Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 38

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 38
886 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Formannaskipti uröu á aðalfundi LÍ. Hér takast þeir í hendur ný- kjörinn formaður Sigurbjörn Sveinsson (til hœgri) og Guðmundur Björnsson fráfarandi formaður. á óvart. Ávarp ráðherra er birt í heild hér í blaðinu. Að loknu kaffihléi var framhaldið aðalfundarstörf- um, meðal annars var kynnt heimasíða LI, upplýsinga- stefna LÍ sem var til umræðu á formannaráðstefnu síðastliðið vor og samvinna sjúkrahús- anna á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Hið síðasttalda hlýtur að koma nokkuð til kasta LI á næstunni, ekki síst í ljósi þess að ráðherra lýsti því yfir í ræðu sinni að fyrir lægi að ein stjórn yrði skipuð yfir sjúkra- húsin og eins að hún teldi rétt- ast að byggt yrði eitt, stórt há- tæknisjúkrahús á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrir fundinum lá samantekt starfshóps á vegum stjómar LÍ um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Kristján Guðmundsson sam- antektina. Sameining sjúkra- húsanna hlýtur að verða áfram til umræðu innan vébanda LI enda kom skýrt fram á fundin- um að skoðanir eru nokkuð skiptar um ágæti sameiningar og samstarfs og hvemig slíkt yrði skipulagt. Bent var til reynslu erlendis frá þar sem slík sameining hefði víða mis- tekist, ekki síst vegna þess að starfsfólk viðkomandi stofn- ana var ekki haft með í ráðum. Fyrir fundinum lá fjöldi ályktunaartillagna auk til- lagna til lagabreytinga. Var fjallað um tillögurnar í starfs- hópum og þær afgreiddar að loknum umræðum á síðari degi aðalfundar, laugardegin- um 9. október. Þá var jafnramt kjörin ný stjórn Læknafélags íslands en eins og áður getur gaf Guðmundur Bjömsson ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður félagsins. I hans stað var kjörinn Sigur- björn Sveinsson heimilis- og heilsugæslulæknir við Heilsu- gæslustöðina í Mjódd. Sjá skipun stjórnar að öðra leyti í rammagrein hér á undan. Ár- gjald var samþykkt óbreytt, eða 54.000 kr. -bþ- Samþykktir aðalfundar Læknafélags fslands 1999 Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi felur stjóm Læknafélags Is- lands að hlutast til um að veitt verði árlega heilbrigðisverð- laun Læknafélags Islands til þeirrar stofnunar eða fyrirtæk- is sem skarað hefur fram úr eða sýnt gott fordæmi í for- vörnum eða við heilsueflingu. Stjóm Læknafélags Islands skal skipa nefnd til þess að annast þessa úthlutun og setja henni reglugerð. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi heimilar stjórn Læknafélags Islands að ráða til sín starfs- mann með viðskiptafræðilega eða hagfræðilega þekkingu til aðstoðar framkvæmdastjóra og samninganefndum í kom- andi kjarasamningum. Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi mótmælir þeirri ákvörðun stjórnvalda að breyta reglu- gerð um skipun Vísindasiða- nefndar. Aðalfundurinn telur að ekki hafi verið neitt tilefni til slíkra breytinga. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 8. og 9. október 1999 í Kópavogi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.