 106
484 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Lyfjamál 77 Frá Heílbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og landlækni Notkun geðdeyfðarlyfja Eins og kunnugt er hefur notk- un geðdeyfðarlyfja farið ört vax- andi hér á landi á síðustu árum. Þessi þróun er ekkert einsdæmi og hefur hið sama verið að gerast í nágrannalöndum. Samfara þess- ari aukningu er gífurlega vaxandi kostnaður. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ákvað því 1. mars síðastliðinn að skipa nefnd til að kanna orsakir aukningar á neyslu geðdeyfðarlyfja hér á landi. Nefndinni var ætlað að afla upp- lýsinga um þróun í þessu efni og meta hvort ástæða sé til við- bragða af hálfu heilbrigðisyfir- valda. I nefndina voru skipaðir Tómas Helgason prófessor, for- maður, Einar Magnússon skrif- stofustjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Hall- dóra Ólafsdóttir geðlæknir á geð- deild Landspítalans, Jón Sæmund- ur Sigurjónsson deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir og Eggert Sigfússon deildarstjóri í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, ritari. Nefndin skilaði áliti sínu á til- settum tíma, 15. apríl síðastlið- inn. Helstu niðurstöður nefndarinn- ar um hvað sé til ráða eru eftirfar- andi: 1) Ekki leikur vafi á að öll geð- deyfðarlyf sem nú eru á markaði hérlendis eru gagnleg og draga úr eða eyða sjúkdómseinkennum og bæta heilsutengd lífsgæði sjúk- linganna. Það er góður kostur fyr- ir sjúklingana að hægt sé að velja mismunandi lyf eftir því hver verka best í hverju einstöku til- viki og hver þolast best. Hins vegar er óljóst hvaða áhrif lyfin hafa haft á lýðheilsu (public health) og hvort algengi þung- lyndis- og kvíðaraskana hefur minnkað eins og hugsast gæti miðað við hina stórauknu notkun geðdeyfðarlyfja. Því er nauð- synlegt að láta gera eftirtaldar rannsóknir: • Faraldsfræðilega skimleit hjá úrtaki fólks úr þjóðskrá að þunglyndis- og kvíðaröskun- um, sambærilega við rannsókn sem gerð var 1984. • Rannsókn á ástæðum þeim sem læknar hafa fyrir ávísun- um á geðdeyfðarlyf. • Rannsókn á hvers vegna sjúk- lingar telja sig fá geðdeyfðar- lyf. • Rannsókn á heilsutengdum lífsgæðum sjúklinga sem leita til heilsugæslunnar og fá ávís- un á geðdeyfðarlyf í upphafi meðferðar og aftur eftir þrjá mánuði og kanna þá um leið hvort farið hafi verið að fyrir- mælum læknis um notkun lyfj- anna. Þegar niðurstöður eru fengnar úr þessum rannsóknum verður hægt að taka afstöðu til gagnsemi lyfjanna í víðara samhengi og hversu vel þeim fjármunum sem fara til lyfjakaupa sé varið. 2) Fræða þarf fólk um einkenni þunglyndisraskana og meðferðar- möguleika, sérstaklega ungt fólk sem ef til fær enn ónóga meðferð þrátt fyrir stóraukna notkun geð- deyfðarlyfja. Einnig þarf að fræða lækna betur um greiningarskil- merki þunglyndisraskana og ann- arra geðraskana og meðferð þeirra. 3) Þegar er vitað að mikið vantar á að meðferðarheldnin sé fullkomin og liggja til þess ýmsar ástæður. Því er æskilegt að sjúk- lingarnir fái minna en mánaðar- skammt í fyrsta sinn sem þeir fá hvert lyf, til dæmis viku eða 10 daga skammt. Á hinn bóginn er óvíst hvort reglan, að ekki megi ávísa nema 30 daga skammti í einu, skipti máli, þegar sýnt er að lyf þolist og geri gagn. 4) Nauðsynlegt er að koma á samráði geðlækna og heilsu- gæslulækna til að setja fram leið- beiningar um hvaða meðferð skuli beitt við þunglyndis- og kvíðaröskunum, hvaða lyf skuli valin, hvers vegna og í hvaða skömmtum eigi að gefa þau. Sérstaklega þarf að gera lækn- um ljóst hvað mismunandi lyf með sömu eða svipaða verkun kosta og jafnframt að athuga möguleika á hvatningu til að velja ódýrustu lyfin ef þau gera sama gagn. 5) Nauðsynlegt er að kynning á nýjum meðferðarformum fari fram fyrir lækna og leika á veg- um landlæknis en ekki eingöngu á vegum lyfjaframleiðenda. 1 þessu sambandi er vert að benda á að það er nokkurt áhyggjuefni hversu mikið ýmis viðhalds- menntun og nauðsynlegt ráð- stefnuhald lækna og annarra heil- brigðisstarfsmanna eru orðin háð fjárframlögum lyfjaiðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.