Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 21
19 börn, sem hlotið hafa heilaskaða af þess- um ástæðum síðastliðna tvo áratugi. Fyrsta barnið fæddist 1959 utan sjúkra- húss og var flutt á Barnaspítala Hrings- ins fjögurra sólarhringa gamalt, þá þeg- ar með ákveðin einkenni um heilaskaða. Tvö börn, sem fæddust á Fæðingadeild Landspítalans, hlutu heilaskaða. Fæddist fyrra barnið 1962, en hið síðara 1970. Voru gerð blóðskipti hjá börnunum, en í báð- um tilvikum of seint, þannig að komin voru einkenni um heilaskaða, er blóðskipti fóru fram. Heilaskaði er sjaldgæf dánarorsök hjá börnum með Rhesus-sjúkdóm. Flest þeirra lifa langa æfi. Algengustu dánarorsakir hjá börnum með Rhesus-sjúkdóm, jafnt andvana sem lifandi fæddum, eru blóð- leysi (anaemia gravis) og bjúgur (hydrops foetalis). 10,10 Eftirlit með börnum með Rhesus-sjúkdóm Rhesus-mótefni, sem berast frá móður til barns um fylgjuna á meðgöngutíman- um, eru allt að 4-7 vikur að hverfa úr líkama barnsins eftir fæðinguna. Höfuð- einkenni Rhesus-sjúkdómsins eru að vísu um garð gengin, þegar á fyrstu vikunni eftir fæðingu. Mótefnin í líkama barnsins halda þó áfram að brjóta niður rauð blóð- korn meðan þau eru til staðar, og valda með því móti blóðleysi, sem getur náð því marki, að gefa þurfi barninu blóð. Eftirlit með þessum börnum fyrstu vik- urnar eftir fæðingu er því nauðsynlegt, eða þar til sýnt er, að mótefni eru horfin og blóðrauði fer vaxandi á ný. Haft hefur verið náið eftirlit með öllum börnum, sem fæðst hafa á Fæðingadeild Landspítalans með Rhesus-isjúkdóm allt frá árinu 1961. Öllum þorra þessara barna hefur reitt vel af. Nokkur þeirra hafa þurft á blóð- gjöf að halda, en þeim síðan vegnað vel. Rhesus-sjúkdómurinn er úr sögunni um leið og mótefni eru horfin úr líkama barns- ins og gætir hans aldrei efiir það. Gera má ráð fyrir, að afdrif barna með Rhesus-sjúkdóm, er hlotið hafa viðeigandi meðferð, séu hin sömu og annarra heil- brigðra barna. Fyrirhuguð er könnun á heilsufari allra þeirra einstaklinga, er fæðst hafa með Rhesus-sjúkdóm á Fæðingadeild Land- spítalans síðan 1961 og mögulegt reynist að ná til. Markmið þessarar könnunar verður að athuga andlega og líkamlega heilbrigði þessara einstaklinga, til mats á þeirri með- ferð og eftirliti, sem þeir hafa hlotið.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.