Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 7
lega byggð á vanþekkingu þar sem fólk hefur ekki kynnt sér hvað það er að tala um. Ef eitthvað er við framkvæmdina að athuga þá væri það hversu þétt net- ið okkar er og að við vöndum okkur of mikið. Við teljum okkar aðferðir betri en hjá nokkrum öðrum í heiminum.“ Veiðum fiskinn of fljótt Guðrún Marteinsdóttir, prófess- or í fiskifræði við Háskóla Íslands, sér augljós hættumerki í þorskstofninum. Hún segir flotann veiða fiskinn alltof fljótt. „Ég sé tvö hættumerki í þorsk- stofninum, annars vegar hversu ung- ur hann er og hins vegar að fiskarnir ná ekki að hrygna þar sem of mikið af ókynþroska fiski stendur undir veiði- stofninum. Niðurstöður sýna að því eldri sem fiskurinn verður því betri verða afkvæmin. Þannig erum við eig- inlega bæði að veiða fiskinn burt áður en hann nær að hrygna og áður en hann nær ákveðnum aldri til að gefa af sér góð afkvæmi,“ segir Guðrún. „Nýliðun stofnsins hefur verið léleg síðustu 20 ár og það segir okkur að það er eitthvað stórkostlega mikið að. Það er alveg sama hversu mikill fiskur sést í sjónum, bara þetta segir okkur að eitt- hvað er að. Ein aðalástæðan er sú að við veiðum fiskinn áður en hann nær góðri hrygningu, fyrir vikið fáum við enga innspýtingu í stofninn. Við þurf- um að draga úr sókn þannig að hægt sé að hleypa fjöldanum upp í eldri ár- göngum. Auðvitað erum við að tala til margra ára og það verður ákaflega erf- itt að ná árangrinum fram.“ Höldum okkur á sporinu Aðspurður segir Björn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar vissu- lega fylgjast með aflabrögðum og ekki sé horft framhjá reynslu sjómanna. Hann telur mikilvægt að vernda áfram yngstu fiskana með aðgerðum næstu árin. „Sjómennirnir eru að sjá fram á góða veiði núna enda er það í fullu samræmi við að við höfum ekki séð meiri fjölda í stofninum af 7 ára þorski og eldri í mörg ár. Veiðistofninn nú er sæmilegur en við þurfum að vernda áfram yngri árgangana,“ segir Björn. Guðrún hafnar því að henda megi öllum áætlunum þó að niðurstöður togararalls verði jákvæðari á næsta ári. Jafnvel þó svo að klak hefði tekist vel í vor telur hún mikilvægt að halda upp- byggingunni áfram. „Ég veit að það getur verið óskiljanlegt af hverju ekki megi veiða góðan árgang en við verð- um að reyna að fleyta slíkum árgangi upp í eldri aldurshópa. Við höfum áður flaskað á því að láta einn árgang gefa línurnar í veiðunum en megin- markmiðið er að ná jafnvægi í alla árgangana. Ef svo færi að klak hefði heppnast vel í vor og til yrði góður ár- gangur, þá yrði það ómetanleg hjálp í þeirri uppbyggingarvinnu sem fram undan er,“ segir Guðrún. Treysta á gamlar beljur Aðspurður gefur Jón ekki mikið fyr- ir þau rök að eldri fiskarnir bjargi mál- unum. Hann kennir fæðuskorti um ástand fiskistofnsins. „Þyngd einstakl- inga í stofninum eftir aldri er í sögulegu lágmarki. Ráðgjöf reiknimeistaranna á Hafró er einfaldlega röng þó svo að þeir álíti sem svo að stofninn sé lítill. Það er rangt að friða sveltandi fiskistofn. Hann er að horast upp, dánartala er vaxandi, fiskurinn étur undan sér og vonlaust að bíða eftir nýliðun við slíkar aðstæður. Gögn sýna að nýliðun verður ekki við hunguraðstæður. Svangur þorskur spyr ekki um ættartengsl þegar hann étur afkvæmi sín,“ segir Jón. „Það er ljóst að við sveltiaðstæður er það ekki lausn að bæta við ungviði. Þess vegna er það hjá- kátlegt að heyra að það þurfi að byggja upp hrygningarstofninn og að í honum þurfi að vera gamlar beljur, sem gefa af sér lífvænlegri afkvæmi, til þess að auka nýliðun. Þegar fiskur vex ekki er stofn- inn hlutfallslega of stór fyrir fæðufram- boðið. Þá er eina ráðið að veiða meira.“ Mátti ganga lengra Guðrún telur brýnt að mörkuð sé stefna til framtíðar. Hún telur Íslend- inga geta rutt brautina í aðgerðum til uppbyggingar stofna. „Ég kalla eftir langtímaáætlun varðandi uppbygg- ingu þorskstofnins. Nauðsynlegt er að byggja upp árgangana og ná inn meiri fjölda í eldri aldurshópana. Því náum við aðallega fram með því að draga úr sókn en ég veit að þetta er ákaflega erfitt. Ég bendi á að engin þjóð hefur reynt að stýra stofni með þessum hætti og við gætum orðið fyrsta þjóðin til að gera þetta af einhverri alvöru,“ segir Guðrún. Aðspurður segir Björn umræðuna ómálefnalega. Hann ítrekar mikilvægi þess að gripið hafi verið til kvótaskerð- ingar fyrir komandi fiskveiðiár. „Í um- ræðunni er leiðinlegt að horfa upp á fræðimenn tjá sig sem ekki hafa fræði- þekkingu á þessu sviði eða hafa ekki lagt sig fram við að kynna sér mál- in með nokkrum hætti. Það er mjög einkennilegt þegar slíkir aðilar birt- ast síðan með fullyrðingar í fjölmiðl- um um þessi mál. Að mínu mati hefði ekki verið ásættanlegt að lækka kvót- ann minna en gert var, ella hefðum við tekið verulega áhættu. Þessi aðgerð nú er í raun ekkert annað en lágmarksað- gerð og hefði alveg mátt ganga lengra,“ segir Björn. DV Fréttir miðvikudagur 11. júlí 2007 7 „Ef eitthvað er við fram- kvæmdina að athuga þá væri það hversu þétt netið okkar er og að við vöndum okkur of mikið. Við teljum okk- ar aðferðir betri en hjá nokkrum öðrum í heim- inum.“ ÞORSKAFLI 200 300 400 500 600 1960 1950 - 2006 1950 1970 1980 1990 2000 þú su nd to nn Jón Kristjánsson Togararallið sýndi fram á slaka yngri árganga þorsksins og mældist meðalþyngd veiðistofnsins ívið lægri en áður. Gunnar Már Másson gat ekki lengur horft upp á slælega þjónustu við 7 ára gamlan blindan son sinn í íslenska skólakerfinu og flutti með fjölskyldu sína til útlanda. Nú eru horfur á að tveir starfs- menn þjónusti 1.500 manna hóp blindra og sjónskertra á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur gripið til bráðaaðgerða til að bæta þjónustuna. TREYSTUM OKKUR EKKI HEIM ENNÞÁ Horfur voru á að tveir starfsmenn á sviði blindrakennslu og kennslu- ráðgjafar við blinda og sjónskerta væru til aðstoðar 1.500 manna hópi blindra og sjónskertra hér á landi í haust. Í gær ákvað ríkisstjórn Íslands að grípa til sérstakra aðgerða til að bæta þjónustu við blinda og sjón- skerta. Á vegum menntamálaráðu- neytisins starfar nefnd sem vinnur að framkvæmdaáætlun um bætta þjónustu og von er á niðurstöðum í haust. Verkefnastjóri nefndarinnar setti sig í samband við Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra og lýsti yfir ófremdarástandi á komandi skólavetri. Ríkisstjórnin hefur nú gripið til bráðaaðgerða í þeirri von að bæta úr. Ákveðið hefur verið að setja á laggirnar þrjár stöður blindrakenn- ara og kennsluráðgjafa sem ætlað er að þjálfa blinda og sjónskerta nem- endur. Einnig verður hlutverk þeirra að þjálfa kennara og starfslið skól- anna til að mæta þörfum nemend- anna. Þá verða auglýstar þrjár nýjar stöður umferlis- og ADL-þjálfa en vegna manneklu hefur verið erfitt að fá fagmenntað fólk til starfa. Löngu tímabært Af þessum 1.500 einstaklingum hér á landi eru 138 20 ára og yngri sem þurfa aðstoð í skólakerfinu. Ágústa Eir Gunnarsdóttir, varafor- maður Blindrafélagsins, Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, tel- ur löngu tímabært að bæta þjón- ustuna. „Þetta er gleðidagur hjá okkur í Blindrafélaginu þar sem okkur fannst löngu kominn tími til að bæta úr þessu. Það þarf að gera betur þó að skrefið nú sé mikilvægt. Við fögnum þessari ákvörðun mjög og teljum þetta fyrsta skrefið í því að efla þjónustu við blinda og sjón- skerta nemendur hér á landi,“ seg- ir Ágústa. „Því miður hafa nemend- urnir búið við algjört aðstöðuleysi og ekki síst menntastofnanir lands- ins. Skortur á ráðgjöf hefur ver- ið mikill þannig að ekki hefur ver- ið hægt að sinna lögboðinni skyldu stofnana við alla nemendur sína. Þetta kemur því bæði nemendum og skólunum til góða en við eigum enn töluvert í land. Sú staðreynd að fjölskyldur hafi þurft að flýja land sýnir mikilvægi þess að bæta þjón- ustuna frekar og vonumst við til að þessar aðgerðir komi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Alvarleg staða DV greindi frá því að Gunnar Már Másson flugmaður flúði land með fimm manna fjölskyldu sína til Lúx- emborgar þar sem honum fannst þörfum blinds sonar síns Más Gunn- arssonar, 7 ára, ekki vera mætt í skóla- kerfinu. Hann fagnar ákvörðun rík- isstjórnarinnar en treystir sér ekki ennþá heim með fjölskyldu sína. „ Þökk sé góðri umfjöllun DV kom yfir samfélagið alda af fjölmiðlaum- ræðu um málefni blindra á Íslandi. Staðan er grafalvarleg og sex kenn- arar laga ekki vandann. Aðgerðirn- ar nú eru ákveðinn sigur en staðan er bara það alvarleg að við treystum okkur ekki heim strax. Það þarf bara svo miklu miklu meira,“ segir Gunn- ar Már. „Auðvitað segi ég húrra fyr- ir því að þetta skref sé tekið og ég hrósa ríkisstjórninni. Engu að síður er það sorglegt fyrir blindu og sjónskertu börnin, sem hefja skólagöngu í haust, að skólarn- ir standa ráðalausir frammi fyrir vandanum. Munurinn á Íslandi og þar sem við búum núna er bara svart og hvítt. Ef við kæm- um heim núna, færum við frá því að sonur minn fær hér 20 sérkennslutíma á viku niður í það að fá kannski einn á mán- uði. Að mínu mati er það eðli- leg krafa að hver skóli hafi hjá sér faglærðan einstakling sem geti mætt þörfum blindra og annarra nemenda sem þurfa á séraðstoð að halda.“ Eitt skref af mörgum Þorgerður Katrín er ánægð með að samstaða hafi náðst í ríkisstjórn um bráðaaðgerð- irnar. Aðspurð tekur hún undir að nauðsynlegt sé að taka fleiri skref. „Við stóðum frammi fyrir því að í mesta lagi tveir aðilar myndu þjónusta 1.500 manns. Við höfum ekki nógu marga mennt- aða sérfræðinga og þurfum að bregð- ast mjög hratt við þeim vanda. Það þýddi ekkert að bíða eftir heildar- myndinni frá nefndinni þannig að við getum bætt þjónustuna strax í haust,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég fagna því mjög að ríkisstjórnin hafi náð að tækla þetta mál með miklum hraða. Við þurfum einfaldlega að horfast í augu við vandann sem nú er. Stefnt er að því að gera þjónustuna einfaldari og skilvirkari þar sem margir koma að þessum málum í kerfinu. Við þurftum að drífa þessa vinnu af stað enda ekki hægt að líta framhjá stöðunni núna. Þó að um bráðaaðgerðir sé að ræða bætum við þjónustuna til framtíðar og ég geri ráð fyrir því að þetta sé eitt skref af mörgum. Merkilegasta skrefið var að ná samstöðu um aðgerðir.“ TrAusTi HAfsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Auðvitað segi ég húrra fyrir því að þetta skref sé tekið og ég hrósa ríkisstjórninni. Engu að síður er það sorglegt fyrir blindu og sjón- skertu börnin, sem hefja skólagöngu í haust, að skólarnir standa ráðalausir frammi fyrir vandanum.“ föstudagur 23. febrúar 20072 Fréttir DV Már Gunnarsson er sjö ára lífs- glaður drengur. Hann á marga vini sem hann leikur sér við, honum gengur vel í nýja skólanum sínum og hefur aðlagast lífi í nýju landi á ótrúlegan hátt. Már er blindur. “Fimm manna fjölskylda þurfti að flýja land vegna þess að lögum og reglugerðum er ekki framfylgt hér á Íslandi,” segir Gunnar Már Másson, flugmaður, faðir Más. “Már fædd- ist með alvarlegan sjúkdóm í augn- botnum sem gerði það að verkum að nú er hann blindur. Sérfræðingar í málefnum blindra og sjónskertra leggja á það mikla áherslu að blind- um börnum sé kenndur blindralest- ur frá fjögurra ára aldri. Þegar Már hafði verið einn vetur í skóla hér á landi hafði hann ekki fengið einn sérkennslutíma. Ekki einn,” bætir hann við með áherslu. Gunnar Már settist við símann og hringdi til nokkurra landa. Alls staðar var í boði góð þjónusta fyrir blind og sjónskert börn. Lúxemborg varð fyrir valinu enda hentaði það best atvinnulega séð fyrir föðurinn. Móðirin, Lína Rut Wilberg er list- málari. ”Það er okkar lán að við getum sinnt starfi okkar annars staðar en á Íslandi. Það eru ekki allir foreldrar svo heppnir. Í Lúxemborg sögðust veita blindum og sjónskertum börn- um alla þá þjónustu sem þau þyrftu svo þau geti verið samstíga jafnöldr- um sínum.Það var vissulega erfitt að þurfa að kveðja ættjörð og ástvini, en framtíð barnsins er í húfi. Vinnu- veitandi minn, Icelandair, gerði mér kleift að vera landflótta næstu þrjú árin með því að flytja verkefni mín yfir til Belgíu. Það var erfitt fyrir blindan dreng að þurfa ekki aðeins að kveðja vini sína, heldur einnig að læra á ný heimkynni og læra lúxem- búrgísku og þýsku, en hann hefur staðið sig frábærlega.” Er menntamálaráðherra blindur á stöðu blindra barna? Gunnar Már er sár og reiður út í íslensk stjórnvöld. ”Staðan í málefnum blindra og sjónskertra barna núna er nákvæm- lega sú sama og hún var fyrir einni öld,” segir hann. “Það hefur ekkert breyst. Bókakostur Blindrafélagins er úreltur og kennslugögn eru ým- ist ekki til eða úrelt. Það er ekki einn einasti kennari á vegum ríkisins sem kennir blindralestur. Menntamála- ráðherra státar sig af því að í þau átj- án ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ráðið menntamálum þjóðarinnar hafi ríkt algjört jafnrétti til náms. Mér er spurn: Er menntamálaráð- herra blindur á stöðu blindra barna á Íslandi? Ég hef lesið flestar ræður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hún fullyrðir að Ísland standi mjög vel að vígi gagnvart OECD ríkjum hvað varðar jafnan rétt til náms. Það er rangt og það er klárlega verið að brjóta á þessum minnihlutahópi. Menntamálaráðherra segir einn- ig að Ísland sé “land tækifæranna”. Það er ekki land tækifæra fyrir blind börn.” Kennarar verða að læra blindraletur Hann segir þjónustu við blind og sjónskert börn í Lúxemborg til al- gjörrar fyrirmyndar. ”Már fær tuttugu sérkennslu- tíma í hverri viku,” segir hann. “Hér á landi eru 90 einstaklingar sem þurfa að læra blindralestur. Það er verið að brjóta mannréttindi á þess- um börnum. Það sýnir sig líka að frá stofnun Háskóla Íslands hafa aðeins fimm blindir einstakling- ar lokið prófi þaðan. Ef kennarar hafa áhuga þá bendi ég þeim á að alsjáandi fólk getur lært blindralet- ur á tveimur vikum. Það liggur á að opna þekkingarmiðstöð, það þarf að virkja kennara, fræða þá um mál- efni blindra og sjónskertra barna og bjóða íslenskum kennurum upp á að læra blindraletur.” Baráttufundur fyrir bættum hag barnanna Gunnar Már hvetur fólk til að sækja baráttufund fyrir bættum að- búnaði blindra og sjónskertra sem haldinn verður á Grand hóteli á þriðjudaginn klukkan fimm síðdeg- is. “Fundurinn ber yfirskriftina “Þurfa blindir menntun?” og þar mun John Harris, annar tveggja breskra sérfræðinga sem hingað komu í október til að gera úttekt á stöðu blindra í skólakerfinu greina frá niðurstöðum sínum og leiðum til úrbóta. Mér þykir afar slæmt að menntamálaráðherra hefur tilkynnt að hún kemst ekki á fundinn...” Már Gunnarsson Brotið á mann- réttindum Blindra Barna InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Í frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla er gert ráð fyrir að myndatökur og hljóð- upptökur í dómstólum landsins verði bannaðar. Breytingatillagan hefur farið fyrir allsherjarnefnd Alþingis og þaðan til persónu- verndar, sem gerir engar athuga- semdir. Samkvæmt tillögunni má víkja frá banninu í einstök skipti, með leyfi dómsstjóra. Ekki má taka myndir af málsaðilum án samþykkis þeirra. Persónuvernd afgreiddi málið síðastliðinn mánudag. myndatökur í dómssal 200 milljónir í íþróttirnar Ríkisútvarpið ver um 200 milljónum króna á ári í íþróttaumfjöllun. Þetta kemur fram í svari menntamálaráð- herra við fyrirspurn Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins. Björn Ingi spurði jafnframt hversu mikið sýningarrétturinn frá Formúlu 1 hefði kostað og hve mikið Ríkisútvarpið myndi borga fyrir sýningarréttinn að Evrópu- meistarakeppninni í fótbolta. Engin svör fengust við því. Í svari ráðherra segir að þær upplýsing- ar megi ekki veita, enda trúnað- armál milli Ríkisútvarpsins og viðsemjenda þess. Þrjár milljónir í neyðarhjáp Rauði kross Íslands hefur veitt þremur milljónum króna vegna gífurlegra flóða í Mósambík. Beiðnin kom frá Alþjóða Rauða krossinum og hljóðar hún upp á ríflega fjögur hundruð milljónir króna. Miklar rigningar undanfarn- ar vikur hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og hafa að minnsta kosti 29 týnt lífi. 120 þúsund manns hafa verið flutt frá heimilum sínum og hátt í 300 þúsund manns hafa orðið fyrir búsifjum. Nú hefur fellibylurinn Favio einnig herjað á fórnarlömb flóðanna. Vildu halda vændinu leyndu Tvær íslenskar konur á fimm- tugsaldri sem teknar voru á Kefla- víkurflugvelli með kókaín um miðj- an febrúar, segjast vera vændiskonur og hafi verið þvingaðar til innflutn- ingsins. Gæsluvarðhald yfir þeim og manni á þrítugsaldri rann út á mið- vikudag en lögreglan á Suðurnesjum fékk varðhaldinu framlengt á grund- velli rannsóknarhagsmuna. Konurnar voru að koma frá Am- sterdam í Hollandi þegar þær voru stoppaðar við hefðbundið eftirlit toll- varða í Leifsstöð. Kókaínið földu þær bæði innvortis og innan klæða. Kon- urnar hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna mála af þessu tagi. Þær halda því fram að maðurinn hafi hótað að koma upp um vændisiðju þeirra ef þær flyttu ekki inn fíkniefni fyrir hann. Eftir að konurnar höfðu verið handteknar hringdi sími í fórum þeirra og var símtalið rakið til manns- ins sem svo var handtekinn í fram- haldinu. Konurnar segjast vera burð- ardýr og að þær hafi fengið símann frá manninum, sem sé eigandi fíkni- efnanna til að nota í samskiptum við hann á meðan á verkinu stæði. hrs@dv.is Fíkniefni Konurnar voru stöðvaðar með kókaín við venjubundið eftirlit tollgæslu. Flottir feðgarMár og gunnar Már eiga þann draum að sjá stöðu blindra og sjónskertra barna á Íslandi breytast til muna. Þá geta þeir snúið aftur heim til ættjarðarinnar... Klámgestir hefna sín Þeir aðilar sem skipulögðu klámráðstefnu á Hótel Sögu hafa ákveðið að leita sér laga- legrar aðstoðar vegna máls- ins. Íhuga þeir nú að fara í mál vegna tapaðra fjármuna og tíma eftir að stjórn Bændasamtak- anna bannaði þeim að gista á hótelinu sínu. Í yfirlýsingu, sem finna má á heimasíðu þeirra, segir að fyrirtækið hafi beðið skaða vegna málsins. Að auki spyrja forsvarsmenn á síðunni hvort skárrra sé að drepa hvali en að hleypa klámleikkonum til landsins. AnnA KristinE blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is DV 23. ebrúar samrýndir feðgar gunnar már fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar enda sé staðan hér á landi grafalvarleg þegar kemur að þjónustu við blinda og sjónskerta nemendur. Hann bendir á að sonur hans hljóti margfalt fleiri sérkennslutíma erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.