Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 27
Beckham- fjölskyldan spennt Synir Beckham-hjónanna Victoriu og Davids halda að fjölskyldan sé að fara að flytja í Disneyland. Victoria Beckham sagði í viðtali á dögunum að hinn átta ára gamli Brooklyn sé svo spenntur að hann haldi virkilega að nýja heimilið þeirra verði í Disney- skemmtigarðinum. „Við erum öll svo spennt yfir því að vera að flytja. Strákarnir halda að við séum að flytja í Disneyland,“ sagði Victoria. Beckham-hjónin hafa nú þegar keypt sér hús sem kostaði um 1,3 milljarða króna í sama hverfi og vinir þeirra Tom Cruise og Katie Holmes búa í. Sony-fyrirtækið stendur í stórræðum þessa dagana vegna Playstation 3 vélarinnar: Kvikmyndaþjónusta í Playstation 3? Í fyrradag tilkynntu forsvars- menn Sony um verðlækkun á nýju Playstation 3 vélinni. Verðlækk- unin var veruleg og nam hún alls 100 dollurum á Bandaríkjamark- aði, sem jafngildir um sex þúsund krónum hérlendis. Ekki hefur ver- ið ákveðið með verðlækkunina hér á landi en tilkynningar er að vænta frá Sony á morgun sem gæti leitt til verðlækkunar hérlendis. Þetta eru þó ekki einu breyting- arnar sem er að vænta frá Sony því sterkur orðrómur er uppi um að Sony hyggist innan skamms bjóða eigendum Playstation 3 upp á nýja þjónustu. Þjónustan felur í sér að eigendur geta sótt kvikmyndir og sjónvarpsþætti, beint af netinu í gegnum tölvuna. Talsmaður Sony, N‘Gai Croal, lýsti þessu yfir í viðtali við Newsweek á dögunum. Croal sagði að tilkynningar væri að vænta frá Sony innan skamms. Hann sagði jafnframt að upplýsingarnar yrðu þó af skornum skammti þar sem þetta er aðeins á byrjunarstigi. Sony tilkynnti einnig á dögunum að það ætli að bjóða upp á nýja vél með 80 gígabæta hörðum diski. Auk þess á öllum tölvum að fylgja leikurinn MotorStorm. Þykir líklegt að þetta sé gert með það í huga að auka sölu tölvunnar sem hefur verið nokkuð undir væntingum fyrirtækisins. Í nóvember síðastliðnum til- kynnti Microsoft um að það hygð- ist bjóða upp á svipaða þjónustu fyrir Xbox 360 vélina. Sú þjónusta gerir eigendum vélarinnar kleift að kaupa sjónvarpsþætti eða leigja kvikmyndir í gegnum netið. Í sum- um tilfellum er boðið upp á hina nýju háskerputækni, sem verið hef- ur að ryðja sér til rúms undanfar- in misseri. Forsvarsmenn Micros- oft sögðust einnig ætla að stækka iTunes-þjónustuna umtalsvert og gera hana notendavæna fyrir eig- endur PSP-tölvanna. Átti sú tækni að gera eigendum PSP kleift að geta sótt tónlist og kvikmyndir í gegn- um forritið. Ekkert hefur heyrst frá Microsoft varðandi þá hugmynd frá því í marsmánuði. einar@dv.is Það hafa margar sálir beðið óþreyjufullar eftir deginum í dag því klukkan 14 verður myndin um Harry Potter og Fönixregluna frum- sýnd í Sambíóunum við Álfabakka. Myndin hefur nú þegar verið forsýnd í Japan, Bandaríkjunum og Bret- landi. Ef marka má einkunnagjöf frá kvikmyndavefnum IMDb.com er myndin sú besta hingað til. Myndin um Fönixregluna er sú fimmta í röð Harry Potter-myndanna og fylgjumst við nú með Harry Potter, Ron Weasl- ey og Hermione Granger á fimmta ári í Hogwarts-galdraskólanum. Harry er nú orðinn 15 ára gam- all og ýmislegt nýtt gerist hjá honum og félögum hans. Í myndinni lendir Harry í vandræðum við Quidditch- liðið auk þess sem hann þarf að þreyta erfitt próf í skólanum. Auk þess hvílir ógnin frá Voldemort þungt á öxlum Harrys, en eftir 14 ár hefur Voldem- ort nú hlotið fullan styrk. Töframála- ráðherrann Cornelius Fudge stofnar nýtt varnarlið innan Hogwarts-skól- ans ásamt töfrakennaranum Dolores Umbridge, sem hægt og bítandi fer að taka yfir skólann með stuðningi frá ráðuneytinu. Unglingahormón- arnir eru einnig farnir að setja strik í reikninginn hjá Harry sem fær sinn fyrsta koss í myndinni. Það er óhætt að segja að spenn- an sé í algleymingi í þessari fimmtu mynd um Harry Potter og ævintýri hans. Leikstjóri myndarinnar að þessu sinni er David Yates sem hef- ur að mestu leikstýrt sjónvarpsþátt- um á ferli sínum. Hann mun einnig sjá um leikstjórnina í næstu mynd um Harry Potter sem væntanleg er á næsta eða þarnæsta ári. Tökur á myndinni stóðu yfir í nánast eitt ár en þær hófust í janúar á síðasta ári og lauk þeim rétt fyrir síðustu jól. Við gerð myndarinnar var engu til spar- að og er áætlað að heildarkostnaður- inn við myndina hlaupi á tíu til tólf milljörðum króna. Það má búast við því að myndin verði fljót að ná upp í kostnaðinn, því síðasta myndin um Harry, sem kom út árið 2005, hal- aði inn um átján milljörðum króna í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum einum saman. Eins og áður segir hefur mynd- in öllu jafna fengið góðar viðtökur. Breska blaðið The Telegraph sagði meðal annars að myndin væri sú drungalegasta hingað til og jafnframt sú besta. Sunday Mirror gaf mynd- inni auk þess fjórar stjörnur af fimm mögulegum og sagði að hún væri eins og dökkt og ljúffengt konfekt. Hvað sem því líður munu ungir jafnt sem aldnir flykkjast í kvikmyndahús landsins til að berja myndina augum. Auk Sambíóanna Álfabakka verður myndin sýnd í Smárabíói, Regnbog- anum, Kringlubíói, Sambíóunum Keflavík og á Akureyri. einar@dv.is Ryan Seacrest brast í grát Það var mikið um dýrðir í brúðkaupi þeirra Evu Longoria og Tonys Parker. Það var ekki eingöngu mikið um dýrðir því dramatíkin var einnig allsráðandi. Þannig brast Idol- kynnirinn Ryan Seacrest í grát þegar hjónin dönsuðu brúðarvalsinn. „Tony dýfði Evu niður og dró hana svo strax aftur upp og kyssti hana munúðarfull- um kossi. Eftir það hélt ég ekki lengur út og ég grét eins og lítið barn. Ég stóð við hliðina á Teri Hatcher og Jessicu Alba og þær hlógu bara að mér,“ sagði hinn auðmjúki Ryan Seacrest. Scarlett mætt til Barcelona Tökur á nýjustu mynd Woodys Allen eru hafnar en endanlegt heiti myndarinnar hefur enn ekki verið ákveðið. Í fyrradag fóru tökur fram á ströndinni í Barcelona þar sem Scarlett Johansson skartaði sínu fegursta. Þetta er þriðja Woody- myndin sem Scarlett leikur í en áður hefur hún leikið í myndunum Match Point og Scoop eftir leikstjórann geðþekka. Auk Scarlett Johansson leika í myndinni Pénelope Cruz og spænski leikarinn Javier Bardem. VANDLEG GUSA AF ÖRLÖGUM miðvikudagur 11. júlí 2007DV Bíó 27 Playstation 3 Hefur lækkað í verði en Sony vill auka söluna enn frekar og ætlar nú að bjóða upp á kvikmyndaþjónustu. Í dag verður fimmta myndin um Harry Potter frumsýnd. Í mynd- inni lendir Harry í ýmsum ævin- týrum og fær meðal annars sinn fyrsta koss. Myndin er af mörg- um talin vera sú besta hingað til og jafnframt sú drungalegasta. Harry Potter myndin um Harry Potter og Fönixregluna verður frumsýnd hér á landi í dag. DRUNGALEGUR HARRY POTTER FRUMSÝNDUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.