Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 15
13 sjúklingi og við skyndi innlögn i desember með svæsna kviðverki og hita, þurrk og önnur ein- kenni Addison’s fárs, sem fyldu í kjölfar nokk- urra daga drykkju, var ástandið jafnharðan leiðrétt með nægum skömmtum glúkóstera og v'iðhlítandi vökva og saltmeðferð. Amylasar hækkuðu örlítið fyrstu 2 sólarhringana, en a.ö.l. voru engar rannsóknir markverðar og því vafasamt, að sjúklingur hafi haft briskirtils- bólgu. Hann útskrifaðist í þetta sinn á corti- son acetas 25 +12 % mg daglega og tabl. Fiori- nef o.l mg daglega. f göngudeildar heimsókn i ágúst 1976 lét sjúklingur hið bezta af líðan sinni, en hafði þá ekki um hríð tekið Florinef. Fastandi cortisol var mælt hjá sjúklingi sum- arið 1973 og mældist 4.3 mcg% (9-29 mcg%). Á 10 daga Decadrone meðferð í febr. 1978 og daglega synacthen-gjöf 8.—10. daginn var stað- fest, að gildi cortisols í blóði og 17-KGS í þvagi voru undirmáls og óörvanleg. Umsögn: Öruggur NHBV samkv. sjúkrasögu og nær fullvíst um berklauppruna, berklar sannaðir í hné, sáðlyppu og hrygg ásamt mikl- um berklum í umhverfi. Engin merki um sjálfs- ónæmisbrenglun í sjúklingi eða ættmennum, þegar undan er skilin sykursýki móður, en hún kom til á efri árum. Markvert er, hve vel sjúk- iingur hefur haldið sínu, þrátt fyrir fremur skrykkjótta samvinnu af hans hálfu og almenna litla steraskammta. M.t.t. þess er líklegt, að cortisol mælingin 1973 hafi sýnt rétta mynd, þar sem 25 mg cortisons daglega (og e.t.v. ekki alltaf tekin) hafa tæpast haldið niðri eðlilegri ACTH-framleiðslu, hafi sjúklingur haft heilan nýrnahettubörk. Rannsóknin í febr. 1978 tekur af öll tvímæli um greininguna. Sjúkrasaga VI: M.S., gift húsmóðir, f. 26.02.1928, Reykjavík var innlögð á lyflæknisdeild Landspítalans 04.10.1957 til innstillingar steraskamijits, en sjúkl. var þunguð, komin 2 mánuði áleiðis. Addisons veiki var greind haustið 1956. Aðdrag- andi greiningarinnar var sá, að sjúkl. fór að kenna slappleika vorið 1956 samfara lystarleysi, ógleöi og uppköstum á köflum. Dökkva húðar varð einnig vart og fór vaxandi. Heimilislækni renndi í grun, hversu komið væri og sendi sjúkl. til sérfræðings í lyflækningum, sem hóf meðferð með tabl. Percorten 4 mg daglega og tabl. cortison 25 mg x 2svar daglega. Sjúkl- hafði verið heilsuhraustur fram að þessu, eign- azt sitt fyrsta barn 1951 og fýsti mjög að verða barnshafandi að nýju, en var tjáð af kven- sjúkdómalækni vorið 1957, að slíkt gæti ekki orðið vegna Addisons sjúkdómsins. Reyndin varð önnur, en frá og með þunguninni varð sjúkl. æ slappari, enda hafði snemma árs 1957 verið minnkaður steraskammturinn í Per- corten 1 mg X 2 og cortison 25 mg X 1. SkoÖun: Dæmigerður Addisons dökkvi húð- ar, en ekkert að sjá í munni. BÞ liggjandi 102/76, standandi 92/70. Blóðhagur var eðli- legur, nema lymphocytosis 66%. Na: 123 mEq/l, K: 4.3 mEq/1, 17-ks i sólarhringsiþvagi 8.5 mg, enda sjúkl. á ofannefndum stera- skömmtum. Gangur: Sjúklingur útskrifaðist á cortison 25 mg x 2 og Percorten 1 mg X 4, en 3 dög- um síðar leystist sjúkl. höfn og var gert útskaf á Landakotsspítala. Eftir það var meðferð fljót- lega breytt í cortison-Florinef og stjórnaði sjúkl. ferðinni að mestu sjálfur. Varð barns- hafandi og átti börn 1961 og 1964 við mikinn ótta lækna í fyrra skiptið a.m.k., og var þá talað um absortus provocatus. Fékk dæmigerða thyreototoxicosis síðari hluta árs 1964 og var meðhöndluð með geislajoði, enda undirgengizt vönunaraðgerð áður. Varð hypothyroid innan árs frá meðferð og þá sett á tabl. Thyroidea, sem síðar var breytt í tabl. Thyroxin. 1975 var sj. rannsakaður í göngudeild Lsp. Cortisone- meðferð var hætt, en þess í stað gefið dexa- methazone 0.5 + 0.25 mg dagl. í 10 daga. Síðustu 3 dagana var gefið langvirkt Synacthen 1000 mcg og cortisol í serum mælt fyrir og eftir Synacthen. Reyndist cortisol 4.4 og 2.4 mcg%. Skjöldungs- og nýrnahettubarkarmótefni reyndust fyrir hendi. Tiðabrigði urðu, þegar sj. var 47 ára (1975) og kynkirtlastýrihormón gildi samrýmanleg því mæld í maí 1976. Þá fundust rauðleit upphlaup framan á báðum leggjum (myxedema prætibialis) en LATS-magn var ómarktækt. Umsögn: Aðdragandi greiningarinnar NHBV virðist óyggjandi. Fjögurra ára ófrjósemi þurrkaðist út, en með þungun 1957 varð corti- son-skammtur, 25 mg daglega, of lítill. Teikn um sjálfsónæmiseyðileggingu nýrnahettubarkar líkleg vegna sögu um skjaldkirtilsofstarfsemi (thyreotoxicosis), sem til kom 8—10 árum eftir upphaf NHBV, og fund mótefna gegn hvort tveggja skjaldkirtil- og nýrnahettubark- arvef. Sjúkrasaga VII: G.G., gift bóndakona, f. 14.10.1895, Suður- Múlasýslu, var innlögð i fyrsta skipti á lyf- læknisdeild Landspítalans 18.12.1956 vegna mæði við áreynslu, sem upphófst fljótlega eftir inflúenzu 3—4 mánuðum fyrir innlögn. Auk mæði hafði sjúklingur fundið til hjartsiáttar- kasta, fengið svarta díla fyrir augum, samfara þungum slœtti viö stööubreytingar, einnig höf- uðverk og kuldatilfinningu með svitaútslætti. Hitavella í einar 3—4 vikur fyrir innlögn, en ekki saga um ógleði eða uppköst né upplýs- ingar um vaxandi dökkva. Heilsufars- og fjölskyidusagaSystir dó úr berklum á Vífilsstaðahæli, en sj. talin berkla- laus. Hraust að frátalinni lang\rarandi hægða- tregðu. Eignast 14 börn, 12 á lífi (’56). Gerð ófrjó meðx rtg.geislum 41 árs gömul. Hár BÞ hafði mælzt. SkoÖun: Hæð 153 cm, þyngd 70.5 kg, BÞ 135/ 85 liggjandi, 125/85 sitjandi og 90/70 standandi. Sjúklingur þótti mislitkuð að áliti skoðenda, en 3 dögum eftir komu, ber öllum saman um, að hún sé dökkleit í lófum og á geirvörtum og húð raunar svo öll í meira lagi.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.