Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 14
miðvikudagur 11. júlí 200714 Heimili DV Árni Johnsen er 63 ára stjórnmálamaður Hver er þinn uppáhaldsstóll? „Það er skemmtilegur stóll sem ég fékk að gjöf frá Sig- steini Sigurbergssyni, bólstrara um 1980.“ Til hvers notar þú hann helst og hverjir eru kostirnir? „Hann er yfirleitt á skrifstofunni minni og ég he f mikla ánægju af honum. Þetta er mjög persónuleg ur stóll með háu baki og búskum. Hann er fagurgrænn og það er mjög gott að setjast í hann.“ Mega aðrir setjast í stólinn? „Já, ég er ekkert viðkvæmur fyrir stólum. Ég er ekki smíðaður til að vera í stólum og er alveg sama þ ótt fólk setjist í mína stóla.“ Hvernig og hvenær eignaðist þú stólinn? „Sigsteinn heitinn varð fyrir því að undirsk riftin á meistarabréfinu hans máðist út. Hann lenti í m iklum vandræðum þar sem hvergi fundust gögn sem sönn- uðu að hann væri húsgagnabólstrari. Hann le itaði til mín og einhvern veginn gruflaðist það í gegnu m kerf- ið að ég fékk undirritun að nýju meistarabré fi fyrir hann. Nokkru síðar kom hann færandi hend i og af- henti mér stólinn sem hann hafði bólstrað. Mé r þykir mjög vænt um stólinn enda um persónulega gjöf að ræða.“ Fáir stólar hafa notið meiri aðdáun- ar en þeir sem kall- ast Eggið og Svan- urinn og eru hannaðir af danska arkitektinum og hönnuðinum Arne Jakobsen. Eyjólfur Pálsson húsgagna- arkitekt settist í Svan og sagði okkur hvað gerir hann svo eftirtektarverðan. Elísabet Jökuls- dóttir er 49 ára rithöfundur Hver er þinn uppáhaldsstóll? „Minn uppáhaldsstóll týndist fyrir mörgum árum.“ Ert þú þá að leita að uppáhaldsstóln-um þínum? „Fyrst þú hringir þá finnst mér sjálfsagt að setja leit í gang.“ Hvers konar stóll er sá sem um ræðir? „Þetta er nokkurs konar hásætisstóll sem fyrsta ástin mín gaf mér fyrir mörgum árum. Hann er klæddur ljósbrúnu leðri, en ég man nú ekki hvað þessir stólar kallast. Þeir heita samt eitthvað sérstakt. Það var svona hásætis- fílingur í honum. Þetta var eiginlega eins kon- ar fuglsdreki. Lappirnar voru eins og lappir á dreka.“ Hvað varð um stólinn? „Það er einmitt málið. Ég veit það ekki. Hrafn bróðir minn fékk hann einu sinni lánaðan. Hann var svo eitthvað að flytja á því tímabili og stóllinn var settur fram á gang í Hafnar- stræti 2. Síðan hefur ekkert til hans spurst.“ Hvað er sérstakt við þennan stól? „Þetta að hann skjótist upp í kollinn þegar einhver hringir og spyr um stól 15 árum eft- ir að hann týnist hlýtur að merkja að hann sé einkar sérstakur stóll. Þetta hlýtur að vera einhver galdrastóll. “ Hvernig fékkstu stólinn? „Kærastinn minn gaf mér hann. Ég hugsa að það séu ekki til margir svona stólar. Afi minn átti svipaðan stól en hann var klæddur efni, en ekki leðri. Þetta var mjög óþægilegur en guðdómlegur stóll sem ég vona að komi í leit- irnar.“ EINFALT OG LÁTLAUST FORM „Arne Jakobsen hannaði þessa stóla árið 1958 til notkunar á SAS- hótelinu í Kaupmannahöfn. Það er eins með þessa stóla og svo marga stóla, þeir eru oft hannaðir fyr- ir ákveðnar byggingar, vekja eftir- tekt og fara í almenna framleiðslu,“ segir Eyjólfur. Hann er sjálfur hús- gagnaarkitekt og einn af eigend- um verslunarinnar Epal þar sem hægt er að kaupa Eggið og Svan- inn. „Stólarnir urðu strax vinsælir og hafa síðan verið seldir um all- an heim. Það sem gerir þá svo vin- sæla er einfalt og látlaust form sem höfðar til fólks. Það sama má segja um nöfnin, þau eru eitthvað svo hugljúf og falleg.“ Arne Jakobsen hefur lengi ver- ið einn dáðasti maður á sínu sviði í Danmörku og hlutir hans hafa oft verið kallaðir þjóðararfur Dana. „Margir af stólum Arnes Jakob- sen voru í upphafi framleiddir með tréfótum en eftir því sem ég best veit fóru þeir stólar ekki í alvarlega framleiðslu. Stólarnir eru á snúan- legum stálfæti og formið er alltaf það sama. Það er hægt að fá Egg- ið og Svaninn bæði leðurklædda og með tauáklæði að vali kaupand- ans. Það er reyndar ekki hægt að nota hvaða áklæði sem er, það þarf að vera svolítið teygjanlegt vegna formsins.“ Eftirlíkingar hamla nýrri hönnun Fjölskylda Arnes Jakobsen, sem er látinn, á einkarétt á allri hans hönnun. Ég spyr Eyjólf hvort mik- ið sé um eftirlíkingar af þessum Eyjólfur Pálsson „aldur skiptir ekki máli þegar kemur að vinsældum þessara tveggja stóla. Þessir stólar ganga í erfðir og margir finna gamla stóla og láta klæða þá upp á nýtt,“ segir Eyjólfur um Eggið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.