Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 86

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 86
926 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Mynd 1. Fjöldi bólusetlra gegn pneumókokkasýkingum. Aldurshópar (ár) Konur <-*■ Karlar -2000 -1500 -1000 -500 0 500 1000 1500 2000 Hlutfall bólusettra (%) Mynd 2. Fjöldi bólusettra gegn pneumókokkasýkingum eftir aldri og kyni. í 40,6% á tveimur mánuð- um. Fræðsla til almennings í formi bæklings sem gefinn var út af landlæknisembætt- inu virtist skila góðum árangri. Sérstaklega var þetta áberandi hjá þeim læknum þar sem hlutfalls- lega fáir voru bólusettir fyr- ir en þar jókst bólusetning- arhlutfallið um 50-75%. Þarna virtust þeir einstak- lingar vera að skila sér sem sjálftr höfðu frumkvæði að eigin bólusetningu. 4. Er eitthvað hæft í því að verið sé að bólusetja ein- staklinga sem ekki falla í áhættuhættuhóp samanber ráðleggingar landlæknis- embættisins? • Svar: Nei. Litið var á alla einstaklinga bólusetta á sex mánaða tímabili. Af 117 bólusettum voru 89% 60 ára eða eldri, 10% voru yngri en með viðurkenndan áhættuþátt. Einn einstak- lingur var bólusettur að eig- in ósk án þess að vera í sér- stökum áhættuhópi. Niðurstaða Sigurðar var að hlutfall bólusettra á Heilsu- gæslustöðinni í Árbæ hafi aukist mikið á einu ári og erf- itt sé greina eina ástæðu frá annarri. Mikill munur reyndist á milli lækna hvernig þeir sinntu þessu en margt benti til þess að með markvissum áróðri sem beint sé bæði að læknunr og almenning megi ná miklum árangri. Athugasemdir sóttvarnalæknis Farsóttanefnd ríkisins nrælti með því árið 1991 að bjóða skyldi öllum þeim sem væru 60 ára og eldri lungnabólgu- bólusetningu (gegn pneuntó- kokkasýkingum). Mælst var til þess að landlæknisembætt- inu skyldi send tilkynning um hverja bólusetningu svo hægt væri meta umfang og árangur þessarar aðgerðar. Nokkrar umræður urðu urn þessa ákvörðun nefndarinnar á sín- urn tíma (1). Frá því að þessar bólusetningar hófust hér á landi hafa birst niðurstöður rannsókna sem sýna fram á hagkvæmni slfkra bólusetn- inga hjá fullorðnum (2,3). Bráðabirgðaúttekt á tilkynn- ingum um bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum sýna að ábendingum um notkun bóluefnisins hefur ekki verið fylgt sem skyldi og er það í samræmi við könnun Sigurðar Helgasonar. Mynd 1 sýnir fjölda bólusetninga á ári hverju eftir að mælt var með því að þær hæfust. Langflestir þeirra sem voru bólusettir á tímabilinu voru 60 ára og eldri (mynd 2). Þó hefur skort verulega á að náð sé til þeirra sem eru á aldrinum 60-69 ára

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.