Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Qupperneq 30
28 rannsóknurn. Hið svokallaða M-R gildi, þ.e. a.s. fjöldi jákvœðra svara við spurningum í þeim hluta listans, sem f jalla um geð og til- finningar, er oftast hátt hjá þeim, sem eru geðsjúkir og í erlendum athugunum hefur markgildið 10 eða fleiri jákvæð svör sýnt sig að leiða til lægstrar ranggreiningartíðni. Sumir sjúklingar verða þó vangreindir t.d. sjúklingar með oflæti. Þessi spurningalisti, sérstaklega M-R hlutinn, hefur verið notaður í geðlæknisfræðilegum hóprannsóknum hér- lendis.3 Hinn spurningalistinn, sem hér er skoðað- ur er „The General Health Questionnaire" (G.H.Q.).2 Þessi spurningalisti var gerður sérstaklega til notkunar i hóprannsóknum í geðlæknisfræði og hefur reynst vel í mörg- um rannsóknum. Spurningalisti þessi er til í misjafnlega löngum útgáfum, en sú útgáfa, sem hér er notuð er með 30 spurningum. Markmið þessarar rannsóknar var að fá vitneskju um greiningarhæfni þessara tveggja spurningalista í íslenskri iþýðingu notaðra við hérlendar aðstæður. Einnig var litið á til fróðleiks hvernig þeir tveir heimil- islæknar, er tóku þátt í rannsókninni, greindu geðsjúkdóma hjá rannsóknarhópn- um. AÐFERÐ Þeir tveir geðlæknar, er rannsóknina gerðu, voru vel kunnugir stöðluðum geðskoð- unarviðtölum. Annar (I.K.) hafði hlotið þjálfun í notkun P.S.E., en hinn (J.G.S.) hafði unnið rannsóknarvinnu með banda- rísku stöðluðu geðskoðunarviðtali, sem gert hefur verið úr P.S.E. með minni háttar breyt- ingum. P.S.E. 9. útgáfa var til í íslenskri þýðingu, gerðri af nokkrum læknum við Kleppsspítalann. Sömuleiðis var C.M.I. til í íslenskri þýðingu, er notuð hafði verið i geð- læknisfræðilegum hóprannsóknum hér. G.H. Q., 60 spurninga útgáfan, var siðan þýdd úr ensku á íslensku og að því búnu teknar úr þær spurningar, er við átti til þess að gera 30 spurninga útgáfuna. Þýðingin fór þannig fram að fyrst var spurningalistinn þýddur á íslensku af öðrum geðlæknanna. Hinn geðlæknirinn fékk síðan þýðinguna og þýddi hana aftur á ensku. Upp- runalega enska útgáfan og þýðingin á ensku voru síðan bornar saman. Við samanburðinn kom í ljós, að aðeins var um að ræða mjög óverulegan mun á orðalagi, en engan mein- ingarmun, milli hins upprunalega spurninga- lista og þýðingarinnar á ensku. Geðlæknarnir tveir skoðuðu síðan saman með P.S.E. 4 sjúklinga innlagða á Klepps- spitala til að venja sig við notkun P.S.E. í íslenskri þýðingu, ræða orðalagsbreytingar og lagfæringar og bera sig saman um og rifja upp reglur um einkennamat o.þ.h. Leitað var til heimilislækna við heilsu- gæslustöð í Reykjavík um að fá að leggja spurningalistana tvo fyrir sjúklinga, er kæmu til þeirra á heilsugæslustöðina og eiga síðan geðskoðunarviðtal við þessa sjúklinga. Var þessari málaleitan mjög vel tekið og tókst hin besta samvinna um rannsóknina við allt starfslið heilsugæslustöðvarinnar. Þátttakendur i rannsókninni voru valdir annað hvort af starfsmanni í móttöku í heilsugæslustöðinni eða af heimilislækni og beðnir að taka þátt í rannsókninni. Ekki var fylgst með því hve margir færðust undan eða neituðu að taka þátt, en þeir, sem féllust á þátttöku voru annað hvort sendir strax i viðtal til geðlæknis og látnir fylla út spurn- ingalista á eftir eða látnir fylla út spurn- ingalistann fyrst og fara síðan í viðtal til geðlæknis, allt eftir því hvernig á stóð. Geð- læknirinn hafði til umráða sérstakt her- bergi, þar sem geðskoðunarviðtalið fór fram. Að því loknu mat hann geðheilsu sjúklings á fimm þrepa matsstiga, þannig: 1. Alveg heilbrigður. 2. Eitthvað að, en þarf ekki læknismeð- ferð. 3. Væg veikindi, þarfnast læknishjálpar. 4. Töluverð veikindi, tilvísun til geðlæknis eða innlögn æskileg. 5. Alvarleg veikindi, innlögn nauðsynleg. Heimilislæknirinn fyllti einnig út sams kon- ar matsstiga um geðheilsu sjúklings, en geð- læknirinn og heimilislæknirinn vissu hvor- ugur um mat hins né um hvernig sjúklingur- inn hafði svarað spurningalistunum. Þeim skilaði sjúklingurinn til starfsmanns í af- greiðslu. NIÐURSTÖÐUR Geðskoðunarviðtal fór fram við alls 110 manns, 51 karlmann og 59 konur. Frá 18 þessara einstaklinga vantaði einhverjar upp- lýsingar, ýmist svör við öðrum eða báðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.