Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 24
22 stofnunum, sem höfðu annað hvort að- stöðu til að framkvæma Rhesus-blóð- flokkun og Coombspróf hjá nýfæddum börnum eða gátu komið blóðsýni (nafla- strengsblóði) til rannsókna í Blóðbankann og fengið niðurstöður innan þriggja sólar- hringa frá fæðingu. Árið 1970 fæddu í landinu alls 4032 konur. Af þeim fæddu 3427 eða 85 af hundraði á fæðingastofnunum þeim, sem sýndir eru í töflu 16. TAFLA 16. Rhesus-varnir á Islandi 19V0. Fjöldi Fæðingarstaðir fæð. Fjöldi Rh- neikv. kvenna Fjöldi Rh- jákv. barna Rh- imm. globul gefið i. Fæðingadeild Landspítalans 1191 234 144 103 2. Fæðingaheimili Reykjav.borgar 968 110 62 59 3. Sjúkrah. Akranesi 140 15 9 4. Sjúkrah. Stykkish. 20 3 2 5. Sjúkrah. Patreksf. 32 3 1 6. Sjúkrah. ísafirði 60 8 2 7. Sjúkrah. Hvammst. 24 0 0 8. Sjúkrah. Blönduósi 31 5 3 9. Sjúkrah. Sauðárkh. 57 5 4 10. Sjúkrah. Siglufirði 35 2 0 11. Sjúkrah. Akureyri 334 35 25 12. Sjúkrah. Húsavík 54 10 3 13. Sjúkrah. Egilsst. 53 3 2 14. Sjúkrah. Neskaupst, . 50 4, 1 15. Sjúkrah. Vestm.eyja 110 9 6 16. Sjúkrah. Selfossi 121 15 6 17. Fæðingadeild Sól- vangs, Hafnarfirði 147 16 7 Alls 3427 477 206 233 Taflan sýnir, að alls fæddu 477 Rhesus- neikvæðar konur á 17 stofnunum, sem er 11,8 af hundraði af öllum konum, sem fæddu í landinu þetta ár, en 13,9 af hundr- aði af þeim, sem fæddu á umræddum stofnunum. Þessi fjöldi er lægri en landsmeðaltal Rhesus-neikvæðra. Gefur það til kynna, að Rhesus-neikvæðar konur hafi fremur haft tilhneigingu til að takmarka barn- eignir sínar á þessum tíma en þær Rhesus- jákvæðu. Tafla 16 sýnir, að á Fæðingadeild Land- spítalans fæddu 234 Rhesus-neikvæðar konur, sem er 19,6 af hundraði af heildar- fjölda fæðandi kvenna á stofnuninni. Var þetta mun hærra hlutfall en á öðrum fæð- ingastofnunum. Skýringin er að sjálfsögðu sú, að Fæðingadeildin var miðstöð Rhesus- mála í landinu og þangað voru sendar til fæðinga allur þorri þeirra Rhesus-nei- kvæðu kvenna, sem búsetu höfðu á þeim stöðum, er ekki gátu sinnt Rhesus-vörnum. Árið 1970 var einungis leitað upplýs- inga um fjölda Rhesus-j ákvæðra barna, sem fæddust á Fæðingadeild Landspítal- ans og Fæðingaheimili Reykjavíkur. Er þeirra getið í töflu 16. Eins og fyrr getur, var sú ákvörðun tekin í upphafi, að Rhesus-mótefni skyldu einungis gefin þeim Rhesus-neikvæðu mæðrum, er fæddu Rhesus-j ákvæð börn. Var þetta gert vegna þess, að framleiðsla á mótefni var af skornum skammti í heim- inum og efnið dýrt. Reynsla ársins 1970 sýndi hins vegar að gera varð undantekn- ingar frá þessari reglu við ákveðnar að- stæður. Sem dæmi má nefna erfiðar sam- göngur að vetrarlagi, þannig að ekki tókst að senda blóðsýni og fá niðurstöður frá Blóðbankanum innan þriggja sólarhringa. Var þá ákveðið, að í þessum tilvikum skyldi konum gefið Rhesus-mótefnið, þótt ekki væri vitað um blóðflokk barnsins. Þess má geta, að Blóðbankinn hefur frá upphafi Rhesus-varna svarað niður- stöðum símleiðis til viðkomandi sjúkra- húss þegar í stað og jafnframt sent skrif- legt svar í pósti. Tafla 16 sýnir, að 233 konum, sem fæddu í landinu árið 1970, var gefið Rhesus-immune-globulin. Taflan gefur til kynna, að allvel hefur verið haldið á þess- um málum þegar á fyrsta ári Rhesus- varna. Á Fæðingadeild Landspítalans fengu 103 konur Rhesus-mótefni eða 71,5 pró- sent þeirra kvenna, sem fæddu Rhesus- jákvæð börn. Nánari athugun á þessum tölum hefur leitt í ljós, að fimm konur fengu ekki mótefnið af vangá, tvær kon- ur gengust undir ófrjósemisaðgerð eftir fæðinguna og því ekki ástæða til að gefa þeim Rhesus-mótefni. Ein kona neitaði mótefnisgjöf. Eftir eru 33 konur, en þær höfðu allar myndað mótefni gegn Rhesus- blóðflokki áður og höfðu því ekki gagn af Rhesus-vörnum. Af þessum 33 konum

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.