Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 25
23 fæddu 25 konur börn með Rhesus- sjúkdóm. 4. Stai-fsemi Blóðbankans árið 1970 Starfsemi Blóðbankans jókst að mun við tilkomu Rhesus-varna. Svo sem að framan getur var lögð áherzla á, að allar barnshafandi konur skyldu blóðflokkaðar í Blóðbankanum, þ. e. a. s. þær, sem ekki höfðu verið flokkaðar þar áður. 1654 barnshafandi konur voru blóð- flokkaðar í fyrsta sinn árið 1970. Reynd- ust 272 þeirra vera Rhesus-neikvæðar eða 16,4 af hundraði. Ofangreindar tölur gefa nokkra hug- mynd um blóðflokkanir hjá þunguðum konum í landinu, því aðrar konur, sem fæddu þetta ár, höfðu verið flokkaðar í Blóðbankanum áður. Talið var öruggt, er Rhesus-varnir hófust, að engin kona fæddi í landinu án þess að blóðflokkun hefði verið framkvæmd. Mótefnarannsóknir (screen-test) voru framkvæmdar 830 sinnum, en magnmælingar (titer-mæling- ar) voru gerðar í 90 tilvikum. Eru magn- mælingar aðeins framkvæmdar hjá þeim konum, sem myndað hafa mótefni. Blóðflokkun var framkvæmd hjá 396 nýburum Rhesus-neikvæðra mæðra þegar eftir fæðingu. Reyndust 255 þeirra vera Rhesus-jákvæðir eða 63,7 af hundraði. Coombs-próf reyndust jákvæð í 28 til- vikum í Blóðbankanum. Voru þessi próf gerð á örfáum stöðum öðrum í landinu, en reyndust hvergi jákvæð. Áherzla var lögð á, að allar blóðflokk- anir og mótefnapróf hjá barnshafandi kon- um skyldu framkvæmd í Blóðbankanum, svo sem fyrr segir. Hins vegar var ein- dregið mælt með því, að Rhesus-flokkun á nýburum og Coombs-próf yrðu fram- kvæmd á fæðingarstaðnum jafnskjótt og aðstaða til slíkra rannsókna skapaðist. 5. Fósturlát árið 1970 Rhesus-varnir tókust vonum framar hjá fæðandi konum þegar á fyrsta árinu. Sömu sögu er ekki að segja um konur, sem létu fóstri eða framkvæmdar voru fóstureyð- ingar hjá. Niðurstöður voru kannaðar á sjúkrahúsum í Reykjavík í lok fyrsta árs- ins. Fóstureyðingar og fósturlát voru skráð hjá 237 konum alls. Voru 208 þeirra blóð- flokkaðar, en 36 reyndust vera Rhesus- neikvæðar eða 17.7 af hundraði. Fengu einungis 12 þessara kvenna Rhesus-mótefni. Árvekni með tilliti til blóðflokkana hefur verið fremur lííil fyrstu vikur meðgöngutímans, eða áður en konur al- mennt fara í mæðraverndarskoðun. Það verður að teljast slælegur árangur, að einungis þriðjungur þeirra kvenna, sem misstu fóstur, nutu Rhesus-varna á fyrsta ári þeirra. Þessar konur liggja almennt svo stuttan tíma á sjúkrahúsi, að sérstak- lega þarf að gæta þess, að svör um blóð- flokk liggi fyrir áður en þær ú'skrifast. Einnig gerðu heilbrigðisstéttir sér ekki nægilega grein fyrir mikilvægi fósturláta sem mótefnahvata. 6. Könnun á gildi Rhesus-varna Áður en Rhesusvarnir hófust, var tal- ið að 12-15 af hundraði allra Rhesus- neikvæðra kvenna mynduðu mó*efni i fyrstu tveim meðgöngum. Skv. skýrslum frá WHO — Alþjóða heilbrigðisstofnun- inni — 1971, var álitið að lækka mætii þessa tölu niður í 1-2 af hundraði með góðum Rhesus-vörnum. Þegar við upphaf Rhesus-varna hér á landi var sú ákvörðun tekin, að kanna mótefnamyndun hjá þeim konum, sem fengið höfðu Rhesus-mótefni eftir fæð- ingu. Á þriggja ára tímabili (1971-1973) voru tekin blóðsýni hjá 410 konum, sex mán- uðum eftir fæðinguna. Reyndist aðeins ein kona hafa myndað mó+efni eða 0,24 af hundraði kvennanna. Verður þetta að teljast mjög góður árangur af Rhesus- vörnunum. Sambærileg könnun var gerð í Finnlandi og með svipuðum árangri. Kona sú, sem hér um getur, fæddi Rhesus- jákvætt barn, sem reyndist Coombs- neikvætt, og var henni gefið Rhesus- immune-globulin þegar á fyrsta sólar- hring eftir fæðingu. Gerð höfðu verið þrjú mótefnapróf (screen-test) hjá konu þessari á meðgöngutímanum, hið síðasta þeirra fjórum vikum fyrir fæðinguna. Voru þau öll neikvæð. Hins vegar var

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.