Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 16
14 hófust á Fæðingadeild Landspítalans lecithine-sphyngomyeline rannsóknir á legvatni. Gefa þessar rannsóknir veiga- miklar upplýsingar um lungnaþroska barnsins í móðurkviði. Hafa þær auðveld- að tii muna ákvörðunartöku í sambandi við framköllun fæðinga og eiga því sinn þátt í því, að fjölgað hefur hlutfailslega þeim fæðingum, sem flýtt hefur verið á seinna athugunartímabilinu. 9. Ófrjósemisaðgerðir Sérstök athugun var gerð á því, hvað margar konur höfðu sótt um ófrjósemis- aðgerðir eftir fæðingu. Kom í ljós, að 24 konur höfðu hlotið slíka aðgerð við keisaraskurði eða í sængurlegu. Allmarg- ar hafa við síðari komur á deildina geng- ið undir ófrjósemisaðgerðir. Vegna þess- ara aðgerða og aldurs eru nú — árið 1979 — 83 konur í landinu, sem geti hugs- anlega orðið barnshafandi á ný af þeim 283, sem myndað hafa mótefni frá 1961. Er fylgst nákvæmlega með þessum kon- um í Göngudeild Fæðingadeildar. Náin samvinna er við Blóðbankann í þessu efni, því að göngudeildin fær ávallt afrit af öllum jákvæðum mótefnaprófum, sem greind eru í landinu. Þær 83 kon- ur, sem enn eru á barneignaskeiði, eru flestar um og yfir þrítugt, en á þeim aldri fer í vaxandi mæli að draga úr barn- eignum hjá konum í landinu. Má vænta þess, að konum með mótefnamyndun gegn Rhesus-flokkum fari því ört fækkandi á næstu árum og að þetta fyrirbæri verði fágætt er tímar líða. 10. Börn mæðra með Rhesus-mótefni 10,1 Inngangur Afdrif allra þeirra barna, sem konur með Rhesus-mótefni hafa fætt á íslandi, liggja fyrir frá árunum 1961-1978. Hins vegar hófst nákvæmt eftirlit með öllum Rhesus-neikvæðum konum ekki fyrr en síðla árs 1961. Tæmandi upplýs- ingar um allt, sem lýtur að Rhesus- neikvæðum konum, eru því ekki tiltækar frá þessu ári öllu. Flest blóðskipti, sem framkvæmd hafa verið hjá börnum með Rhesus-sjúkdóm frá árinu 1961 hafa farið fram á Fæð- ingadeild Landspítalans (þ. e. hjá 134 börnum af 148 eða 90,5%). Langflestar konur með Rhesus-mótefni hafa fætt á þeirri stofnun allan þennan tíma. Höfundum er kunnugt um, að blóðskipti hafa verið framkvæmd á tveim börnum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. í fyrra skipt- ið árið 1964, en síðara skiptið árið 1970. í bæði skiptin voru börnin með Rhesus- sjúkdóm á háu stigi. Tókust blóðskiptin vel, börnin lifðu og eru hraust. Blóðskipti hafa aðeins verið gerð á Barnaspítala Hringsins utan Fæðinga- deildar Landspítalans, að undanteknum þessum tveim tilfellum á Akureyri. Árin 1961-1971 var það venjan, að börn með Rhesus-sjúkdóm, sem fæddust utan Fæð- ingadeildarinnar, voru lögð inn á Barna- spitala Hringsins til meðferðar. Öll börn, sem fæddust á Fæðingadeildinni með þennan sjúkdóm hlutu hins vegar með- ferð þar. Blóðskipti, sem samkvæmt gögn- um Barnaspítala Hringsins hafa verið gerð á þeirri stofnun árin 1961-1971, eru sýnd í töflu 10. Öll blóðskipti í landinu hafa verið gerð á Fæðingadeild Landspítalans frá og með árinu 1972. TAFLA 10. Fjöldi barna meö Rhesus-sjúkdóm og blóöskipti á Barnaspítala Hringsins 1961—1978. Ar Börn með Rhesus-s j úkdóm Gerð blóðskipti hjá 1961 5 3 1962 1 1 1963 3 2 1964 4 3 1965 i 1 1966-1969 engin blóðskipti 1970 1 1 1971 1 1 1972-1978 engin blóðskiptá Alls 16 12 Tafla 10 sýnir, að 16 börn hafa legið á Barnaspítala Hringsins árin 1961-1971 vegna Rhesus-sjúkdóms. Af þeim hafa fimm komið frá Fæðingaheimili Reykja- víkur og voru gerð blóðskipti hjá þrem þeirra. Hin börnin komu víðsvegar að af landinu. Þau þrjú börn frá Fæðingaheim- ilinu, sem þurftu blóðskipti, komu á

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.