Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1980, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1980, Blaðsíða 4
2 ÁVARP Erindi þau, sem birtast í þessu riti, voru flutt á málþingi um liðagigt, sem haldið var á Hótel Loftleiðum í Reykjavík þann 17. febrúar 1979. Málþing þetta var haldið af Gigtsjúkdómafélagi íslenskra lækna í sam- vinnu við The Boots Comp., Englandi, og A. L. Pharma A/S, Kaupmannahöfn, sem bauð til þings læknum af öllu landinu. Dag- inn fyrir þingið gerði byl svo að læknar að norðan komust ekki suður og varð að halda þingið án þeirra. Öll erindi og umræður voru teknar upp á segulband og var mein- ingin að gefa allt út í þessu riti. Af tækni- legum ástæðum reyndist það þó ekki hægt og því birtast hér þrjú aðalerindi þingsins. Pau fjalla um áhugaverð efni innan gigtsjúk- dómafræðinnar, sem eiga erindi til allra lækna. Rannsóknir á gigtsjúkdómum og meðferð þeirra hvílir í vaxandi mæli á ónæmisfræðinni og það er trú mín, aö ónæmisfræðin muni leysa flestar gátur gigtsjúkdóma í náinni framtíð. Pekking á þessu sviði er því forsenda framfara. Pað er ánægjulegt að nú hyllir undir rannsókna- stofu í ónæmisfræði við Landspítalann og prófessorsembætti í fræðigreininni við Há- skóla íslands, sem ég spái að verði lyfti- stöng fyrir gigtsjúkdómafræðina á íslandi og íslenska læknisfræði eins og hún legg- ur sig. Ónæmisfræðin er vaxtarbroddur læknisfræðinnar og þá sérstaklega gigt- sjúkdómafræðinnar. Prófessor Gunnar Bendixen er yfirlæknir við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og pró- fessor við Hafnarháskóla. Hann er þekktur fyrir rannsóknir sínar á ónæmisfræði gigt- sjúkdóma, sem er eitt af hans áhugasvið- um og í riti þessu gefur hann gott yfirlit um efnið. Reiterssjúkdómur eða öðru nafni uro- arthritis er algengasta liðagigt ungra karla og hefur því mikla þjóðhagslega þýðingu. Á seinni árum hafa erfðafræðilegar rann- sóknir með svokölluðum vefjaflokkum (HLAj varpað nýju Ijósi á ýmsa gigtsjúk- dóma og sérstaklega á sero-neikvæða liða- gigt og svokallaða fylgigigt (reactive arthritis). Prófessor Börje Ölhagen var yfir- læknir gigtardeildar Karolinska sjúkrahúss- ins í Stokkhólmi og prófessor við Karolinska Institutið. Hann er einn af foringjum nor- rænna gigtlækna og lengi í fararbroddi. Hann er sérstaklega þekktur fyrir rannsókn- ir sínar á uro-arthritis, sem hann gerir grein fyrir í þessu erindi, sem hér birtist. Ég vona að Iæknum þeim, sem þingið sóttu, þyki fengur að þessum greinum og öðrum læknum verði þær einnig til fróð- leiks. Jón Þorsteinsson, formaður Gigtsjúkdómafélags íslenskra lækna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.