Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Qupperneq 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1978, Qupperneq 28
26 - AF HAGLEIK LÆKNISHANDA sama sjúkdómi. En síðan heji eg dreypl í augu nýfceðinganna minna, þvi,,maður veil aldrei hvar slíkt er“, sagði iœknir við mig. Að líkindum hefirþelta meðal ekki verið notað hér á landi fyr en þelta, þar sem Björn heilinn lœknir vissi ekki af þessum sjúkdómi hér fyr“. 1 Alexander Pagenstecher, 1828-79, þýskur augnlæknir kynnti fyrstur augnsmyrsli það, sem við hann er kennt og inniheldur hydrarg. oxyd.flav.0.1 vaselin 10. 2 Atropin augndropar. Von Graefe lagði fyrstur áherzlu á mydriasis við iritis árið 1856, en Donders lýsti fyrstur áhrifum atropins á auga 1864. 3 fink sulfat-augndropar hafa verið notaðir í margar aldir við augnangri. 4 Silfursambönd hafa verið notuð til augnlækninga frá því á miðöldum. Silfurnitratsambandið er þekkt frá þvi um miðja síðustu öld. 5 lchthyol er ennþá notað við langvarandi hvarmabólgu. Var fyrst notað sem augnsmyrsli 1889. 6 Calomel (mercuri chlorid) var áður mikið notað við bólgu í slímhúð og glæru, svo sem augnbóluangur. 7 Ludwig Laqueur, 1877 í Strassburg, sýndi fram á að eserin lækkaði augnþrýsting við gláku. 8 Adolf Weber, í Darmstadt, notaði fyrstur pilocarpin við gláku 1876. 9 Hermann Snellen, 1834-1908, hollenskur augnlæknir. Upphaf augnskurða og lýtalækninga Verður nú sagt frá nokkrum skurðaðgerðum Björns eftir að hann sezt að í Reykjavík. Mætti ætla að þá hafi aðstaða hans til skurðlækninga batnað, því í höfuðstaðnum varsjúkrahús, sem jafnframt var kennslustofnun fyrir læknanema. En svo mun ekki hafa verið, fyrr en Landakotsspítalinn tekur til starfa, nær níu árum síðar. Aðbúnaður á sjúkrahúsinu í Reykjavík var mjög lélegur eins og áður er getið, sjúkrarúm fá og aðsókn dræm. Stunduðu læknarnir fæsta sjúklinga sína þar. I sjúkraskrám sínum tekur Björn ekki fram, nema örsjaldan hvar hann gerir aðgerðir sínar. Er senni- legt að hann hall gert þær heima hjá sjúklingum eða þar sem þeir héldu til í bænum, ef þeir áttu heima utanbæjar, eins og hann var vanur að gera á Akranesi. Vera má að hann hafi gert einhverjar aðgerðir á sjúkrahúsinu, en þeirra er a.m.k. ekki getið í þeim skýrslum spítalans, sem til eru. Engar sjúkrahússkýrslur hafa fundizt fyrir árin 1895 og 1896. Árið 1897 lágu 59 sjúklingar á sjúkra- húsinu. Af þeim aðgerðum, sem þá voru gerðar, er ekki minnst á neina augnskurði, en sjúk- lingarnir skiptast þannig á læknana: Guðmundur Björnsson 32, Guðmundur Magnússon 23, Jónas Jónassen 2, J.J. og G.B. 1, en læknis eins er ekki greindur [6]. í 4. töflu er greint frá augnaðgerðum Björns Ólafssonar, en öllum táragangsaðgerðum sleppt, enda teljast ílestar þeirra vart til meiriháttar aðgerða og voru nær daglegur viðburður. Frá 24. júlí 1892 til 12. október 1909 gerir hann a.m.k. 355 aðgerðir á augum, og er þá farið eftir sjúkraskrám hans. Langflestar aðgerðirnar gerir hann árið 1894 (47 aðgerðir), fyrsta árið, sem hann starfar í Reykjavík og 1909 síðasta árið sem hann liíði (42 aðgerðir), enda þá byrjaður á nýrri glákuaðgerð, sem gaf góðar vonir, eins og síðar verður skýrt frá. Eins og sést á töflunni voru drer-og glákuaðgerðir lang algengastar. Þegar blaðað er í sjúkraskrám Björns Ólafssonar, furðar maður sig á fjölbreytni augnskurða hans og þá einkum á sköpulagsaðgerðum á augnalokum og húðflutningum. Hann fylgist vel með hvað er að gerast erlendis, þrátt lyrir einangrun, einkum með lestri fagrita. Á miðri starfsævi siglir hann ogkynnir sér nýjungar, eins og síðar verður vikið að. Þegar hefur verið sagt frá aðferð er Björn beitir við dreraðgerðir sínar. Fyrstu dreraðgerðina í Reykjavík gerir hann á 7 ára stúlku af Álftanesi, er haíði meðfætt drer og nær blind. Fékk hún góða sjón eftir aðgerðina. Er athyglisvert að hann notar hina fyrrnefndu aðferð von Graefe’s (extractio linearis), en ekki hjúpskurð, sem algengast var að gera við þessa tegund drers [12.02.94]. Er þessi aðferðennþá í fullu gildi við þessa tegund drers. Þegar um ungbörn var að ræða, gerði hann hjúpskurð á augasteininum [06.05.09]. Ekki þurfti alltaf að fjarlægja augastein til þess að bæta sjón, þótt ský væri myndað. Björn gerir aðgerð [20.06.94]. á ungri konu, er hafði ský á miðjum augasteini og í jöðrunum, en tærir blettir voru á milli skýjanna. Hafði hún sáralitla sjón í birtu, er sjónopin drógust saman. Gert var lituhögg á báðum augum og fékk hún góða lestrarsjón eftir aðgerðina [20.06.94]. Oftast tókust dreraðgerðir Björns vel, en erfitt var að gera aðgerð á sumum sjúklinganna vegna örmyndunar og samvaxtar eftir glæru-og litubólgu. Aðgerðin, sem lýst er í 10. sögu mistókst, en aðgerðarlýsingin er birt vegna þess, að hér er beitt nýrri aðferð og líka til að sýna, hversu illa sumir sjúklinganna voru á sig komnir, þegar augnlæknis var leitað. Sýnir þetta einnig, að Björn var ótrauður að ráðast í tvisýnar aðgerðir og að leggja sig í líma að hjálpa þeim, sem til hans leituðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.