Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Síða 14
12 Ólafur Stephensen, Auðólfur Gunnarsson, Atli Dagbjartsson GREINING IN UTERO Á GANGLI0SID0SI3 GMl INNGANGUR Á siðustu árum hafa fundist aðferðir, til þess að greina ýmsa fósturgalla, snemma á öðru skeiði meðgöngunnar, meðan fóstur- eyðing kemur ,enn til greina, sem skiptir máli, ef um alvarlegan galla eða sjúkdóm er að ræða hjá fóstrinu. I annarri grein í þessu riti er sagt frá litn- ingarannsóknum á fósturfrumum og mæl- ingum á alfa-foetoproteini í legvatni, sem framkvæmdar hafa verið hér á landi í því skyni að finna fóstur, sem haldin eru sjúk- dómum, sem byggjast á litningagöllum eða rofi í miðtaugakerfi. Með legvatnsrannsóknum hefur einnig tekist á siðari árum að greina meðfædda efnaskiptasjúkdóma hjá fóstrum. Sjúkdóm- ar þessir eru flestir sjaldgæfir, en nú eru þekktir á annað hundrað slíkir efnaskipta- sjúkdómar. Talið er, að um það bil 1% af öllum lifandi fæddum börnum séu haldin meðfæddum efnaskiptagalla. Yfir hundrað þessara sjúkdóma eru nú greinanlegir á meðgönguskeiði.1 Þessum efnaskiptasjúk- dómum er skipt i flokka, eftir því hvaða efnasambönd eru brengluð. Helstu flokkarn- ir eru: Fituefnasjúkdómar, kolvetnasjúkdóm- ar, mucopolisaccaridosur, aminosýrusjúk- dómar og ýmsir aðrir sjúkdómar, sem ekki verða settir undir einn hatt, (sjá töflu I). Sjúkdómar þessir orsakast yfirleitt af göll- uðum autosome genum, sem oftast tengjast víkjandi erfðum. Þannig er venjulega um að ræða afkvæmi hjóna, sem bæði eru hetero- zygot, það er að segja, bera eitt sjúkt, en annað heilbrigt gen, sem stjórnar viðkom- andi eiginleika. Samkvæmt lögmáli Mendels verða að meðaltali 25% afkvæmanna sjúk, 50% arfberar og 25% verða alheilbrigð, sem sé hafa hvorki viðkomandi sjúkdóm, né eru arfberar hans. 1 sumum tilfellum er um að ræða kynbundnar erfðir, þar sem viðkom- Frá Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum og kvennadeild Landspítalans. TAFLA I. Helstu efnaskiptasjúkdómar, sem greina má fyrir fœSingu. Lipidosur GMi-gangliosidosis GMo-gangliosidosis Gaucher sjúkdómur Niemann-Pack sjúkdómur Krabbe sjúkdómur Metachromatic leucodysthropia Fabry sjúkdómur Wolman sjúkdómur Refsum sjúkdómur Mucopolysaccharidosur MPS 1 + V Hurler og Scheie sjúkdómur MPS II Hunter sjúkdómur MPS II A Sanfilippo A MPS III B Sanfilippo B MPS VI Maroteaux-Lamy MPS VII B-Glucuronidase skortur I-Cell sjúkdómur (Mucolipidosis II) Fucosidosis Mannosidosis Sykurefnaskiptasjúkdómar Galactosaemia Gaiadtkinase skortur Glyeog'enoses I-IV Pyruvate decarboxylase skortur Glucose-6-phosphate skortur Aminosýru sjúkdómar Arginylsuceinuria Aspartylglucosaminuria Citrullinaemia Cystinosis Histidinaemia Homocystinuria Hyperammonaemia Hvperlysinaemia Hypervalinaemia Maple syrup urine sjúkdómur Metihylmalonaciduria (B 12 sensitive incl.) Propionic acidaemia Aörar efnaskiptatruflanir Lesch-Nyhan syndrom Adenosine deaminase skortur Acid phosphatase skortur Menke sjúkdómur Xeroderma pigmentosum Fibrosis cystica
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.