Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 17
15 Barnaspítalann árin 1961 og 1962. Sýnir þetta, að gott skipulag hefur verið á þess- um málum á Reykjavíkursvæðinu allt frá byrjun þessa áratugs. Allar konur með meiriháttar mótefnamyndun hafa fætt á Fæðingadeildinni þennan tíma. Aðeins eitt barn með Rhesus-sjúkdóm lézt á Barnaspítala Hringsins á þessu ára- bili. Barnið var þriggja sólarhringa gam- alt, er það kom til Reykjavíkur utan af landi, en dó skömmu eftir innlögn á spítal- ann og áður en náðist að gera hjá því blóðskipti. 10,2 Börn mæSra með Rhesus-mótefni á Fæðingadeild Landspítalans Tafla 11 sýnir að konur með Rhesus- mótefni fæddu 388 sinnum á Fæðinga- deild Landspítalans 1961-1978. Tvíbura- fæðingar voru þrjár, allar á tímabilinu 1961-1970. Heildarfjöldi barna með Rhesus-sjúk- dóm var 293 eða tæp 75% (74.9%). TAFLA 11. Fjöldi mæSra meö Rhesus-mótefni og fjöldi hana þeirra meö Rliesus-sjúkdóm á FæÖinga- deild Landsyítalans 1961—1978. Ár Mæður með Rhesus-mótefni Börn með Rhesus-sjúkdóm % 1961-1970 231 187 80.9 1971-1978 157 (þar af 3 tvíburar) 106 67.5 Alls 388 293 Tafla 11 leiðir í ljós, að fjórðungur barna þeirra kvenna, sem myndað hafa Rhesus-mótefni, hafa ekki fengið Rhesus- sjúkdóm. Skýringar eru tvær. í fyrsta lagi hafa sumar þessara kvenna fætt Rhesus-neikvæð börn. í öðru lagi fá nokk- ur Rhesus-jákvæð börn ekki sjúkdóminn, þótt móðirin hafi myndað Rhesus-mótefni. Kemur þetta fyrir, þegar mótefnamyndun móðurinnar er á lágu stigi. Við athugun á þessum tveim tímabilum kemur í ljós hlutfallsleg fækkun barna með Rhesus-sjúkdóm á síðara athugunar- tímabilinu. Er hér um marktækan mun að ræða (p<0.01). Hið aukna eftirlit, sem fylgdi í kjölfar Rhesus-varna á vafalaust stærstan þátt í þessari fækkun. 10.3 Þyngd barna með Rhesus- sjúkdóm TAFLA 12. Þyngd barna meö Rhesus-sjúkdóm á FœÖingar- deild Landspítalans 1961—1978. Ár < 2500 gr. S 2500 gr. Alls 1961-1970 17(9.1%) 170 187 1971-1978____16(15.1%)_______90 106 __Alls_33_____________260______293 Könnuð var þyngd allra barna með Rhesus-sjúkdóm á Fæðingadeild Land- spítalans 1961-1978. Tafla 12 sýnir niðurstöður þessarar könnunar. Af 293 börnum reyndust 33 vera minna en 2500 gr við fæðingu eða 11.3 af hundraði. Töflunni er skipt í sömu athugunar- tímabil og áður. Á fyrra tímabilinu (1961- 1970) reyndust 9.1% barnanna vera með fæðingarþyngd innan við 2500 gr, en 15.1% á síðara tímabilinu. Þessi munur er þó ekki marktækur vegna lágra talna. Ástæður fyrir þessum mun má sjá í töflu 9. í þeirri töflu kemur fram, að mun meira hefur verið um framkallanir fæðinga fyr- ir tímann á síðara tímabilinu en hinu fyrra og er ástæðna getið þar. 10.4 Rannsóknir við fœðingu Áður hefur verið getið rannsókna, sem gerðar eru hjá Rhesus-neikvæðum konum á meðgöngutímanum og allt fram að fæð- ingu. Verður nú getið þeirra rannsókna, sem gerðar eru við fæðinguna. Blóð er tekið úr fylgju allra Rhesus- neikvæðra mæðra. Blóðið er sent til Blóð- bankans til ,,Coombs“ prófunar. Lýsingu á þessari rannsókn er að finna í viðauka með riti þessu. Jákvætt Coombs-próf gefur til kynna, að mótefni frá móður hefur borist um fylgjuna til barnsins á meðgöngutíman- um, og er barnið því með Rhesus-sjúkdóm. Neikvætt Coombs-próf útilokar þetta fyr- irbæri. Rhesus-sjúkdómur einkennist af niður- broti rauðra blóðkorna hjá barninu fyrir áhrif mótefna, sem það hefur fengið frá móður sinni um fylgjuna. Veldur þetta

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.