Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 11
9 var á Fæðingadeild Landspítalans og sýnd er í töflu 3. í töflu 4 liggja ekki fyrir tölur um Rhesus-neikvæðar konur árið 1961. Við samanburð á töflu 3 og 4 sést greinilega munurinn á fjölda Rhesus-neikvæðra kvenna, sem fæddu á þessum tveim stofn- unum. Tímabilið 1962-1970 voru aðeins 8.6% kvenna, sem fæddu á Fæðingaheim- ilinu, Rhesus-neikvæðar, en á tímabilinu 1971-1978 voru Rhesus-neikvæðar konur 11,2% af heildarfjöldanum. Báðar þessar tölur eru langt undir landsmeðaltali Rhesus-neikvæðra kvenna. Athyglisvert er, að á seinna árabilinu (1971-1978) fór Rhesus-neikvæðum kon- um þó fjölgandi miðað við fyrra tímabil- ið. Stafar þetta af því, að Fæðingaheimilið hefur stundað Rhesus-varnir frá upphafi þeirra eins og Fæðingadeild Landspítal- ans og hafa Rhesus-neikvæðar konur því ekkert síður fætt á Fæðingaheimilinu en Fæðingadeildinni, þegar ekki var um mót- efnamyndun að ræða hjá þeim. Tafla 4 sýnir ennfremur, að 16 konur með Rhesus-mótefni fæddu á Fæðinga- heimilinu árin 1962-1970, en aðeins þrjár árin 1971-1974, en engin síðan. TAFLA 5. Fjöldi fæöinga kvenna meö Rhesus-mótefni á Islandi og Fæöingadeild Landspítalans 1961—1978. Ár Landið allt Fæðingardeild Landsp. % 1961—1970 260 233 89.6 1971—1978 174 157 90.2 Alls 434 390 Tafla 5 sýnir hve oft þær 283 konur, sem myndað hafa Rhesus-mótefni, hafa fætt í landinu öllu annars vegar og á Fæð- ingadeild Landspítalans hins vegar. Er þessari töflu skipt í tvö tímabil eins og í töflum 3 og 4. Nú kemur í ljós, að nánast enginn munur er á þessum tíma- bilum. Um 90 af hundraði kvennanna hafa fætt á Fæðingadeildinni bæði tímabilin. Fjöldi fæðinga af þessu tagi utan Fæð- ingadeildar reyndust vera 54 eða 27 hvort tímabil. í flestum tilvikum var hér um að ræða vafasama eða mjög væga Rhesus-mótefna- myndun. Verður þessu atriði gerð betur skil síð- ar. 2. Fyrri fæðingar kvenna með Rhesus-mótefni TAFLA 6. Fjöldi fyrri fæöinga hjá 283 konum viö fyrstu greiningu á Rliesus-mótefnamyndun. Fjöldi fæð. 1961-1970 1971-1978 Alls % 0 2 i 3 1.0 1 9 10 19 6.7 2 72 27 99 34.9 3 42 13 55 19.4 4 37 22 59 20.8 5 20 7 27 9.5 6 ofl. 16 6 22 7.7 Alls 197 86 283 100 Tafla 6 sýnir fjölda fyrri fæðinga hjá konum, er myndað hafa Rhesus-mótefni, þegar fyrsta greining fór fram. Taflan sýnir, að þrjár konur hafa tek- ið að mynda mótefni án þess að hafa fætt áður eða látið fóstri. Orsök mótefnamynd- unar reyndist í þessum tilfellum vera fyrri blóðgjafir. Verður þessu aíriði gerð betri skil síðar. Nítján konur (6,7%) tóku að mynda mótefni eftir fyrstu fæðingu, en 99 (34,9%) eftir tvær fæðingar. Síðan fara hlutfallstölur stöðugt lækkandi í töflunni. Mun það stafa fyrst og fremst af því, að fáar konur á íslandi hafa hin síðari ár fætt mörg börn, en meðalfjöldi barna hjá hverri konu er 2,5 á þessu árabili. Ástæða er til að vekja athygli á því sérstaklega, að ein kona tók ekki að mynda Rhesus-mótefni fyrr en eftir ellefu meðgöngur og fékk tólfta barn hennar Rhesus-sjúkdóm, sem þurfti aðgerðar við. Tafla 6 sýnir ennfremur, að konum með Rhesus-mótefni hefur fækkað verulega á síðara athugunar-tímabilinu (1971-1978). Gætir hér áhrifa Rhesus-varna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.