Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2007, Blaðsíða 32
„Þeir sem sinna fötluðum hljóta að eiga það inni að fá launin sín eins og aðrir,“ segir Kristín Á. Guðmundsdótt- ir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún er afar ósátt við framgöngu for- svarsmanna Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra þar sem ekki hafi enn verið gengið frá stofnanasamningum við sjúkraliða sem gera átti fyr- ir 1. október 2006. Sjúkra- liðar hafa starfað hjá Svæð- isskrifstof- unni til margra ára. „Það virðist vera vegna þeirrar láglaunastefnu sem haldið er uppi innan Svæðisskrifstof- unnar sem ekkert hefur gengið,“ seg- ir Kristín. „Við tökum ekki til greina að þeir sjúkraliðar sem þarna starfi fái lægri laun en aðrir. Virðingarleys- ið gagnvart starfsfólkinu er með ólík- indum.“ Kristín segist nýlega hafa skrif- að bréf til félagsmálaráðuneytisins vegna seinagangs hjá Svæðisskrifstof- unni. „Við héldum að það ætti að fara að leggja kraft í þessa vinnu en það síðasta sem við fréttum var að sá sem hefur yfirumsjón með þessum málum á Reykjavíkursvæðinu væri kominn í „Trassaskapur atvinnurekenda er al- geng ástæða þess að erlendir verka- menn leita aðstoðar stéttarfélaga,“ segir Kristján Gunnarsson, formað- ur Starfsgreinasambandsins. Starfs- menn verkalýðsfélaga hafa orðið varir við að mun fleiri leita aðstoðar þeirra við að fá laun innheimt nú en áður. Málum sem komu til kasta kjara- sviðs VR fyrstu sex mánuði ársins hef- ur fjölgað um 71 prósent frá því í fyrra en í lok júní voru þau orðin 761. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir fyrirtæki fremur en einstaklinga hafa orðið gjaldþrota á árinu. „Við erum að velta fyrir okkur hvort þetta sé birtingarmynd þess að góðærið sé í rénun. Kannski er þetta merki þess að háir stýrivextir Seðlabankans séu farnir að bíta og við séum á leið inn í samdrátt.“ Gunnar segir að fjöldi mála hafi aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. „Það var búið að spá því að það myndi draga úr þenslunni. Þetta fylgir hagsveiflunni en er meira en við höfum séð í langan tíma.“ Kristján Gunnarsson segist finna fyrir því að fleiri mál komi inn á hans borð í ár en síðustu ár. „Mér finnst jákvætt að fólk leiti meira til stétt- arfélaganna í þessari miklu spennu sem ríkir í samfélaginu.“ Hann segir að ólgan sé mest hjá litlum fyrirtækj- um þar sem starfsmenn eru undir tveimur tugum. „Flest fyrirtæki taka vel í það þegar við höfum samband og oftast eru þau mál sem biðu úr- lausnar fljótlega sett í þannig farveg að unnið sé úr þeim. „Alls konar seinagangur er algeng- asta ástæða þess að fólk leitar til stétt- arfélaganna,“ segir Kristján. „Þetta getur verið trassaskapur í að sækja um kennitölur fyrir erlenda starfs- menn, seinkun á útgáfu launaseðla og frítökurétti er mjög ábótavant. Það er eins og sumir atvinnurekendur haldi að erlent vinnuafl eigi ekki rétt á fríi eins og annað fólk og algengt er að það fái ekki sína lögbundnu ellefu tíma hvíld á milli vakta.“ Kristján segir einnig að erlendir verkamenn þurfi oft aðstoð við að fá lögbundin laun. „Þeir fá launin alveg strípuð. Oft og tíðum eru þetta algjör lágmarkslaun sem verið er að greiða þeim. Skýringar atvinnurekenda á þessu eru meðal annars að það taki þá svo langan tíma að ganga rétt frá málunum, að það sé of tímafrekt að fá kennitölur fyrir starfsfólkið sitt.“ Þessi rök standast engan veginn, að mati Kristjáns, og segir hann að atvinnu- rekendur þurfi að tileinka sér agaðri vinnubrögð.“ miðvikudagur 11. júlí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Er þá öllum óhætt í Kringlunni, illu andarnir farnir... GÓÐÆRIÐ Á UNDANHALDI Fólki sem leitar aðstoðar verkalýðsfélaga við að fá laun greidd fjölgar jafnt og þétt: Eldsvoði við Laugaveg Allt tiltækt slökkvilið var sent að bakhúsi við Laugaveg 70 vegna eldsvoða rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Húsið er gjörónýtt en einnig urðu miklar reykskemmdir að Grettisgötu 57. Loka þurfti nálægum götum þar sem eldurinn virtist vera að breiðast meira út. Slökkvistarf gekk vel og var fljótt komist fyrir upptök eldsins. Lögreglan útilokaði ekki íkveikju. Enga sakaði í brunanum. DV mynd: Spessi Sjúkraliðar sem sinna fötluðum fá ekki stofnanasamning: Níu mánaða bið eftir hækkunum Vetnisknúinn fólksbíll á götuna Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, taka í dag við fyrsta vetnisknúna fólksbílnum sem tekinn verður í notkun á Íslandi. Orkufyrirtækið Daimler- Chrysler afhendir Landsvirkj- un og Orkuveitunni vetnisbíl af gerðinni Mercedes Benz A-class. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að þetta sé fyrsta skrefið í svokölluðu SMART-H2 verkefni Íslenskrar NýOrku og VistOrku en í því verkefni verður vetnisbíl- um fjölgað jafnt og þétt á næstu þremur árum. Reyndi að kyrkja konuna Karlmaður sem reyndi að kyrkja konuna sína í lok júní slapp úr gæsluvarðhaldi í gær. Maðurinn sagði lögreglu ítrekað að hann hefði reynt að myrða konu sína. Þó kem- ur fram í dómi Hæstaréttar, sem hnekkti gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, að mað- urinn hefði hringt í Neyðarlínuna þegar kona hans missti meðvitund. Lögregla var þá send á staðinn. Konan sem maðurinn reyndi að kyrkja vill ekki kæra athæfið. Mað- urinn mun vera andlega vanheill og þunglyndur. Eiturlyf í Austurborginni Umtalsvert magn fíkniefna, eða um 400 grömm af maríjú- ana, fannst við húsleit í versl- unarhúsnæði í Austurborginni í fyrrakvöld. Á sama stað fundust rúmlega 500 dósir af ólöglegu munn- og neftóbaki. Hjá dósun- um voru einnig tvær loftbyssur. Húsleitin var framkvæmd eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um málið og tveir karlmenn voru handteknir í þágu rannsóknar málsins. Mönnunum hefur nú verið sleppt úr haldi og telst málið að mestu upplýst. kristín Á. Guðmundsdóttir Segist telja að láglauna- stefna innan Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra sé ástæða þess að ekki hefur verið gengið frá stofnanasamningum við sjúkraliða. fjögurra vikna sumarfrí. Það eru tvær vikur síðan og á meðan bíður fólk eftir að fá launahækkun sem það átti að fá fyrir 9 mánuðum.“ Kristín segir að þeg- ar viðkomandi aðili komi úr fríi geti allt eins verið að einhver annar úr samn- inganefndinni verði farinn í leyfi. Samkvæmt samningum áttu sjúkraliðar að meðaltali að fá hækkun sem nemur 9 prósentum í október og síðan aftur hækkun um 3 prósent um áramótin. Alls er þetta því um 12 pró- senta hækkun að meðaltali. Sturlaugur Tómasson, deildar- stjóri hjá félagsmálaráðuneytinu, seg- ir að um leið og skrifstofan hafi mót- tekið erindi Kristínar hafi verið send fyrirspurn til Svæðisskrifstofunnar og að fullur vilji sé hjá ráðuneytinu til að vinna að þessum málum þegar forsvarsmenn samninganefndar fyrir hönd Svæðisskrifstofunnar eru komn- ir úr sumarfríi. erla@dv.is Matvara hækkar Verð á matvöru hefur hækkað í helstu matvöruverslunum að und- anförnu í stað þess að lækka. Verð- lagseftirlit Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að lækk- anir á virðisaukaskatti hafa ekki skil- að sér til neytenda. Af þeim átta verslunum sem könnun ASÍ tók til hafði matvöru- verð aðeins lækkað í einni þeirra, Nettó. Mest er verðhækkunin á safa, gosi, vatni og fisk. Forsvarsmenn ASÍ segja niður- stöðuna mikil vonbrigði. Fimmtán keyrðu yfir hámarkshraða Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimmtán ökumenn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi í gær. Sá sem ók hraðast var á 141 kílómetra hraða, eða rúmlega innanbæjar- hraða yfir hámarkshraða á vegum úti. Hann fær 90 þúsund króna sekt fyrir hraðaksturinn. Einn var tekinn fyrir að tala í far- síma án þess að nota handfrjálsan búnað og einn tekinn fyrir að aka án ökuleyfis. „Við erum að velta fyrir okkur hvort þetta sé birtingarmynd þess að góðærið sé í rénun.“ ErLa HLynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is kristján Gunnarsson „Það er eins og sumir atvinnurekendur haldi að erlent vinnuafl eigi ekki rétt á fríi eins og annað fólk.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.