Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 19
17 Fram til ársins 1976 var nær eingöngu notað blóð af blóðflokknum O, — Rhesus- neikvætt — með lágu magni af A og B mótefnum (universal donor). Síðastliðin þrjú ár hefur hins vegar ver- ið horfið að því ráði, að nota til blóðskipt- anna Rhesus-neikvætt blóð af sama aðal- blóðflokki og blóð barnsins. Er þetta blóð krossprófað við blóð móðurinnar áður en það er talið nothæft til blóðskiptanna. Höfundum er ekki kunnugt um, að nein vandkvæði hafi hlotist af vali blóðs til blóðskipta hér á landi frá upphafi. Magn blóðs, sem notað er til blóðskipt- anna, hefur fram á síðustu ár numið um 500 ml. við hverja aðgerð. Síðastliðin þrjú ár hefur magn blóðs til blóðskipta verið aukið nokkuð þannig, að nú er stuðst fremur við þyngd barnsins. Eru notaðir við hverja aðgerð um 170 ml. af blóði fyrir hver 1000 grömm, sem barnið vegur. TAFLA 13. Fjölcii barna meö Rliesns-sjúkdóm og fjöldi blóðskipta á FæÖingadeild Landspítalans 1961— 1978. Fjöldi barna með Fjöldi barna sem Ár Rhesus-sjúkdóm hlutu blóðskipti % 1961-1970 187 83 44.4 1971-1978 106 51 48.1 Alls 293 134 45.7 Tafla 13 sýnir fjölda barna með Rhesus- sjúkdóm á Fæðingadeild Landspítalans og hve mörg þeirra hlutu blóðskipti. Taflan sýnir, að hlutfallstala þeirra barna, sem hlutu blóðskipti, er svipuð á báðum athugunartímabilum. Þessi stað- reynd kemur ekki á óvart, því að svip- aðar reglur hafa gilt um blóðskipti allan tímann eins og fyrr getur. TAFLA 14. Fjöldi blóöskipta lijá börnum meö Rhesus- sjúkdóm á Fœöingadeild Landspítalans 1961— 1978. Fjöldi Fjöldibarna blóðskipta hjá sem hiutu hverju barni Blóðskipti Ár blóðskipti 1 2 3 4 5 alls 1961-1979 83 46 23 12 1 1 137 1971-1978 51 28 15 6 0 2 86 Alls 134 74 38 18 1 3 223 Tafla 14 sýnir, að 83 börn hlutu alls 137 blóðskipti á árunum 1961-1970, en 51 barn hlaut blóðskipti árin 1971-1978. Taflan sýnir, að hlutfallslega er lítill munur á fjölda blóðskipta, sem gerð hafa verið hjá hverju barni þessi tvö tímabil. Algengast er, að gerð hafi verið ein eða tvö blóðskipti. Flest hafa blóðskipti orðið fimm talsins, en aðeins þrjú börn hafa komist í þann hóp allt athugunartímabilið. Tafla 14 sýnir, að á Fæðingadeild Land- spítalans hafa alls verið gerð 223 blóð- skipti hjá 134 börnum árin 1961-1978. Fyrr í riti þessu hefur verið getið ellefu blóðskipta 1951-1960 (sjá töflu 1). Blóðskipti á Barnaspítala Hringsins 1961-1971 (sjá töflu 10) voru alls 12. Loks má nefna blóðskipti, sem gerð voru hjá tveim börnum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (1964 og 1970). Samkvæmt ofangreindum upplýsingum hafa því á íslandi verið gerð 248 blóðskipti hjá 159 börnum vegna Rhesus-sjúkdóms frá upphafi og til ársloka 1978. Blóðskipti hafa einnig verið gerð vegna blóðflokkamisræmis af öðru tagi, en þeirra verður ekki getið á þessum vettvangi. Blóðskipti eru hættulítil aðgerð, ef rétt er á haldið, svo sem áður greinir. Er- lendar heimildir gefa þó upp dánartölur (mortaliiet) allt að einu af hundraði af völdum þessarar aðgerðar. Tvö börn hafa frá upphafi látist meðan á blóðskiptum stóð eða 0,8 af hundraði. Bæði börnin voru með Rhesus-sjúkdóm á mjög háu stigi við fæðingu, og var gerð tilraun til blóðskipta strax eftir fæðing- una, þótt vonlítið væri talið til árangurs. Verður blóðskiptum sem slíkum tæplega kennt um dauða þeirra. 10,7 Ljósameðferð (phototerapia) Ljósameðferð á börnum með gulu hef- ur verið beitt á Fæðingadeild Landspítal- ans í vaxandi mæli síðan á miðju ári 1972. Ljósameðferð er ekki eins áhrifa- mikil aðferð til að draga úr gulu eins og blóðskipti, en hefur reynst vel hjá börn- um, sem gulnað hafa af öðrum ásíæðum en blóðflokkamisræmi. Niðurbrot blóð- rauða og myndun galllitarefnis, þegar um Rhesus-blóðflokkamisræmi er að ræða, er

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.