Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 18
16 niðurbrot blóðleysi og aukinni myndun galllitarefna í blóði barnsins. Reynist barn vera með Rhesus-sjúkdóm, eru framkvæmdar frekari rannsóknir á fylgjublóði, sem í rauninni er blóð barns- ins. Er þar fyrst og fremst um að ræða athugun á blóðhag og galllitarefnum í blóði þess. Síðastliðin tvö ár hefur jafnframt verið lögð áherzla á mælingu eggjahvítuefna í blóði þessara barna eins og vikið verður að síðar. 10,5 Meðjerð barna með Rhesus-sjúkdóm Einkennin hjá börnum með Rhesus- sjúkdóm fara að verulegu leyti eftir magni mótefna, sem berst til þeirra um fylgj- una frá móðurinni. Þroski barnanna á einnig nokkurn þátt í gangi sjúkdómsins. Fyrirburar hafa í flestum tilfellum lakari lifrarstarfsemi en fullburða börn og skilja galllitarefni út hægar. Er því meiri hætta á auknu magni galllitarefna í blóði fyrirbura en hjá fullburum. Einkenni barna með Rhesus-sjúkdóm geta verið svo væg, að ekki gerist þörf á neinni sérstakri meðferð. Reynist þörf á meðferð vegna þessa sjúkdóms, eru blóð- skipti nánast eina meðferðin, sem að góðu gagni kemur. Ljósameðferð (phototerapia) hefur ver- ið reynd hjá börnum með Rhesus-sjúk- dóm. Hefur hún reynst fremur gagnslítil nema þá helzt sem framhaldsmeðferð, eft- ir að blóðskipti hafa verið framkvæmd. Verður ljósameðferðinni gerð nánari skil síðar í þessum kafla. Blóðskipíi eru gerð í þeim tilgangj. að losa barnið við Rhesus- mótefni og galllitarefni. Jafnframt er blóðskortur bættur, ef um bióðleysi er að ræða. Árangur af blóðskiptum er venjulega beztur, ef aðgerðin er framkvæmd á fyrstu klukkustundum eftir fæðinguna. Mótefn- um er þá skolað úr líkama barnsins, áður en þau ná að brjóta niður rauðu blóð- kornin. Síðari blóðskipti eru hins vegar gerð fyrst og fremst til að skola út gall- litarefnum. Blóðskipti eru hættulítil aðgerð, ef rétt er að staðið. Aðgerðin er þó aðeins fram- kvæmd, þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Reglur um þörf blóðskipta eru nokkuð breytilegar í heiminum. Flestar fæðinga- stofnanir lúta ákveðnum grundvallarregl- um, en um nokkur frávik er þó að ræða, sem háð eru venjum og aðstæðum á hverj- um stað. Verður nú geiið þeirra skilyrða fyrir blóðskiptum, sem verið hafa á Land- spítalanum (Barnaspítala Hringsins og Fæðingadeild Lsp.) sl. tvo áratugi, með þeim breytingum, sem orðið hafa sl. tvö ár. Eru þessi skilyrði sem hér segir: 1. Blóðskipti skal gera þegar á fyrstu klukkustundum eftir fæðingu, ef galllitarefni í naflastrengsblóði reyn- ast vera 3,5 mg% eða meiri og blóð- litarefni (haemoglobin) 10,9 g% eða minni. 2. Blóðskipti skal gera á fyrstu 12 klst. eftir fæðingu, ef galllitarefni aukast um meira en 1 mg% á klst. að meðal- tali. 3. Blóðskipti skal gera eftir fyrstu 12 klst. ef gall'litarefni nálgast 20 mg%. Ofangreindar reglur voru notaðar frá 1958 fram til ársins 1977, en þá var gerð nokkur breyting á þeim. Rannsóknir hafa sýnt, að galllitarefni bundin eggjahvítu- efnum í blóði valda ekki heilaskemmdum (kernikterus). Mælingar á eggjahvítuefn- um í blóði bæta því mat á ástandinu og auka öryggi. Talið er, að hvert gramm af eggjahvítuefni (albumen) geti bundið allt að 3,7 mg. af galllitarefnum. Margfeldið af magni eggjahvítuefna í blóði og bindigeta þeirra gagnvart gall- litarefnum, nefnist blóðskiptastaðall (Ex- change Index = E. I.). Samkvæmt fyrrnefndum rannsóknum var reglum Landspítalans breytt árið 1977, hvað blóðskipti snertir, á þann veg, að nú eru gerð blóðskipti, þegar magn gall- litarefna fer að nálgast blóðskiptastaðal í stað þess að miða við markið 20 mg%. 10,6 Blóðskipti á Fœðingadeild Landspítálans 1961-1978 Blóðskipti á Landspítalanum hafa allt frá árinu 1957 verið gerð skv. aðferð Diamonds, sem áður er getið. Blóðbankinn í Reykjavík hefur frá upp- hafi annast öflun blóðs til blóðskipta.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.