Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 15
13 ástungur hafa aldrei sett fæðingu í gang svo kunnugt sé. Eitt legvatnspróf veitir upplýsingar um ástand fósturs á því augnabliki, sem ástungan er gerð. Mat á gangi Rhesus- sjúkdóms hjá fóstrinu fæst hins vegar með endurteknum próftökum. Tafla 8 sýnir að hjá 83 konum eða um 40 af hundraði (39,9%) var aðeins gerð ein legvatnsástunga. Ástæðurnar fyrir þessu eru einkum tvær. Hin fyrri og jafn- framt algengari er sú, einkum fyrr á ár- um, að konur komu svo seint til skoðunar á meðgöngutíma, að aðeins vannst tími til að framkvæma eina ástungu fyrir fæð- inguna. Hin meginástæðan er sú, að leg- vatnsprófið sýndi svo alvarlegt ástand hjá fóstri, að ákveðið var þegar í stað að framkalla fæðingu. Þegar fast skipulag var komið á leg- vatnsástungur á Fæðingadeildinni, varð almenna reglan sú, að framkvæma 2-4 legvatnsástungur hjá þessum konum. Tólf konur eða tæp sex af hundraði (5,8%) hlutu 5-7 ástungur. Var hér um að ræða konur með mótefnamyndun á háu stigi, sem vitað var um frá fyrri tíma, og voru til eftirlits á vegum deildarinnar frá upphafi meðgöngunnar. Fyrstu ástungur hafa verið framkvæmd- ar í 26.-28. viku meðgöngu. Algengast er þó að hefja ástungur af þessu tagi milli 32.-34. viku meðgöngunnar. 7. Blóðg'jafir fyrir fæðingu vegna Rhesus-sjúkdóms í beinu framhaldi af legvatnsástungum í byrjun sjötta áratugsins hóf Liley og síðar fleiri að gefa fóstrum blóð í móður- kviði. Var þessari aðferð beitt, þar sem leg- vaínspróf sýndu mikið niðurbrot rauðra blóðkorna hjá fóstrinu, fyrst og fremst á 26.-32. viku meðgöngunnar. Var blóð- gjöf reynd á þessu aldursskeiði, þegar sýnt þótti, að fóstrið mundi að öðrum kosti ekki lifa án þeirrar aðgerðar. Aðferðin krafðist bæði góðs tækjabún- aðar og þjálfunar, sem ekki var fyrir hendi um þetta leyti hér á landi. Jafn- framt þótti ekki hagkvæmt að byggja upp þjónustu hér af þessu tagi vegna fæð- ar þeirra tilfella, er til greina komu. Queen Mothers Hospital í Glasgow hafði, er hér var komið sögu, þjálfað starfslið til þess að annast þessa með- ferð og náð markverðum árangri. Fæðingadeild Landspítalans hafði um nokkurra ára skeið haft náið samband við fyrrnefnt sjúkrahús, sem tók að sér að annast þessa þjónustu við íslenskar kon- ur, sem á þyrftu að halda. Árin 1972 til 1975 voru fjórar konur sendar í þessu skyni íil Queen Mothers Hospital í Glasgow. Allar þessar konur hlutu meðferð, tvær með góðum árangri hvað Rhesus-sjúkdóminn snerti, þótt önn- ur þeirra missti barn sitt af öðrum ástæð- um (membrana hyalinisata). Eitt barn fæddist andvana og loks lézt eitt skömmu eftir fæðinguna úr Rhesus-sjúkdómi (hy- drops foetalis). Síðastliðin fjögur ár hefur engin kona á íslandi þurft þessarar meðferðar við. 8, Gangur fæðinga hjá 283 konum með Rhesus-mótefni 1961-1978 TAFLA 9. Gangur fœöinga hjá 283 konum meö Rhesw- mótefni árin 1961—1978. 1961-1970 1971-1978 Alls Fjöldi fæðing-a 197 86 183 Fæðingrim flýtt v. Rhesus-sjúkdóms 49(24.9%) 35(40.7%) 283 Tafla 9 sýnir gang fæðinga hjá áður- nefndum 283 konum eftir að greining á mótefnamyndun fór fram. Taflan gefur til kynna, að fæðingum var flýtt vegna Rhesus-sjúkdóms hjá um 25 af hundraði kvenna á fyrra athugunar- tímabilinu (1961-1970), en hjá um 40 af hundraði síðara tímabilið. Hefur þannig orðið hlutfallsleg aukn- ing á framköllun fæðinga á síðari árum. Er sá munur marktækur (P<0.01). Betra skipulag á Rhesus-málum í land- inu á vafalaust sinn þátt í þessari þróun, bæði vaxandi notkun legvatnsprófa og betra eftirlit í heild með Rhesus-neikvæð- um konum. Einnig má geta þess, að árið 1973

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.