Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1980, Blaðsíða 33
31 in og 1 dropa af B blóðkornum hægra meg- in. Venjulegast hafa menn ekki mótefni gegn eigin mótefnavökum (antigenum) (undantekningar eru autoantibody). Af því leiðir að sá sem er í A blóðflokki hefur einungis B mótefni í sera og kemur fram kekkjamyndun gegn blóðkornunum en ekki A. B blóð hefur A mótefni í sera og kekkja- myndun gegn A blóðkornum en ekki B blóðkornum. O blóð hefur A og B mótefni í sera og kekkjamyndun gegn A og B blóðkornum en ekki O blóðkornum. AB blóð hefur hvorki Anti-A né anti-B mótefni í sera og veldur því ekki samloðun á A eða B blóðkornum. RHESUS-FLOKKUN Við Rhesus-flokkun eru notuð anti-sera frá ORTHO: Anti-D, -C, -E, c, e. Blóðkornin eru notuð óþvegin fyrir Rhesus D og c flokkun. Blóðkorn ungbarna eru þríþvegin í 0,9% saltvatni. Blóð það sem flokka á er sett á gler, 1 dropi af anti-D serum fyrir glerplötupróf (slide test) er settur út í, hrært í með tré- pinna og síðan sett á hitakassann (ef ekki er til hitakassi þá má hita glerið á ofni 40°C). Glerinu er velt fram og aftur nokkr- um sinnum. Ef samloðun verður, þá er við- komandi D-jákvæður, annars D-neikvæður (minus). Ef um fyrstu flokkun á viðkomandi er að ræða, þá er alltaf einn sem flokkar Rhesus- inn og annar sem les af og ber saman flokk- unina. Ef sýni reynist D neikvætt, þá er alltaf flokkað aftur af öðrum rannsóknarmanni. Athuga vel að lesa af áður en blóðdropinn þornar. Ef einhver vafi er, þá skal setja 1 dropa þv.blk. + 1 dr. anti D(Tube test) í tilraunaglas í hitabað í 1 klst. Ef skimpróf reynist jákvætt, þá er flokkað í C, E, c, e og Du í einstaka tilfelli. Það fer þanmg fram að blóðkornin eru þvegin þrisvar. Fjögur glös eru merkt C, E, e og Du, en c er flokkað beint á gleri. í glös merkt C, E, og e er settur 1 dropi af blóðkornum (ca. 5% upplausn) og dropi af tilsvarandi mót- efni (anti-C, E, e). Eins er farið að með glas merkt Du en notað 2 dropar af blóð- kornum og 2 af anti-D serum. Fyrir litla c er notaður 1 dropi af blóðkornum og anti- c á gleri (slide). Öll glösin eru sett í 37° heitt vatnsbað í 1 klst. C, E og e glösin eru spunnin í 15 sek. við 1000 sn./mín. og skoðuð. Du glasið er þríþvegið og síðan settir 2 dropar af anti-human globulíni (Coombs) út í — spunnið í 15 sek. og skoðað. Samloðun (agglutination) merkir að blóðkornin séu Du. Til að tryggja rétta blóðflokkun og ein- staklingsauðkenni óskar Blóðbankinn eftir, að allar barnshafandi konur séu endur- flokkaðar. Byrjað var að vinna að því 1. apríl 1976. Ekkert er rannsakað frekar viðvíkjandi Kell og Duffy blóðflokkakerfum eða öðr- um Rhesus-blóðflokkaafbrigðum eins og Cw nema um mótefni sé að ræða en þá eru greiningarfrumur notaðar (Panelfrumur) og jafnframt er gerð ítarleg niðurflokkun á sama tíma. SKIMPRÓF (screen test) Við skimprófið eru notaðar tvær aðal- aðferðir með tilliti til ólíkra mótefnagerða: 1. Sera í saltvatnsblöndu er prófað móti þekktum blóðkornum í leit að mótefnum sem svara í saltvatni og eyða r. blk. Mótefni af Ig M gerð valda samloðun i saltvatnsupplausn. 2. í óþekkt sera er blandað 22% nauta- albúmini og upplausn (5%) af þekkt- um blóðkornum blandað út í. Látið standa við 37°C í 60 mín. Frumurnar eru síðan þríþvegnar og fluttar í AHG- reagent (Coombs). Mótefni af Ig G finnast með nauta-albúmini og Coombs- prófi. Nauta-albúmen (22%) lækkar yfirborðsspennu rauðra blóðkorna, þrengir bil milli þeirra og eykur til- hneigingu til samloðunar. Anti-human globulin (Coombs) tengir saman rauð blóðkorn sem þakin eru með mótefni (IgG). Heilblóð ca 10 ml. óskast sent til athug- unar skimprófa (screen test). Meðferð blóðs er sem fyrr segir um blóð- flokkanir. Serum er notað til mótefna- greiningar og mælinga.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.