Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 5
3 I. KAFLI FORSAGA Lýsingu á Rhesus-sjúkdómi má finna í ritum Platers frá árinu 1641. Orth lýsti heilaskaða (kernikterus) af völdum gulu árið 1875. Rhesus-blóðflokkarnir voru þó fyrst uppgötvaðir af Landsteiner og Wiener ár- ið 1940. Var þetta tvímælalaust mikilvæg- asta nýjungin á sviði blóðflokkana frá þeim tíma er aðal blóðflokkarnir — eða ABO-kerfið — var uppgötvað um aldamót- in. Árið áður (1939) höfðu Levine og Stetson uppgötvað, að konur gátu mynd- að mótefni gegn fleiri blóðflokkum en A og B. Fyrstu blóðskipti, sem sögur fara af, gerði kandiski læknirinn Robertson árið 1921. Voru þau gerð hjá brunasjúklingi í því skyni að fjarlægja ,,eiturefni“ úr blóði hans. Árið 1926 gerði Hort í Bandaríkj- unum fyrstu blóðskipti á sjúklingi, sem væntanlega hefur verið með Rhesus-sjúk- dóm (erythroblastosis foetalis). Taldi hann, að sjúkdómurinn stafaði af eiturefn- um í blóði barnsins á sama hátt og hjá brunasjúklingi Robertsons. Blóðskipti féllu síðan niður með öllu og komu ekki fram á sjónarsviðið á nýjan leik fyrr en á fimmta áratugnum. Fyrstu blóðskipti hjá nýbura vegna þekkts Rhesus-misræmis er lýst af Wiener og Wexler árið 1946, en þeir gerðu blóð- skiptin þannig að blóði frá blóðgjafa var dælt í bláæð á fæti (vena saphena), en blóð sjúklings tekið út um slagæð í hand- legg (arteria radialis). Ári síðar (1947) tekur Diamond í Boston að gera blóðskipti um naflabláæð á svip- aðan hátt og síðan hefur verið gert alla tíð með fáum undantekningum. Kostur að- ferðar Diamonds er fyrst og fremst sá, að hún einfaldar blóðskipti til muna. Rhesus-blóðflokkanir voru fyrst fram- kvæmdar hér á landi eftir lok síðari heims- styrjaldar. Prófessor Níels Dungal dvaldi um skeið í Bandaríkjunum árið 1946, m. a. til þess að kynna sér Rhesus-blóðflokkanir. Notk- un undirblóðflokka við rannsóknir í barns- faðernismálum voru ofarlega á baugi um þessar mundir, og hefur sú þróun vafa- laust vakið athygli hans á þörf fyrir öflun Rhesus-mótefna til blóðflokkana. Regluleg skráning á blóðflokkum barns- hafandi kvenna hefst árið 1953 í Blóð- bankanum. Fyrstu blóðskipti, sem sögur fara af hér á landi, voru framkvæmd 8. ágúst 1951, samkvæmt gögnum Fæðingadeildar Land- spítalans. Daginn áður fæddist á Fæðinga- deildinni barn með Rhesus-sjúkdóm. Elías Eyvindsson, sem þá var svæfingalæknir á Handlæknisdeild Landspítalans, fram- kvæmdi þessi fyrstu blóðskipti. Nákvæm lýsing er til á aðgerðinni, sem hann framkvæmdi á Fæðingadeildinni. Hér var um að ræða 22 ára gamla konu, sem hafði áður fætt þrjú börn. Hið fyrsta árið 1947 í heimahúsum. Það barn var hraust. Annað barn sitt fæddi hún á Land- spítalanum. Það barn dó á þriðja degi eft- ir fæðingu. Tekið var fram, að barnið hafði gulnað mikið eftir fæðinguna, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það að öðru leyti. Þriðja barn konunnar fæddist á Fæðingadeildinni 1949. Reyndist það heilbrigt. Var konan síðan í fjórðu meðgöngu sinni undir eftirliti á Fæðinga- deildinni og fæddi eðlilega hinn 7. ágúst 1951 lifandi dreng, sem vó 3550 gr. Þess er getið í sjúkraskrá, að líðan hafi verið góð allan meðgöngutímann. Blóðflokkur eiginmanns konunnar var O Rhesus- jákvæður, en konan var O Rhesus- neikvæð. Daginn eftir fæðinguna var sent blóð frá móðurinni til rannsóknar, vænt- anlega vegna þess að barnið hafði gulnað. Svohljóðandi lýsing barst frá próf. Níels Dungal: „Serum konunnnar agglutinerar

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.