Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 38

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 38
886 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Formannaskipti uröu á aðalfundi LÍ. Hér takast þeir í hendur ný- kjörinn formaður Sigurbjörn Sveinsson (til hœgri) og Guðmundur Björnsson fráfarandi formaður. á óvart. Ávarp ráðherra er birt í heild hér í blaðinu. Að loknu kaffihléi var framhaldið aðalfundarstörf- um, meðal annars var kynnt heimasíða LI, upplýsinga- stefna LÍ sem var til umræðu á formannaráðstefnu síðastliðið vor og samvinna sjúkrahús- anna á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Hið síðasttalda hlýtur að koma nokkuð til kasta LI á næstunni, ekki síst í ljósi þess að ráðherra lýsti því yfir í ræðu sinni að fyrir lægi að ein stjórn yrði skipuð yfir sjúkra- húsin og eins að hún teldi rétt- ast að byggt yrði eitt, stórt há- tæknisjúkrahús á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrir fundinum lá samantekt starfshóps á vegum stjómar LÍ um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Kristján Guðmundsson sam- antektina. Sameining sjúkra- húsanna hlýtur að verða áfram til umræðu innan vébanda LI enda kom skýrt fram á fundin- um að skoðanir eru nokkuð skiptar um ágæti sameiningar og samstarfs og hvemig slíkt yrði skipulagt. Bent var til reynslu erlendis frá þar sem slík sameining hefði víða mis- tekist, ekki síst vegna þess að starfsfólk viðkomandi stofn- ana var ekki haft með í ráðum. Fyrir fundinum lá fjöldi ályktunaartillagna auk til- lagna til lagabreytinga. Var fjallað um tillögurnar í starfs- hópum og þær afgreiddar að loknum umræðum á síðari degi aðalfundar, laugardegin- um 9. október. Þá var jafnramt kjörin ný stjórn Læknafélags íslands en eins og áður getur gaf Guðmundur Bjömsson ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður félagsins. I hans stað var kjörinn Sigur- björn Sveinsson heimilis- og heilsugæslulæknir við Heilsu- gæslustöðina í Mjódd. Sjá skipun stjórnar að öðra leyti í rammagrein hér á undan. Ár- gjald var samþykkt óbreytt, eða 54.000 kr. -bþ- Samþykktir aðalfundar Læknafélags fslands 1999 Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi felur stjóm Læknafélags Is- lands að hlutast til um að veitt verði árlega heilbrigðisverð- laun Læknafélags Islands til þeirrar stofnunar eða fyrirtæk- is sem skarað hefur fram úr eða sýnt gott fordæmi í for- vörnum eða við heilsueflingu. Stjóm Læknafélags Islands skal skipa nefnd til þess að annast þessa úthlutun og setja henni reglugerð. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi heimilar stjórn Læknafélags Islands að ráða til sín starfs- mann með viðskiptafræðilega eða hagfræðilega þekkingu til aðstoðar framkvæmdastjóra og samninganefndum í kom- andi kjarasamningum. Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi mótmælir þeirri ákvörðun stjórnvalda að breyta reglu- gerð um skipun Vísindasiða- nefndar. Aðalfundurinn telur að ekki hafi verið neitt tilefni til slíkra breytinga. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.