Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 7
5 inu í áföngum, en dregnir út 27 ml. Mæld- ist nú hemoglobin 94%. Virtist barninu líða vel að aðgerðinni lokinni". Var þess getið að barnið hafi verið rólegt og sofið vel um nóttina, en vart vaxandi gulu. Hrakaði barninu jafnframt stöðugc og lézt það einum og hálfum sólarhring síð- ar. Bjarni hafði kynnst blóðskiptum við framhaldsnám sitt í fæðingafræði í Dan- mörku á árunum 1952-1953 og verið við- staddur þrjú, þar af hafði hann gert sjálf- ur þau síðustu. Eftirlit með Rhesus-málum fór vaxandi á áratugnum 1951-1960, þótt fast skipu- lag kæmisl ekki á fyrr en á næsta ára- tug. Sjúkraskrár Fæðingadeildar Landspítal- ans og Barnaspítala Hringsins greina stöku sinnum frá blóðgjöfum, sem börn með Rhesus-sjúkdóm hafa fengið, en þá var ekki um eiginleg blóðskipti að ræða. Upplýsingar liggja einnig fyrir frá sjúkrahúsum á Akureyri, ísafirði og víðar. Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri, gaf nýfædd- um börnum með fyrrnefndan siúkdóm blóð stöku sinnum. Úlfur Gunnarsson, sjúkrahúslæknir á Isafirði, gaf börnum með Rhesus-siúkdóm tvívegis blóð eftir fæðingu, samkvæmt upplýsingum hans. Gaf hann blóðið í bein í fótlegg (tibia). Heilsaðist þeim börnum vel. Barnaspítali Hringsins hóf starf siít 19. iúní 1957. Það ár lá aðeins eitt barn með Rhesus-sjúkdóm á spítalanum. Magnús Ágústsson bamalæknir starfaði við spít- alann fyrsta árið. Hann gerði ein blóð- skipti á þessu barni ásamt Kristbirni Tryggvasyni yfirlækni. Voru þau gerð samkvæmt aðferð Diamonds eins og reynd- ar öll blóðskipti hérlendis síðan. Munu þetta vera fjórðu blóðskiptin, sem fram- kvæmd voru hér á landi vegna þessa sjúk- dóms. Árið 1957 voru skráð í Blóðbankanum jákvæð Coombs-próf hjá 10 börnum Rhesos-neikvæðra kvenna, en fyrrnefnd blóðskipti eru þau einu, sem framkvæmd voru. betta ár. Árið 1958 lágu þrjú börn með Rhesus- sjúkdóm á Barnaspítala Hringsins. Einu þeirra var gefið blóð, hjá öðru voru gerð blóðskipti, en þriðja barnið hlaut enga meðferð. Árið 1958 voru skráð jákvæð Coombs- próf hjá 14 börnum Rhesus-neikvæðra kvenna. Fæddu 12 þeirra á Fæðingadeild Landspítalans. Skipt var um blóð hjá tveim börnum með Rhesus-sjúkdóm á deildinni. Annar höfunda (G. B.) annaðist aðgerðina hjá báðum börnunum, en hann hóf störf sem sérfræðingur við Barna- spítala Hringsins á miðju ári 1958 og starf- aði við spítalann til 1961, er hann var ráðinn barnalæknir við Fæðingadeild Landspítalans. Árið 1959 fer eftirlit með Rhesus-nei- kvæðum konum greinilega ört batnandi, því að þetta ár eru skráð jákvæð Coombs- próf hjá 30 börnum Rhesus-neikvæðra mæðra. Hins vegar er það athyglisvert, að gerð voru blóðskipti hjá aðeins einu barni þetta ár. Fæddist barn þetta á Fæðinga- deild Landspítalans, en skipt var um blóð á Barnaspítala Hringsins. Við athugun á skýrslum Fæðingadeildar virðast flest barnanna hafa haft Rhesus-sjúkdóminn á lágu stigi. Þess ber þó að geta, að reglur um þörf blóðskipta voru ekki fullmótaðar á þessum tíma og þeim ekki beitt jafn stranglega og síðar varð. Fimm börn með Rhesus-sjúkdóm lágu á Barnaspítalanum árið 1959. Voru gerð blóðskipti hjá einu þeirra, svo sem fyrr getur. Árið 1960 reyndust 26 börn vera með Rhesus-sjúkdóm samkvæmt skrám Blóð- bankans. Lá aðeins eitt barn með þessa sjúkdómsgreiningu á Barnaspítalanum og voru framkvæmd blóðskipti hjá því. Á Fæðingadeildinni fæddust þetta ár tvíburar með Rhesus-sjúkdóm, sem gerð voru blóðskipti hjá. Voru það einu blóð- skiptin á deildinni þetta ár. í lok áratugsins 1951-1960 má telja, að föst skipan komist á blóðflokkanir í mæðraverndarskoðunum víðsvegar um landið. Allur þorri þessara blóðflokkana var framkvæmdur í Blóðbankanum í Reykja- vík, en þó önnuðust sum sjúkrahús og fæðingastofnanir blóðflokkanir hjá van- færum konum á sínu svæði. Af framansögðu verður séð, að blóð-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.