Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Side 8
miðvikudagur 11. júlí 20078 Fréttir DV Umsátrið Um raUðU moskUna Umsátrið um Rauðu moskuna í Islama- bad hefur staðið síðan 3. júlí. Þar tókust á sérsveitir pakistanska hersins og vopn- aðir öfgamenn sem krefjast strangari íslamskra laga. �amningaviðr�ður stóðu yfir í marga daga, en í g�rmorgun runnu þ�r endanlega út í sandinn. Í kjöl- farið réðust sérsveitir til inngöngu. Pakistanskar sérsveitir réðust í gær- morgun til inngöngu í Rauðu mosk- una í Islamabad í Pakistan. Átökin um moskuna hófust þann þriðja þessa mánaðar í kjölfar aðgerða nemenda. Nemendur í moskunni og viðbyggðum skóla hafa til margra mánaða krafist strangari íslamskra laga. Í gærmorgun brotnaði upp úr samningaviðræðum milli yfirvalda í Pakistan og leiðtoga upreisnar- mannanna sem höfðu moskuna á sínu valdi. Talsmaður pakistanska hersins sagði að um fimmtíu upp- reisnarmenn og átta hermenn hefðu misst lífið í árásinni. Sér- sveitirnar fóru herbergi úr herbergi og notuðu stuðsprengjur og köll- uðu til gísla sem þar kynnu að vera til að koma í veg fyrir óþarfa mann- fall. Waheed Arshad yfirherforingi sagði að margir uppreisnarmann- anna ásamt Abdul Rashid Ghazi, leiðtoga moskunnar, og um það bil eitthundrað og fimmtíu konum og börnum, hefðu flutt sig í kjallara trúarskólans. Hann sagði uppreisn- armennina vel þjálfaða, vel vopn- um búna og þeir hefðu yfir að ráða sprengjuvörpum og vélbyssum og hefðu komið fyrir sprengjugildrum í mörgum herbergjum. „Þeir sem gefast upp verða handteknir, en aðrir verða álitnir bardagamenn og þeir drepnir,“ sagði Waheed Arshad yfirherforingi. Erlendir stríðsmenn Mohammed Ijaz ul-Haq, ráð- herra trúarmálefna, sagði, án þess að fara nánar út í þjóðerni eða fjölda, að meðal uppreisnarmanna í moskunni væru erlendir stríðs- menn. Í það minnsta fimm forhertir hryðjuverkamenn voru í moskunni að hans sögn. Þessari staðhæfingu hafði Abdul Rashid Ghazi hafnað. Hann fullyrti að innanhúss hefðu eingöngu verið nemendur trúar- skólans. Einnig sagði Ijaz ul-Haq að konur og börn hefðu verið læst inni á tveimur hæðum trúarskólans sem er byggður við moskuna. For- seti Pakistan, Musharraf, hafði sent þúsundir hermanna til moskunnar á miðvikudaginn var, í kjölfar blóð- ugra bardaga á þriðjudeginum, milli öryggissveita og fylgismanna öfgaklerka sem vilja innleiða ísl- ömsk lög í anda Talibana í höfuð- borgina. Fyrir atlöguna í gær höfðu að minnsta kosti tuttugu og fjórir látið lífið, þar af einn yfirmaður sérsveit- anna. Kröfðust öruggrar undankomu Ásakanir um tvöfeldni ganga nú á milli yfirvalda og uppreisnarmanna. Síðasta samningalotan stóð í um níu klukkustundir og á stundum leit út fyrir að lyktir gætu orðið friðsam- ar. Skömmu fyrir árásina í mosk- una hafði Abdul Rashid Ghazi, leið- togi uppreisnarmanna, farið fram á örugga undankomuleið fyrir sig og liðsmenn sína og friðhelgi fyrir alla sem í moskunni voru, það gekk ekki eftir og ásakaði hann stjórnvöld um tvískinnung. „Ég set spurningar- merki við hvort ríkisstjórnin ætlaði sér nokkurn tíma að leysa vanda- málið. Þetta fólk vill bara þjóðar- morð,“ sagði Ghazi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar hef- Hell fær ekki inngöngu Fimm ára gamall ástralskur dreng- ur fær ekki inngöngu í skóla heil- ags Péturs í Melbourne í Ástralíu. Ástæðan er eftirnafn hans. Alex Hell, faðir drengsins, sagði að ekki hefðu verið nokkur vand- ræði þegar hann skráði son sinn í skólann undir nafni móður hans, Wembridge. En það komu vöflur á skólayfirvöld þegar foreldrarnir ákváðu að nota eftirnafn föðurins, Hell, sem er enska orðið yfir hel- víti. Hann segir að nafnið sé aust- urrískt og merki bjartur. kranavatn Borgaryfirvöld í New York hafa hrint af stað herferð til að hvetja borgarbúa til að drekka krana- vatn í stað flöskuvatns. Það muni bæði spara fólki pening og draga úr úrgangi. Samkvæmt umhverf- isverndarsamtökum enda fjórar af hverjum fimm plastflöskum á landfyllingum víða. Hitabylgja herjar nú á íbúa New York-borgar og eru skiptar skoðanir um ágæti herferðarinnar. Nú þegar bjóða veitingastaðir í Kaliforníu ein- göngu upp á kranavatn. Yfirvöld í Bretlandi hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun rússneskra stjórnvalda að Andrei Luguvoi verði ekki framseld- ur til landsins. Bretar vilja rétta yfir honum vegna morðsins á Alexand- er Litvinenko í Lundúnum í nóv- ember á síðasta ári. Litvinenko varð fyrir eitrun af völdum geislavirkra efna sem að lokum drógu hann til dauða. Á banabeð sínum ásakaði Litvinenko Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um að standa að baki til- ræðinu. Talsmaður forsætisráðherra Breta sagði í gær að tilboð rússneskra yfirvalda um að rétta yfir Luguvoi í Rússlandi, væri ekki aðgengilegt. Ólíklegt væri að hlutleysis yrði gætt þar í landi. Talsmaðurinn sagði að nú myndu Bretar íhuga frekari val- kosti. „Við hörmum að Rússlandi hafi mistekist að sýna nauðsynleg- an samstarfsvilja í þessu máli,“ sagði hann. Málið hefur varpað skugga á samskipti Breta og Rússa, sem voru brothætt fyrir morðið á Litvinenko, vegna ásakana um njósnir og fleira. Rússar hafa haldið því fram að óvildarmenn Pútíns hafi staðið á bak við morðið og hafa nefnt til sög- unnar Boris Berezovsky. Berezovsky var vinur og velgjörðamaður Lit- vinenkos og hann telur að yfirvöld í Moskvu hafi átt þátt í morðinu. Rússnesk yfirvöld segja að fram- sal rússneskra ríkisborgara brjóti í bága við stjórnarskrá landsins, en hafa þó gefið í skyn að skipti gætu átt sér stað; Luguvoi í stað Berezov- skys. Réttað verður yfir Berezovsky að honum fjarstöddum vegna fjár- dráttar og peningaþvættis. Andrei Luguvoi verður ekki framseldur til Englands. Rússar framselja ekki Andrei Luguvoi til Englands. Bresk stjórnvöld hafa hann grunaðan um aðild á morðinu á Litvinenko: Vonbrigði í Downingstræti KoLbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Umsátrið um Rauðu moskuna n 3. júlí, átök brjótast út og sextán falla. n 4. júlí, um það bil sjöhundruð nemendur yfirgefa moskuna sem er umkringd af öryggissveitum. n 5. júlí, yfir eittþúsund nemendur gefast upp fyrir öryggissveitum. n 6. júlí, konum er leyft að yfirgefa moskuna. n 8. júlí, fullyrt er að uppreisnar- menn haldi konum og börnum föngnum inni í moskunni. n 9. júlí, samningamenn tala við leiðtoga moskunnar gegnum hátalara, en án árangurs. n 10. júlí, sérsveitir pakistanska hersins ráðast til inngöngu í moskuna. „Þeir sem gefast upp verða handteknir, en aðrir verða ��itnir bardagamenn og þeir drepnir.“ rauða moskan Ekki var vitað hve margir voru í byggingunni þegar árásin hófst. Abdul rashid Ghazi leiðtogi moskunnar lét lífið í áhlaupinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.