Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 22
20 III. KAFLI RHESUS-VARNIR Á ÍSLANDI 1970-1978 1. Inngangur Árið 1909 varð Theobald Smith fyrstur manna til þess að sýna fram á, að mót- efnagjöf gat hindrað framleiðslu líkam- ans sjálfs á eigin mótefni. Þessi uppgötvun hafði þó lítið hagnýtt gildi fyrr en árið 1960, þegar Freda, Gor- man og Pollack í New York komust að þeirri niðurstöðu, að unnt væri að hindra mótefnamyndun hjá Rhesus-neikvæðum konum með því að gefa þeim mótefni í innspýtingu, þegar að lokinni fæðingu. Um sama leyti komust Clarke, Finn og Lehane í Liverpool að svipuðum niður- stöðum, en eftir öðrum leiðurn. Þessir tveir hópar vísindamanna voru ekki á einu máli um, hvernig mótefna- innspýting hindrar mótefnamyndun hjá konunum. Freda og félagar hölluðust að því, að mótefnin, sem gefin voru, hindruðu mótefnaframleiðslu miltans. Clarke og samstarfsmenn hans voru hins vegar þeirrar skoðunar, að mótefnin, sem gefin voru móðurinni í lok fæðing- ar, eyddu fósturblóðkornum þeim, sem bærust inn í blóðrás hennar um fylgjuna, áður en þau næðu að hvetja mótefnamynd- unarkerfi konunnar. Flestir munu nú hallast að skoðunum hinna síðarnefndu, en báðir vinnuhóparnir verða þó að teljast upphafsmenn Rhesus- varna í heiminum. Freda og samstarfs- menn hans framkvæmdu frumrannsóknir sínar á Rhesus-neikvæðum karlmönnum, sjálfboðaliðum meðal fanga í Sing Sing- fangelsinu í New York. Clarke og hans starfsfélagar gerðu sínar frumrannsóknir einnig á karlmönnum, sjálfboðaliðum í blóðgjafarsveit blóðbankans í Liverpool. Lyfjaverksmiðjur í Bretlandi, Banda- ríkjunum og víðar hófu í framhaldi þess- ara rannsókna tilraunaframleiðslu á Rhesus-mótefni. Efnið var í fyrstu unnið úr blóði Rhesus- neikvæðra kvenna, sem fætt höfðu börn með Rhesus-sjúkdóm, þ. e. kvenna, sem myndað höfðu mikið magn mótefna. Sýnt þótti þegar í upphafi, að Rhesus- neikvæðum konum með mótefni hlyti að fækka jafnt og þétt með tilkomu Rhesus- varna. Var því fljótlega horfið að því ráði, að vinna mótefnið eingöngu úr blóði Rhesus-neikvæðra karlmanna, sem mót- efni voru framkölluð hjá með Rhesus- jákvæðum blóðgjöfum. Víða erlendis hafa því verið stofnaðar sérstakar blóðgjafasveitir Rhesus-nei- kvæðra karlmanna, er sinna þessu hlut- verki. Rannsóknum á sviði Rhesus-varna var að mestu lokið árið 1968. Einn þáttur þessara rannsókna var könnun á því, hve mikið magn af efninu þyrfti að gefa til þess að hindra örugg- lega mótefnamyndun hjá konum. Clarke og samstarfsmenn hans gáfu í upphafi 1000 mikrogrömm af Rhesus-mótefni í skammti, en höfðu, er hér var komið sögu (1968), lækkað skammtinn í 200 mikro- grömm, sem þeir töldu fullnægjandi. Síð- ar hafa verið gerðar tilraunir með minna magn og hafa skammtar með 100 mikrogr. af Rhesus-mótefni reynst fullnægjandi. Skipulagðar Rhesus-varnir hófust í tak- mörkuðum mæli í Bretlandi og Banda- ríkjunum á þessu ári (1968) og reyndar á afmörkuðum svæðum víðar í heiminum. Vöntun á mótefni tafði þó framþróun þessara mála. Skortur á efninu hafði m. a. í för með sér, að það var einungis gefið Rhesus-neikvæðum frumbyrjum, þótt flest- ir væru sammála um, að æskilegt væri að láta fjölbyrjur einnig njóta þess. Ljóst var þegar á þessum tíma, að fóst- urlát, fóstureyðingar og utanlegsfóstur voru einnig sterkur hvati til mótefna- myndunar. Þessi hópur ætti því einnig að njóta Rhesus-varna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.